Víkurfréttir - 13.05.2004, Qupperneq 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ Lionsklúbburinn Garður:
Dagana 10. - 15. maínæ stkomandi verðurö llum sex ára bö rnum
(fæ ddum 1997) á landinu
gefnir reiðhjólahjálmar. Um er
að ræ ða átak til að stuðla að
auknu ö ryggi barna á reiðhjól-
um. 4200 sex ára bö rn fá
hjálmana að gjö f og rautabók
sem inniheldur fróðleik um ö r-
yggi á reiðhjóli og rautir.
Þetta er í fyrsta sinn sem öll sex
ára börn á landinu fá hjálm að
gjöf og að baki liggur samningur
þriggja aðila, Kiwanis, Eimskips
og Flytjanda. Eimskip flytur
hjálmana til landsins, Flytjandi
sér um dreifinguna, og Kiwanis
menn afhenda hjálmana í skólum
landsins.
Rannsóknir sýna að hjálmur sem
er rétt stilltur kemur í veg fyrir
áverka á höfði í 85% tilfella
hvort heldur um er að ræða
árekstur við bifreið eða að barnið
detti á hjóli. Flest hjólreiðaslys á
börnum verða við fall af reiðhjóli
án þess að ökutæki komi þar við
sögu. Í slíkum tilfellum dregur
hjálmurinn úr högginu ef höfuð
barnsins lendir á gangstétt, kant-
steini eða öðrum hörðum fleti.
Fimm til sex ára börn eru fær um
að valda tvíhjóli, en öryggið
skiptir öllu máli. Börnin eiga að
nota reiðhjólahjálm og mega
hjóla á öruggum stöðum þar sem
þau er aðskilin frá bílaumferð.
Í umferðarlögum segir að börn-
um yngri en 15 ára sé skylt að
nota hjólreiðahjálm við hjólreið-
ar. Átaksverkefni Kiwanis, Eim-
skips og Flytjanda, er til þess gert
að tryggja að öll sex ára börn eigi
hjálm, sem þeim beri að nota
þegar þau fara út að hjóla.
Hápunktur átaksins verður fjöl-
skyldudagur sem haldinn verður
um allt land þann 15. maí næst-
komandi. Í þrautabókinni sem
dreift verður til allra barna á
þessum aldri er að finna þrautir
sem þau leysa á fjölskyldudegin-
um. Tekið verður við þátttöku-
seðlum á fjölskyldudaginn og
dregið verður úr seðlum þann 22.
maí næstkomandi og eru glæsi-
legir vinningar í boði.
Á Suðurnesjum verður Kiwan-
ishúsið á Iðavö llum opið frá
klukkan 10 til 14.
L ionsklúbburinn Garður í Garði gaf nem-endum í 2. bekk í Gerðaskóla reiðhjóla-hjálma og er etta í tíunda sinn sem Lions-
klúbburinn gefur nemendum reiðhjólahjálma.
Að sö gn Pálma Hannessonar hafa lö greglumenn
fylgt eim í skólann og sagt bö rnunum frá ví
hve mikið ö ryggi felist í notkun hjálma á hjólum.
Fyrir um remur árum varð drengur úr Garðin-
um fyrir bíl og segir Pálmi að hann hafi verið
með hjálm sem Lionsklúbburinn gaf honum
egar hann var í 2. bekk. „ Hann var lánsamur
og að er nokkuð víst að hjálmurinn bjargaði lífi
stráksa. Nokkrum dö gum eftir slysið fæ rðum við
stráknum annan hjálm að gjö f,“ segir Pálmi.
Lionsklúbburinn Garður hefur áður fært skólanum
gjafir en fyrir nokkrum árum gaf klúbburinn hljóm-
flutningstæki og sá um uppsetningu á gangbrautar-
ljósum fyrir framan skólann.
Gefur nemendum Gerðaskóla reiðhjólahjálma
Nemendur í 2. JH í Gerðaskóla stilla sér upp með hjálmana á höfði ásamt fulltrúum Lionsklúbbsins Garðs sem gaf hjálmana.
Eimskip, Flytjandi
og Kiwanis gefa öll-
um sex ára börnum
reiðhjólahjálma
20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 16:42 Page 8