Ófeigur - 01.03.1908, Síða 14
14
A. K. kveðst játa«fyrir sitt leyti» að kaupmenn-
irnir séu «óþarflega og óheppilega» margir. Þarna er
hann þó Ófeigi sammála urn eitt meginatriði, sem
einmitt er undirstöðuatriði. Annars trúi eg því vel,
að þetta sé hjartans sannfæring A. K., þótt það
komi ekki vel heim við næsta atriði á undan. A K.
mun hafa fundið til ruglingsins og óvissunnar, sem
af umstangi starfsbræðra hans leiðir, og eg gæti
n æstum trúað að sú hugsun hefði snortið hann, að
vissast og þægiiegast væri nú að vera einn um
hituna. En mig langar til að spyrja A. K., hver eigi
að skera úr því, hversu margir kaupmenn megi
verzla í hverju kauptúni, ákveða hvenær þeir sé
mátulega margir, og hver eigi að velja úr þá hæfu,
þar sem svo margir bjóðast til þessa starfa, og eiga
óhindraðan aðgang að honum. Eftir lögmáli sam-
kepninnar, sem A. K. fylgir og styður í orði og
verki; sé eg ekki betur en að þeir Árni, Bjarni, Guðni,
Pétur og Pórður hafi allir alveg sama réttinn, sem A.
K. sjálfur til þess, að stunda þessa «atvinnu» og halda
jafnvægi móti A. K. sjálfum, svo ekki verði úr hon-
um okurkarl. Petta er einmitt kjarni samkepniskenn-
ingarinnar, og eg er hræddur um, að þessir starfs-
bræður A. K. vilji ekki hlíta úrskurði hans um þetta,
né hann þeirra, þótt allir mundu þeir fúsir að ráða
fram úr þessu. Pað er annars hvimleið mótsögn
þetta í samkepniskenningunni, sem fróðlegt væri að
A. K. Ieysti úr í næsta riti sínu, úr því að hann
telur ranga úrlausn Ófeigs, sem heldur fram sam-
vinnulögmálinu, og úrlausn almennings um þetta