Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 6

Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 6
22 L J O S I Ð Sveita manna sjúgandi, synda-mál þó fylli. launaðir ílækjast Ijúgandi landa og sveita milli. Herrar standa á hálum ís, hafa þeir ei neina trú. góði faðir, guð alvís, guðsmönnunum líkna þú. Til doktors Jóns Þorkelssonar. Köld er dauðans nálgast nótt, notaðu doktorskraftinn, Sögu-rétt þinn settu fljótt, Satans upp í kjaftinn. Ef áttu vit með andanum, ættir þú að skilja, frá þér fleygðir fjandanum, færi að mínum vilja. Fornu ritin fúna öll, fer burt heiðin móður, ei þú hrekur orð mín snjöll, ert þó doktor fróður. Enginn hrekur orðin mín, ekki þér eg vægi. í skápum fúna skjölin þín, skjalavörður frægi. Einn guð hefir öllu á ráð, engu Kristur tapar: Umbreytingu alt er háð, Óðinn gröf í hrapar.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.