Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 1
LJOSIÐ
Útgefamli og ábyrgðarmaður Ljóssins kennir að
Kristur sé Drottinn alináttugur, hans amli Guð, er
stjórna á kristnum mðnnuni.
HÖFUNDUR OG ÁBYRGÐARMAÐUR: EINAR JOCHUMSSON
1909
Reykjavík, febrúar.
2. blað.
A víii,]» til fulltrúa þjóðarinnar.
»Hver cyru hefir að heyra
hann heyri«.
Háttvirtu fulltrúar þjóðar vorrar!
Eg vona að alUr þér viljið gefa einum almáttugum
guði dýrðina. Þess vegna ættuð þér að vilja styrkja
framfarakraft islenzku þjóðarinnar.
Með því að sameina alla góða krafta, sem leiða til
blessunar vorri fámennu og fátæku þjóð, er mögulegt
að þjóðin vaxi að vizku og þroska.
Þér ættuð þvi, ættjarðarvinirnir, að hætta við póli-
tíska rifrildið — í það minsta um stundarsakir — því
hvorki guð né menn dýrkast með sturlungaanda þeim,
sem ríkir nú hjá ykkur leiðandi mönnunum.
Gætið þess, háttvirtu þingmenn, að drotlin almátt-
ugur er fús til að fyrirgelá börnum sínum vanvizku-
syndir.
Þjóðin íslenzka mannast aldrei af sundurlyndi og
hatri, og því villumanna-æði, að hrinda valdstjórn rétt-
mætri og setja aðra nýja á laggirnar, af þeim óaldar-
flokki er nú vill hrifsa til sín völdin.
Landvarnarflokkurinn er þrældóms-ldíka sem elsk-
ar og masar í blindni um gamlan sögurétt frá Sturlunga-
öldinni gömlu 1262.