Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Page 14

Víkurfréttir - 13.05.2004, Page 14
Kalla eftir viðbrögðum ríkis- valdsins vegna atvinnumála 14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Vegna umfjö llunar netút-gáfu Víkurfré tta um aðbæ jarstjórnir á Suður- nesjum sé u hunsaðar af utanríkis- og forsæ tisráð- herra vill Halldór Á s- grímsson, ut- anríkisráð- herra, koma  ví á framfæ ri að hann viti ekki til  ess að bæ jarstjórnir Reykjanesbæ jar og Sandgerðis hafi óskað eftir fundi með hon- um. Aftur á móti hö fðu for- ystumenn verkal ðshreyfinga á Suðurnesjum óskað eftir fundi með honum og fengið hann daginn eftir. „ É g hef látið fara í gegnum við- talsbeiðnir hér á minni skrifstofu og ég kannast ekki við að hér hafi verið óskað sérstaklega eftir fundi með mér um þessi mál,“ segir Halldór. Hann segir að varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins sé í stöðugu sam- bandi við sveitarstjórnamenn og aðra á Suðurnesjum. Hvað varð- ar þær óskir um fund með hon- um segir hann: „  eir þurfa þá að óska eftir fundi og það hafa þeir ekki gert við mig“ . Halldór segir einnig að ef að sveitarstjórnar- menn óska eftir fundi með hon- um þá geta þeir að sjálfsögðu fengið hann. Eins og kom fram í fréttum Vík- urfrétta á Netinu, þá sagði Sig- urður Valur, bæjarstjóri Sand- gerðis, að honum fyndist það al- varlegt mál þegar menn sem eru kosnir til að starfa fyrir fólkið á svæðinu skuli frétta um uppsagn- ir í fjölmiðlum. „ É g tel nú að þessi ummæli hans séu út í hött og séu lítið innlegg í þau vandamál sem blasa við“ , segir Halldór. „ Menn hafa verið að vinna með aðilum að uppbyggingu stóriðju í þessu landi og virkjanafram- kvæmdum, við höfum verið að vinna að uppbyggingu flugstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli og menn eru að vinna að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.  annig að það er ekki rétt að ekkert hafi gerst en ég geri mér grein fyrir því að þetta er viðkvæmt ástand og það ríkir óvissa en því miður höfum við ekki frekari svör um það hvað gerist í sambandi við Varnarliðið á þessu stigi“ . Halldór segir að verið sé að bíða eftir svari frá Bandaríkjunum og að það hafi margoft komið fram. Um framtíð Varnarliðsins sagði hann: „ É g get ekki sagt neitt meira um það á þessu stigi en ég hef sagt að ég óttist frekari upp- sagnir vegna sparnaðar hjá Varn- arliðinu en hef ekki frekari upp- lýsingar um það á þessu stigi, ég hef beðið varnarliðið að hafa náið samráð um það við okkur og verkalýðshreyfinguna á Suð- urnesjum“ . Hvort megi búast við fundi á næstunni með sveitarstjórnar- mönnum á Suðurnesjum segir Halldór að hann hafi rætt við Á rna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar og tjáð honum að hann sé tilbúinn að hitta hans menn hvenær sem er. B æ jarstjórn Sandgerðisbæ jar sam ykktiáskorun til utanríkis- og forsæ tisráðherraá bæ jarstjórnarfundi í síðustu viku. Í henni stendur að sveitarstjórnarmenn á Suður- nesjum hafa ítrekað kallað eftir viðbrö gðum rík- isvaldsins vegna  ess viðkvæ ma ástands sem rík- ir í atvinnumálum á Suðurnesjum. Bæ jarstjórn Sandgerðisbæ jar sam ykkti tillö gu  ess efnis í nóvember árið 2003 en hafa engin viðbrö gð fengið. Nú er svo komið að bæjarstjórnin í Sandgerðisbæ, líkt og bæjarstjórnin í Reykjanesbæ, krefst þess að utanríkis- og forsætisráðherra hitti sveitarstjórnar- menn á Suðurnesjum á fundi hið fyrsta. Sigurður Valur, bæjarstjóri í Sandgerði, sagði í sam- tali við Víkurfréttir að það sé grundvallaratriði núna að í ljósi þessara upplýsinga, sem eru að hrannast upp, að sest sé yfir þessi mál og farið sé yfir þau frá a-ö. „  etta er ekki einkamál ríkisvaldsins, þetta er grundvallaratriði í lífi fólks hérna á svæðinu“ . Sig- urður Valur benti á að hérna á árum áður var mikið samstarf á milli varnarmálaskrifstofunar og sveitar- stjórnarmanna á Suðurnesjum. „ Á þessu tímabili frá árunum 1990-95 þá voru haldnir samráðsfundir en síðan lögðust þeir fundir af en ég sé mikið eftir þeim fundum því að þar gátu menn fengið upplýs- ingar um hvað var í vændum á þeim tíma.“ Sigurði finnst mjög alvarlegt mál að þegar menn sem kosnir eru til að starfa fyrir fólkið á svæðinu skuli frétta um uppsagnir í fjölmiðlum. „  að er hlut- ur sem þarf að laga, ég hvet ráðherrana að verða við þessari áskorun og hitta okkur eða boða okkur á fund til sín.“ Áskorunin birtist hér í heild sinni: Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum hafa ítrekað kallað eftir viðbrögðum ríkisvaldsins vegna þess viðkvæma ástands sem ríkir í atvinnumálum á Suð- urnesjum, einkum með tilliti til samdráttar hjá Varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli. Bæjarstjórn Sand- gerðisbæjar samþykkti m.a. tillögu þessa efnis á 202. fundi sínum 12.11.2003. Til þessa hafa viðbrögð verið lítil sem enginn.  ví krefst bæjarstjórn Sandgerðisbæjar þess að forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra hitti sveitarstjórna- menn á Suðurnesjum á fundi hið fyrsta, þar sem at- vinnumál á svæðinu verða rædd sem og framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Aðgerða er þörf hið fyrsta. ➤ Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og Sandgerðisbæjar ➤ Utanríkisráðherra í Víkurfréttaviðtali: Tilbúinn að mæta á fund hvenær sem er 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 14:43 Page 14

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.