Ófeigur - 01.03.1908, Qupperneq 22
22
á hverjum bitna svo afleiðingar þessarar ráðsmenzku?
Hvorki kaupmönnum né umboðsmönnum, því að þeir
hafa sitt á þurru, hvað sem A. K. ruglar um ábyrgð
þeirra. Nei, það eru framleiðendurnir, bændurnir,
sem þetta ráðlag bitnar á, þvf sannleikurinn er, að
framleiðsla þeirra er i reyndinni ætíð seld á þeirra
ábyrgð og kostnað, hver sem hana selur, og hversu
margir kaupmenn sem þykjast verzla með hana á sína
ábyrgð.
Mundi nú ekki A. K. geta fundist, að hér vera
færð fullgóð rök fyrir þessum ummælum Ófeigs, er
hann í riti sínu fer um svo stórum fyrirlitningar og
gorgeirsorðum, að lesendunum Iiggur við klígju? Og
vilja ekki kaupfélagsmenn íhuga, hvort þessi ráðs-
menska kaupmanna' muni nú ekki, í raun og veru,
vera eins þungt «ok» á bjargræðisvegi þeirra, eins
og sjálfsábyrgðin í K. t\? Eg vildi óska að
þeir hugleiddu þetta vandlega og með skynsemd.
Flugrit A. K. ber annars vott um meiri fáfræði
og hugsanarugling en eg, að óreyndu, hefði ætlað
höf. Hann veit t. d. ekki betur en að sú «hag-
fræðiskenning* sé uppfundin af mér, að mikill mun-
ur inn- og út-fluttra vara sé í heild betra tákn fyrir
kaupmenn en almenning, og því fer hann um þetta
hæðilegum orðum, í von um að geta gert mig
hlægilegan. En eg skal nú fræða A. K. um það, að vilji
hann mótmæla þessu með rökum, þá verður hann
að fást við fleiri en mig. Hann verður að hrekja
rit ýmsra hagfræðinga, t. d. Mills gamla og Spencers,
og til þess þarf meira en flugritið að tarna. Eg benti