Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Side 4

Víkurfréttir - 13.05.2004, Side 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MUNDI Dátarnir í kirkjugarðinum grófu sem betur fer ekki skotgrafir... Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is ➤ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skrifar: Þegar hriktir í tveimur grunnstoðumatvinnulífsins á svæðinu eins og hérhefur gerst á síðustu árum, þ.e. í þjónustu við varnir lands- ins og sjávarútveg, er mikilvægt að byggja aðr- ar stoðir upp. Þetta hef ég gert að megin verkefni síðan ég tók við starfi bæjarstjóra og fagna því að hafa öflugan hóp með mér í bæjarstjórn og tengdum stofnunum og fyrirtækjum sem vinnur samhentur að þessu verkefni. Byggjum „segul“ í ferðaþjónustu Áframhaldandi uppbygging Keflavíkurflug- vallar sem alþjóðaflugvallar, eins og nú á sér stað, skapar ekki aðeins mörg störf við upp- bygginguna sjálfa, heldur gríðarmörg at- vinnutækifæri til framtíðar. Bein þjónusta innan flugvallarsvæðisins er að aukast gífur- lega í takt við aukið fraktflug og aukinn far- þegafjölda. Nú fara um 350 þúsund erlendir ferðamenn til og frá flugvellinum á þessu ári. Spáð er að þeir verði orðnir a.m.k. 800 þús- und eftir 15 ár. Til þess að ná til þessa hóps sem viðskiptavina í Reykjanesbæ þarf mjög sterkan „segul“ sem þarf að vera staðsettur í bænum okkar. Flestir sérfræðingar eru sam- mála um að saga víkinganna, með víkinga- skipið Íslending og Smithsonian sýninguna í fararbroddi geti verið slíkur segull. Við erum bæði komin með skipið og Smithsonian sýn- inguna til okkar. Umhverfið er að verða til- búið til byggingar sýningarhússins. Þegar okkur hefur tekist að fá ferðafólk til að stoppa í Reykjanesbæ kvíði ég ekki hugviti okkar fólks til að nýta þau nýju þjónustutækifæri sem hundruð þúsunda ferðamanna geta gefið. Iðngarðarnir í Helguvík Nú er verið að undirbúa nær 200 hektara af verðmætum iðnaðar- og þjónustulóðum á efra og neðra svæði við Helguvíkurhöfn. Með því að ná samningum við ríkið um að það greiddi 75% í hafnargerðinni og 87% í sjóvörnum við Reykjanesbæ, var hægt að nýta jarðefnin úr neðra svæðinu í það verkefni og einnig í að byggja upp lóðir á efra svæðinu. Þannig skap- ast verðmæti í lóðum fyrir hundruð milljóna á efra svæðinu, bærinn er varinn fyrir öllum veðrum og neðra hafnarsvæðið í Helguvík er stækkað og gert tilbúið. Við vonumst til að fyrsta stórverkefnið á neðra svæðinu í Helgu- vík verði Pípugerð IPT fyrirtækisins. Við höfum gert allt sem að okkur snýr til að greiða fyrir IPT en fjármögnun eigendanna hefur dregist. Mikilvægt er að hafa í huga að eiginfé þessa fyrirtækis kemur allt erlendis frá en líklegt er að hluti lánsfjármögnunar komi frá íslenskum bönkum. Reykjanesvirkjun Með 100 MW orkuveri á Reykjanesi, í landi Reykjanesbæjar, er hafið eitt stærsta verkefni sem unnið hefur verið á svæðinu. Stór hluti þeirrar orku sem frá Reykjanesvirkjun kemur fer til Norðuráls en hluti hennar mun einnig nýtast okkur í framtíðaruppbyggingu á svæð- inu. Með fjölgun eigenda í Hitaveitunni og stærra athafnasvæði hennar hefur fyrirtækið styrkt verulega stöðu sína og nú með þessari virkjun sem gefur henni m.a. tækifæri til að auka rannsóknarvinnu og þróunarstarf hér á svæðinu. Fleiri íbúar Með auknu framboði lóða undir íbúabyggð viljum við efla bæinn og þjónustuna hér. Við finnum fyrir auknum áhuga landsmanna á bænum og tækifærum hans. Með fjölgun íbúa skapast tækifæri til styrkingar þjónustustarfa af öllum gerðum. Bættar samgöngur við