Ófeigur - 01.03.1908, Page 19
19
þessu líkt hefir komið fyrir árlega, alla tíð síðan K.
P. hófst. Hvert sinn er kaupfélögin hafa áunnið eitt-
hvað til að afla íslenzkum afurðum álits og hærra
verðs, þá hefir kaupmannaþvagan öll verið á hælum
þeim til þess, með undirboðssamkepni sinni með
illar og óvandaðar vörur, að þurka út árangurinn,—
A. K. spyr, með spekingssvip, hvort eg ímyndi
mér virkilega, »að umboðsmenn smákaupmanna kaupi
af þeim vörurnar, og selji þær svo á sína ábyrgð».
Pykir honum eg vera furðu heimskur að skilja eigi að um-
boðsmenn selji vörurnar á ábyrgð kaupmanna, og ætíð
fyrir hæsta verð sem unt sé að fá fyrir þær. Það
er nú nokkuð langt mál, að gera grein 'fyrir hinu
sanna eðli þessarar umboðssölu, þeim, sem ekkert
hafa um það mál hugsað; en úr því að A. K. setur upp
þennan spekingslega kennara og yfirheyrslusvip, skal eg
með fám orðum rekja feril afurða vorra, sem smákaup-
mönnum eru fengnar til meðferðar, og þeir senda
umboðsmönnum sínum.
Umboðsrekstur erlendis fyrir íslenzka kaupmenn
er í augum þeirra, er þrá að græða fé á verzlun, engu
minna keppikefli en kaupmenskan hér heima, nema
fremur sé, því að allir kalla þeir sig »grossera«, og í
meðvitund almennings stendur sú »nafnbót« í mjög
nánu sambandi við auð og allsnægtir, völd og virð-
ingu. Pað er því ekki skortur á umboðsmönnum
fremur en kaupmönnum, svo sem sjá má á blöðun-
um, og veljast í þá stöðu menn af »sömu stigum«
og í kaupmannastöðuna. — Fjölgar óðum ís-
lendingum, sem reka þetta starf, og flest eru það