Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2006, Síða 18

Víkurfréttir - 30.11.2006, Síða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Toyota í Reykjanesbæ færði í dag Foreldrafélagi Ragnarsels tvo svokallaða „Mooncar” bíla. Einn slíkur bíll hefur verið þar í notkun í nokkurn tíma og hefur notið þvílíkra vinsælda að hann er farinn að láta verulega á sjá. Þessi gjöf ætti því að kæta krakkana í Ragnarseli. Ævar Ingólfsson hjá Toyota segir gjöfina vera hluta af fjölskyldu- stefnu Toyota í Reykjanesbæ. Toyota gefur Ragnars- seli tvo leikbíla Fjöldi línubáta hefur síð-ustu daga sést við veiðar skammt undan landi í Sandgerði en fréttir hafa borist vænum þorski á þessum slóðum. Hafa aflabrögð verið með ágætasta móti hjá línubát- unum síðustu daga en eitthvað dræmara hefur verið hjá neta- bátunum. Slæm tíð og langvarandi brælur hafa hamlað veiðum undan- farið en aflabrögð hafa verið góð þegar gefur á sjó, að sögn Sigurðar Kristjánssonar, stöðvar- stjóra Fiskmarkaðs Suðurnesja í Sandgerði. Framboðið hefur verið gott á línufiski og verð hefur haldist hátt, bæði á ýsu og þorski. Sem dæmi má nefna að meðalverð á þorskkílóinu hefur verið um 240 krónur nú í nóvember samanborið við 170 krónur í sama mánuði í fyrra. Þá hefur verð farið hækkandi á löngu og steinbít. Sunna Líf GK á leið til löndunar í Sandgerði um helgina. Í baksýn grillir í einn línubát- inn við veiðar skammt frá landi. Góð aflabrögð þegar gefur á sjó Frá afhendingu bílanna. Á myndinni eru Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, formaður for- eldrafélags Ragnarssels, Sæ- unn G. Guðjóndóttor, forstöðu- þroskaþjálfi og Ævar Ingólfs- son frá Toyota Reykjanesbæ. Toyotasalurinn:Af gefnu tilefni Þar sem útgáfa Víkurfrétta er umfangsmikil í þessari viku með útgáfu þriggja blaða, tveggja á Suðurnesjum og einnig á höfuðborgarsvæðinu þá var ekki mögulegt að fjölga blaðsíðum þessa tölublaðs. Þar sem mikið magn auglýsinga barst áður en blaðið fór til prentunar varð talsvert af lesefni að víkja fyrir auglýsingum. Aðsendar greinar og annað efni sem sent var til birtingar í þessu blaði mun birtast í Víkurfréttum í desember en þá er gert ráð fyrir stærri blöðum en vanalega. Ritstjórn.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.