Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Side 16

Víkurfréttir - 13.05.2004, Side 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Verktakafyrirtækið SEESehf. var lægstbjóðandi ígatnagerð 1. áfanga í Tjarnarhverfi. Hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á 31.571.150 krónur sem er 78,5% af kostn- aðaráætlun sem hljóðaði upp á 49.219.000 krónur. Nesprýði ehf. bauð lægst í gatna- gerð við 2. áfanga í Tjarnarhverfi og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á 34.470.850 krónur eða 78% af kostnaðaráætlun sem var 44.167.000. Verktakafyrirtækið Eldgjá ehf. bauð lægst í bæði verkin en dró bæði tilboð sín til baka. Tilboðin voru opnuð á fundi bæjarráðs í vikunni og var framkvæmda- stjóra Umhverfis- og skipulags- sviðs að ganga til samninga við lægstbjóðendur. stuttar f r é t t i r Rúmlega 200 lóðum varúthlutað í nýju Tjarnar-hverfi í Innri-Njarðvík á fundi umhverfis- og skipulags- nefndar bæjarins í síðustu viku. Aldrei hefur jafnmörgum lóðum verið úthlutað í einu, en lóðirnar var öllum úthlutað til byggingaverktaka. Húsanes ehf. fékk lóðir fyrir 102 leigu- og söluíbúðir. Meistarahús byggir 20 íbúðir, en auk þess sækja Meistarahús um lóðir í samvinnu við Búmenn þar sem gert er ráð fyrir byggingu 30 íbúða. Byggingarfélagið Breki í Garðabæ fékk úthlutað lóðum fyrir 30 íbúðir og Toppurinn fékk lóðir fyrir byggingu 16 íbúða. Í Tjarnarhverfi verða alls 552 íbúðir, þar af 357 í fjölbýli, 130 í raðhúsum og 65 einbýlishúsum. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns umhverfis- og skipu- lagsnefndar Reykjanesbæjar hafa margir einstaklingar óskað upplýsinga um lóðir fyrir ein- býlishús, rað- og parhús en engar umsóknir hafa verið teknar til afgreiðslu. „Það er greinilega mikill áhugi fyrir lóðum í Tjarnarhverfinu, enda var slegið met í úthlutun lóða á fundinum. Þetta er mjög já- kvæðar fréttir fyrir Reykjanes- bæ,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir. Rúmlega 200 lóðum út- hlutað í Tjarnarhverfi SEES og Nesprýði í gatnagerð í Tjarnarhverfi Vonast er til að fram-kvæmdir við bygginguVíkingaheims við Fitjar hefjist á þessu ári. Árni Sigfús- son bæjarstjóri Reykjanesbæj- ar greindi frá þessu á íbúa- fundi í Innri Njarðvík í fyrra- kvöld. Um 130 íbúar Innri- Njarðvíkur mættu á fundinn þar sem bæjarstóri greindi frá helstu framkvæmdum sem í gangi eru eða eru fyrirhugaðar á vegum Reykjanesbæjar. Mikil uppbygging mun eiga sér stað á næstu tveimur árum í Innri-Njarðvík. Þar rís Akurskóli en tilboð í byggingu skólans voru opnuð í fyrradag. Byggingafyrir- tæki Hjalta Guðmundssonar í Reykjanesbæ bauð lægst í bygg- ingu skólans eða 407 milljónir króna. Kostnaðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á 460 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að skól- inn hefji starfsemi haustið 2005. Nýlega var rúmum 200 íbúðum í Tjarnarhverfi úthlutað á vegum umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjanesbæjar. Mikill áhugi er á íbúðum á svæðinu en þar er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 500 íbúða. Skýrði bæjarstjóri frá uppbyggingu Tjarnarhverfisins og sagði hann að hafist verði handa við gatnaframkvæmdir fyrir 1. og 2. hluta hverfisins fljótlega. „Við viljum að fólk geti keyrt inn malbikaða botnlanga og sjái götuheitin. Eftirspurnin eftir lóðum í fyrstu úthlutun var meiri en við gerðum ráð fyrir og svæðið mun byggjast hratt upp.