höf- uðborgarsvæðið gera mönnum kleift að starfa þar en búa hagstætt í bænum okkar, þar sem ekki er skortur á leikskólaplássum, ókeypis í strætó, heitur matur í hádegi fyrir öll grunn- skólabörn, frístundaskóli fyrir yngri skóla- börnin og öflug íþrótta-, tónlistar- og tóm- stundaaðstaða. Falleg þjónustuæð styrkir verslun og þjónustu Hafnargatan er nú að verða tilbúin eftir al- gjöra andlitslyftingu. Fegrun Njarðarbrautar er hafin. Með því að skapa meira aðlaðandi umhverfi fyrir atvinnurekstur af ýmsu tagi er ég ekki í vafa um að hann sækir hingað og „kaupleki“ af svæðinu inn til Stór-Reykjavík- ur minnkar. Það eflir því fyrirtækin sem fyrir eru og gefur nýjum fyrirtækjum tækifæri. Í öllum atvinnurekstri verða til fyrirtæki sem koma og fara, það er ekkert öðruvísi á höfuð- borgarsvæðinu. Það sterkasta sem sveitarfé- lag getur gert er að skapa aðlaðandi umgjörð. Íþróttaakademía í undirbúningi Öflugt íþróttastarf í bænum hefur skapað af sér nýja hugmynd sem við vinnum nú að; stofnun Íþróttaakademíu. Þar gefast tækifæri til framtíðar sem verða að mínu mati með því mikilvægasta sem við erum að vinna að í dag. Hingað er fólki ætlað að sækja sem vill læra meira á margvíslegu sviði íþrótta- og íþrótta- tengds starfs. Grunnur er þá einnig lagður að styrkingu framhalds- og háskólamenntunar á svæðinu. Undirbúningur þessa verkefnis er á áætlun! Það er ánægjulegt að hafa stuðning helstu sjóða hér á svæðinu fyrir verkefninu. Öflugt fólk við fiskvinnslu og varnir Þótt sjávarútvegur og störf tengd Varnarliðinu hafi dregist saman, væri fásinna að afskrifa þessa mikilvægu þætti. Öflugt fólk er að gera frábæra hluti í fiskvinnslu á svæðinu enda góðar hafnir og stutt í flugfrakt. Þá hlýtur rík- ið að vilja nýta sérþekkingu sem okkar fólk hefur í varnastörfum til að fela okkur aukin verkefni á því sviði. Við höfum varpað fram ýmsum hugmyndum við ráðherra en bíðum viðbragða. Margar stoðirnar eru nú tilbúnar til að byggja á þeim Af mörgu öðru er að taka, s.s. eflingu Heil- brigðisstofnunar, en þar starfa nú yfir 260 manns. Ég tel að þessar stoðir, sem hér hafa verið nefndar og ötullega hefur verið unnið að s.l. tvö ár, séu að verða nógu sterkar til að hægt sé að byggja á þeim. Þannig munum við sjá fjölgun ferðamanna inn í bæinn okkar og þjónustutækifærin skap- ast af því. Íþróttatengd störf eflast, sterkara orkufyrirtæki verður til sem getur tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum með okkur, aukin iðnaðarstörf í Helguvík, aukin störf okkar fólks við flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli og sterkari rekstur margvíslegra þjónustufyr- irtækja á lífæðinni. Ekkert kemur af sjálfu sér! Þessi verkefni hafa ekki komið af sjálfu sér - við erum skipulega að vinna úr þeim tækifær- um sem við sjáum, greinum styrk svæðisins og byggjum á honum. Ég finn baráttuandann í flestum bæjarbúum og bjartsýni þeirra er byggð á rökum. Ég bið bæjarbúa að styðja þá sem eiga við erfiðleika að etja á þessu um- breytingaskeiði í bæjarfélaginu. Það er sárt að missa vinnuna og það tekur tíma að sjá aðrar atvinnuleiðir. Í stað þess að saka hvert annað um andvaraleysi skulum við hjálpast að. Við höfum leiðir til að draga úr alvarleg- um afleiðingum langtímaatvinnuleysis með átaksverkefnum og námsmöguleikum en að- alatriðið er að leggja grunn að nýjum fjöl- breyttum störfum eins og hér er gert. Árni Sigfússon Aðgerðir í atvinnumálum Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 14:28 Page 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.