Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 11

Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 11
L J Ó S I Ð 27 Með öllinn mjalla? »Norðri« 21. janúar s. 1. flytur um landið ritgerð eftir trúfi'æðing' þjóðkirkjunnar Matthías bróður minn. Greinin gengur mest út á það, að lasta menn þá, sem gefa út »Bjarma«. Að Jilaði því eru margir útgefendur. Bjarni kennari Jónsson er ritstjóri þess. Matthías segir, að blaðið Bjarmiogþess »missjóna- menn«, hafi þegar þungan liuga til þeirra herra, nýja biskupsins og hinna nýju kennara prestaskólans; en ef þetta er satt, má mikið vera, ef þessi árás rotar ekki fyr þá sjálfa en hina. Árás Matthíasar endar á þessum ókurteisa sleggju- dómi: »Pér Ijósfælnu menn, farið upp í Surtshelli, þar sem engin hádegissól skín og hafið með ykkur »Bjarma« og aðrar útbrunnar kolatýrur. Yarist að ganga í ljós- inu og eins og á degi, því að teljandi eru þau »trúar- sannindi« ykkar, sem tíminn hefir ekki talið, vegið og dæmt«. Því er nú allra-trúar presturinn Matthías að láta svona mikið yfir sér? Hann man víst ekki eftir því, þá hann var með nautaklafann um hálsinn í lúthersku þjóðkirkjunni. Guðtróði Matthías man ekki fremur en kýrin, að hann hefir kálfur verið. Nú fyrst er bíessaður moð- kálfur kirkjunnar, séra Matthías, farinn að hnýfla kálfa smáa og fáa í þessu bókstaflega trúlausa landi. Því ræðst ekki samsuðu-presturinn á prófasta og presta þjóðkirkjunnar, sem vilja rífast um pólitík veraldlega valdsins og gera sig að slettirekum í því málefni, sem þeir voru ekki stimplaðir fyrir? Með öllum mjalla hefir séra Matthías þózt vera. þá hann var að kenna moldviðri þjóðkirkjunnar, þá dómadags heimsku, sem nýju prestaskólakennararnir ætlast til að nýbakaðir guðfræðingar kenni, vígðir af blessuðum vini mínum Þórhalli Bjarnarsyni, sem Matt- hías fullyrðir að hafi fasta skrúfu í biskups-höfði sínu.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.