“ Í hinu nýja Tjarnarhverfi verða götuheitin byggð á fuglanöfnum. Dæmi um nöfn í hverfinu eru Álftatjörn, Blikatjörn, Arnar- tjörn, Súlutjörn, Þrastartjörn og Spóatjörn. Athugasemdir frá íbúum Á íbúafundi bæjarstjóra með íbú- um Innri-Njarðvíkur í fyrra voru athugasemdir íbúa skrifaðar nið- ur og fór bæjarstjóri í gegnum það sem framkvæmt var í kjölfar þeirra athugasemda. Bárust bæj- arstjóra nokkrar athugasemdir á fundinum á þriðjudagskvöld sem helst lúta að fjölgun hraðahindr- ana, ferða almenningsvagna, göngustíga og færslu leikvallar í Innri-Njarðvík. Efling ferðaþjónustu eitt stærsta verkefnið „Við viljum ná fleiri ferðamönn- um í bæinn okkar og það er okk- ar stærsta verkefni. Til þess þurf- um við ákveðna segla sem draga ferðamenn á svæðið og eru það sterkir að ferðamenn séu að heimsækja Ísland vegna þessara segla. Gott dæmi um slíkan segul er Bláa lónið sem dregur þúsund- ir ferðamanna til Íslands á hverju ári,“ sagði Árni Sigfússon á íbúa- fundi í Innri Njarðvík á þriðju- dagskvöld. Víkingaheimur að Fitjum og ferða- þjónusta við virkjun á Reykjanesi Verkefni sem skilgreind eru sem slíkir seglar eru Víkingaheimur og víkingasýning Smithsonian M I K I L U P P B Y G G I N G Í I N N R I - N J A R Ð V Í K F R A M U N D A N ➤ Íbúafundir með bæjarstjóra Reykjanesbæjar: Víkingadraumurinn að rætast Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. segir að uppsögn húsaleigusamnings við Íslenskan markað sé liður í endurskipulagningu verslunar- og þjón- usturýmis flugstöðvarinnar. Í tilkynningu frá stjórn FLE kemur fram að endurskipulagningin hafi staðið yfir í langan tíma en að ekki hafi verið hægt að ljúka henni vegna málaferla við Íslenskan markað. Segir í tilkynningunni að Íslenskur mark- aður sé með stórt rými í flugstöðinni og með því að skipta rýminu upp í smærri einingar sé hægt að hleypa fleiri aðilum að með fjölbreyttari þjónustu. Slíkt fyrirkomulag skapi fleiri störf, en stjórnendur flugstöðvarinnar segja að störfum í flugstöðinni fjölgi um 70 stöðugildi á næstu tveimur árum. Síðdegis í gær sendu Samtök verslunar og þjón- ustu frá sér yfirlýsingu þar sem uppsögn á húsa- leigusamningi Íslensks markaðar er harðlega mót- mælt. Segir í yfirlýsingu frá samtökunum að upp- sögnin sé gerð í hefndarskyni fyrir þá ákvörðun Íslensks markaðar að kæra FLE fyrir brot á sam- keppnislögum. Samtök Iðnaðarins sendu einnig frá sér yfirlýs- ingu vegna uppsagnarinnar þar sem skorað er á stjórn FLE að draga til baka uppsögn á samningn- um. Jafnframt er skorað á utanríkisráðherra að tryggja að íslensk framleiðsla fái þar eðlilegan að- gang. Harkaleg átök vegna uppsagnar á leigusamningi F L U G S T Ö Ð L E I F S E I R Í K S S O N A R Um 130 manns mættu á íbúafund með bæjarstjóra í Innri-Njarðvík í fyrrakvöld. Íbúarnir komu með fjöl- margar athugasemdir sem snúa helst að fjölgun hraðahindrana og almenningssamgöngum. Allar götur í Tjarnarhverfi bera nöfn fugla. Dæmi um nöfn í hverfinu eru Álftatjörn, Blika- tjörn, Arnartjörn, Súlutjörn, Þrastartjörn og Spóatjörn. 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 16:39 Page 16

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.