Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 13

Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 13
LJÓSIÐ 29 Bnndið lögmál til nýia bisknpsins. (Niðurl.). Kaldar dæmast kreddurnar, kirkjan er á sandi. Enn eru þjóðir upplýstar i þrælkunar-bandi. Áður fyr var aldarfar alveg óþolandi, þá bannfærðu biskupar beztu menn i landi. Nú er komin önnur öld, illu er hægt að fleygja, biskupinn sem ber hér völd bölið lætur deyja. Nú biskupinn vinnur vel, vitur, frjáls og þorinn, gömul fær því hjátrú Hel, hreinsast burtu sorinn. Heimur breytist hér allur, hreinn því trúir andi minn, þjóðarvinur Þórhallur, þarfan elur manndóminn. Sakramentið svæfir menn, synd á burt að kasta. Hrópið frá mér heyrist enn, hneykslin ill eg lasta. Heimur sína vissi ei vömm, vitinu frá sér henti, það er hneyksli og þjóðaskömm þjóða sakramenti!

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.