Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 4

Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 4
20 LJÓSIÐ Svo þið skiljið mig vinir mínir. Tóma heimsku!! Náttúrlega, heimska er þið keyptuð af öðrum fjarska heimskum guðfræðingum og réttnefndum oflátungum. Yist er það heimska, þá þið kennið að drottinn á himnum hafi eitt sinn gert ólétta, trúlofaða stúlku, með heilögum anda sinum. Og María er í öllum kristnum löndum talin mey, þó hún ætti spámann fyrir son og fleiri börn. Hvaða gagn er að slíkri kenningu nú? Er það ekki í mótsögn við þá kenninu presta vorra: aukist og margfaldist og uppfyllið jörðina? Eru þeir prestar með heilbrigðum heila? sem kenna að ekkert barn hafi fæðst syndlaust nema blessað pilt- barnið í Betlehem, er þeir halda fram að hafi verið heilags anda verk, að holdinu lika. Hafi heilagur andi ekki átt nema þann eina dreng og aldrei neitt stúlkubarn, þá sýnist mér, að heilbrigð skynsemi geti ekki hjá því komist að ætlast til svo mik- ils góðs af heilögum anda, að sá andi passi sitt eina, góða piltbarn, er hann var eins sannur faðir og María móðir!! Þið, vígðu guðstrúarmenn kirkjunnar lútersku, segið fólkinu, að góður guð hafi ekki þyrmt sínum elskulega og góða syni, lieldur látið hann liða kvalir og dauða — eftir sögunni — svívirðilegan píslardauða, svo að almættið gæti með kærleiksverki! sigi’að óvini sina. Hvað er nú þettað annað en ljót, svívirðileg heimska um góðan föður á himnum? Hákon Hlaðajarl var ekki verri en þessi guð sem þið lúthersku prestarnir eruð að kenna. Mér deítur í hug og eg stend í þeirri meining, að þetta sé bókstgfleg heimska og lýgi, að faðir vor á himnum hafi nokkru sinni viljað, að réttlátum mann- vini væri fórnfært á altari syndarinnar, jörðinni. Eg þori að skamma ykkur lærðu mennina, sem kennið svo ljóta lærdóma, að ekkert gagn verður að trúfesti og náð drottins, því fjandans l}?gin og heimskan frá ykkur lærðu vitringunum villir æskulýðinn, blindar skynsemina hjá fjöldanum. Eg þykist hafa fullan rétt til að taka fullann munn-

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.