Ófeigur - 01.03.1908, Side 18

Ófeigur - 01.03.1908, Side 18
18 velt myndi verða að fá hið ráðgerða verð fyrir ket- ið, og framvegis yrði það ómögulegt, því að nú byðu íslenzkir kaupmenn, hver í kapp við annan linsaltað, fslenzkt ket við miklu lægra verði. Kaupendur kets- ins séu því nú orðnir mjög óánægðir, þótt þeir áður væru vel ánægðir með kaupið, saman borið við önnur matvælakaup þar í Iandi. Það kom svo upp úr köfunum, að umboðsmenn fslenzkra smákaupmanna keptust um að bjóða dönsku kaupfélögunum íslenzkt ket, með sama nafni og kaupfélagaketið. Einn þess- ara umboðsmanna er Jakob Gunnlaugsson, er marg- ír þekkja. Hann er umboðsmaður A. K. og hefir sjálfsagt haft ket hans á boðstólum. Sömu dagana, sem verið var að selja ket kaupfélaganna, bauð hann út íslenzkt ket — jafnvel frá sláturhúsi* — fyrir 52 — 54 kr. tunnuna, eða fyrir 12—14 kr. Iægra verð, en kaupfélögin hefðu auðveldlega getað fengið, ef kaup- menn hefðu ekki, hver í kapp við annan, troðið sér inn á þennan nýja og þrönga markað með undirboð sín og misjafna vöru, yfirfylt hann, og þannig þurk- að út árangurinn af umbótatilraunum kaupfélaganna, bæði að því er snertir álit og verð, og það ekki einungis í haust, heldur framvegis, hver veit hve tengi.** Ekki er nú furða þótt A. K. tali digurbark- lega um frammistöðu sína og starfsbræðra sinna!! Og þetta dæmi er svo sem ekkert einsdæmi, því að *) Eru ekki talsverðar líkur til, að það hafi einmitt verið ket A. K.? **) Sbr. ritgerð B. Th. Melsted í síðasta hefti búnaðarrits- ins. 1907. o. fl.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.