Ófeigur - 01.03.1908, Page 20
20
menn, sem farið hafa utan umkomulitlir og lítt kunn-
ugir. Peir koma sér í félag við einhvern útlending,
sem er dálítið kunnugur á markaðinum, kría sér út
söluumboð (agentur) fyrir einhver iðnaðarfyrirtæki,* og
auglýsi svo í blöðunum hér heima, að þeir reki
beztu, stærstu, áreiðanlegustu og ódýrustu umboðs-
sölu »fyrir ísland* —. Hér heima kemur þetta sér
vel fyrir þá, er ekki geta komið saman bréfi eða
pöntun á útlendum tungum, og hafa ekkert til að
byrja með, því að í auglýsingunum stendur: »Mjög
hentug viðskiftakjör», sem þýðir borgunarfrest og
vöruskifti; og svo er hægt að skrifa alt á íslenzku.
Hver sem vill getur því snúið sér til þessara -á-
reiðanlegustu» umboðsmanna, og það er ekki spar-
að. Einhver nýr kaupmaður skrifar nú slíkum um-
boðsmanni, og biður um vörur. Hann verður uppi
til handa og fóta yfir að fá viðskiftin, kaupir vör-
urnar með 3—6 mánaða gjaldfresti (auðvitað gegn
hundraðsgjaldi) og sendir þær kaupmanninum. Hann
verður í sjöunda himni yfir fengnum, ber sig nú
heldur «mannalega» og lánar vörurnar út ábáða bóga,
og kaupendur eru í sjöunda himni yfir hve gott sé
að verzla við nýja kaupmanninn; og svo líða 3 — 6
mánuðir. En nú snýst blaðið við. Sá er seldi um-
boðsmanni vörurnar, verður að fá sitt á réttum tíma,
og til þess þarf umboðsmaðurinn að fá sitt hjá
kaupmanninum á réttum tíma, og honum er þá
nauðugur einn kostur, að krafla saman alt sem hann
*) Sbr. auglýsingar um »einkasöluumboð<
I