Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2006, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 30.11.2006, Qupperneq 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 30. NÓVEMBER 2006 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Húsasmiðjan í Reykjanesbæ 10 ára: „Skiptir mestu að að hafa gott fólk með sér“ fimmtíu árum síðan sem bygg- ingarvöruverslun. Við svörum hins vegar óskum viðskiptavin- anna og erum nú mikið með árstíðabundna sérvöru. Á vorin erum við með grill og reiðhjól og svo erum við með vörur sem tengjast páskum sérstaklega og nú erum við á fullu í jólavör- unum.” Jólahátíðin hefur löngum verið annatími að sögn Árna, en nú eru ýmsar uppákomur í boði. Þau voru með konfektkvöld fyrir skemmstu þar sem konfekt- meistari kom í búðina og sýndi snilli sína. Í kvöld verður svo 20% afsláttur af öllu í búðinni á milli kl. 19 og 21. Auk tilboð- anna verður boðið upp á kakó, kaffi og piparkökur. Þrátt fyrir að umræðan um fast- eigna- og byggingamarkaðinn hafi ekki verið jákvæð undan- farið segir Árni að það sýni sig ekki í minnkandi verslun. „Það er ekki niðursveifla í gangi og ég er viss um að hún komi ekki á næsta ári. Það hefur kannski verið einhver deyfð í húsasölu, en hún mun taka við sér næsta ár. Allavegana er enn ungt fólk sem stendur í húsbyggingum að koma til mín í búðina að opna reikning.” Árni segir að til standi að brydda upp á nýjungum á næst- unni, en enn um sinn er ekki búið að taka neinan ákvörðun í þá átt. Spurður að því hvort eitthvað hafi staðið uppúr á árunum tíu segir Árni að allur tíminn hafi verið ánægjulegur í heild sinni, enda vöxturinn stöðugur ár frá ári. „Það skiptir mestu máli að hafa gott fólk með sér því ef mórallinn er góður skilar það sér í betri þjónustu og ánægðum viðskiptavinum.” Að lokum vill Árni þakka öllum viðskiptavinum samskiptin á síð- ustu árum með von um að fram- hald verði á.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.