Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 2
18
L J Ó S I Ð
Þeir gæta þess ekki, að slíkur söguréttur getur ó-
mögulega orðið oss nú að gagni.
Vér íslendingar þurfum að skapa oss nýja sögu og
nýjan rétt, með sáttgirni og samúð við Dani og alla
innan lands. Vér megum ekki hrinda bróðernis samvinnu
við þá máttarmeiri þjóð, Dani. Það er bláber heimska
að gera slíkt.
Af því að þjóðin er voluð og mjög veik innbyrðis.
Þrællyndi, ósáttgirni, öfund og hatur, setur ljótan
blett á oss hér heima, ef menn sættast ekki.
Landvarnarmenn tala mikið um fullveðja ríki, en
vita þó — ef þeir vita nokkuð — að íslenzka þjóðin er
eins og hrokafult barn, sem heimtar að allar nautnir og
alt glys liggi opið fyrir sér. Þó hún spilli framtíðar-
menning sinni með óvitaskap og óvöndun í viðskiftum.
Unga kynslóðin er að varpa frá sér allri trú, og
óréttvísi, gjálifi og glys metur hún mest, yfirleitt. Svona
er það hér í liöfuðstaðnum, líkt er það í öðrum kaup-
túnum; þó eru heiðarlegar undantekningar.
Það er því heilög skylda fulltrúa vorra að stemma
trúleysisölduna sem er að rísa upp. Trúin á drottinn
vorn og herra má ekki glatast, því þá er fótum kipt
undan virðing og velsæmi íslenzku þjóðarinnar.
En hverjir eru nú sem helzt ættu að vaka?
Hvílir ekki þyngsta skyldan á hinum mentuðu
guðfræðingum vorum?
Gera þeir prófastar og prestar helgustu og heztu
skyldu sína, er hlaupa frá söfnuðum sínum ogbjóða sig
fram til þingmensku, til að í'ífast um pólitík? Flestir
þfeirra koma fram til bölvunar er á þing er komið. Þeir
vilja og reyna að ala ágirnd, lýgi og hræsni andlegu
stéttarinnar. Þeirra g'uð er maga-pólitík og þeirra hiblíu-
dýrkun atvinnurekstur, sem gengið hefir bezt þar sem
fólkið er hjátrúarfylst og blindtrúað á kreddu-lærdóma
miðaldanna.
Allir rétthugsandi menn eru farnir að sjá, hvað
guðfræðin er mikið á eftir tímanum, enn fáir halda að
það horgi sig að segja prestum til syndanna.
Það er langt síðan að herra Skúli Thoroddsen kendi