Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 13.05.2004, Qupperneq 20
„ Mér finnst mjög gott að búa á Í slandi og það eina sem er betra í Portúgal er veðrið,“ segir Carla Fonseca verkstjóri hjá Fram foods í Reykjanesbæ. Carla hefur búið á Í slandi í sjö ár og síðustu fimm árin í Keflavík. Hún er dökk yfirlitum og svart sítt hárið er bundið saman í fléttu. Hún tal- ar góða íslensku og býr hér ásamt 15 ára gömlum syni sínum. Carla er 31 árs gömul og fjöl- skylda hennar býr í Portúgal. Hún á tvær systur og einn bróður. „ É g heimsæki fjölskylduna mína reglulega - þó ekki einu sinni á ári,“ segir Carla brosandi en fjöl- skylda hennar býr um tíu kíló- metra utan við Lissabon höfuð- borg Portúgals. Minna stress hér „  að er töluvert öðruvísi að búa hér heldur en í Portúgal. Hér er stressið mun minna og umhverf- ið einhvern veginn allt rólegra,“ segir Carla og hún segir að það sé mun betra fyrir börn að vera hér heldur en í Portúgal. „ Hér getur strákurinn minn leikið sér úti á kvöldin án þess að maður hafi áhyggjur, en það er ekki hægt þar sem ég bjó í Portúgal.“ Vel tekið í Keflavík Carla segir að sér hafi verið tekið vel í Keflavík og að hún eigi góða íslenska vini. „ É g er bara mjög sátt við vinina og hvernig mér hefur verið tekið hér í Kefla- vík,“ segir Carla og hún talar mjög góða íslensku. „ Ef fólk tal- ar rólega þá skil ég allt sem sagt er. Mér hefur gengið best að læra málið með því að tala og hlusta á fólk.  að er gott að skilja íslensk- una en það er erfitt að tala hana,“ segir Carla og hlær en hún hefur farið á þrjú námskeið í íslensku. Portúgalar betri í fótbolta en Eurovision Portúgalar eru ein þeirra þjóða sem hafa um árabil tekið þátt í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva og hafa lögin sem þaðan koma oftar en ekki vakið athygli. Carla fylgist með söngvakeppninni en hún hefur ekki mikla trú á að Portúgalar nái langt. „ Portúgalar eru alltaf vondir í Eurovision og við erum miklu betri í fótbolta heldur en að syngja,“ segir Carla brosandi en hún ætlar að fylgjast með keppninni. En með hvorri þjóð- inni heldur hún, Í slendingum eða Portúgölum? „ Í slendingum auð- vitað!“ Finnst þorramaturinn vondur Í slenski maturinn þykir oft sér- stakur, sérstaklega hjá fólki sem á uppruna sinn að rekja til suður Evrópu. Carla segir að sér líki maturinn vel en að hann sé tölu- vert frábrugðinn þeim portú- galska. „ Við notum miklu meira krydd í matinn í Portúgal og mat- urinn hér er mun sætari á bragð- ið,“ segir Carla og þegar hún er spurð um þorramatinn segir hún með afsökunartón: „ Æ i fyrir- gefðu, en mér finnst hann vond- ur.“ Að sögn Cörlu er hún í sambandi við tvær portúgalskar konur sem búa í Keflavík. „ É g veit ekki um fleiri portúgala sem búa hér í Keflavík en við þrjár erum í góðu sambandi,“ segir Carla og þegar hún er spurð hvort hún ætli að vera hér áfram svarar hún játandi. „ Eins og ég segi þá líður mér vel hér og gæti ekki hugsað mér að vera annarsstaðar. É g lít á Kefla- vík sem mitt heimili.“ 20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Skarphé ðinn Njálsson fæ ddist á Siglufirði 1. október 1938. Hann lé st á Landsspítalanum við Hringbraut 6. apríl s.l. og var útfö r hans gerð frá Keflar- víkurkirkju 16. apríl.  að var mikið áfall að frétta skyndilegt andlát vinar míns Skarphéðins. É g hafði síðast hitt hann eldhressan að vanda 3 dög- um áður. É g kynntist Skarphéðni og fjölskyldu hans árið 1964 og tókst með okkur vinátta sem hef- ur staðið í full 40 ár. Hann hefði ekki viljað sjálfur að hann yrði hlaðinn lofi eftir hér- vistina, en þó er vonlaust að skil- ja við góðan og traustan vin án þess að nafna hans helstu kosti. Víst er að það eru ekki margir einstaklingar sem þekktu Skarp- héðinn Njálsson jafn vel og und- irritaður.  egar fólk verður fyrir áföllum í lífi sínu, þá reynir á vinina. Sjálf- ur hef ég orðið fyrir verulegum áföllum m.a. alvarlegum veikind- um. Sumir ,,vina minna“ hurfu, aðrir sem Skarphéðinn, stóð eins og klettur við mína hlið alla tíð.  etta lýsir manngerðinni vel, enda var hann mikill, mann og dýravinur í eðli sínu. É g gæti hér nefnt ótal dæmi sem ég veit um og þekki mörg. Skarphéðinn að stökkva út úr bifreiðinni til þess að kaupa handa tveimur úti- gangsmönnum pylsur. Skarphéð- inn að pakka inn jólagjöf handa ,,bæjarrónanum“ o.fl. Skarphéðinn var alla tíð mikill fjölskyldumaður og sinnti sínum með ástúð og umhyggju. Sérstak- lega eru mér minnistæð verk hans og list, þegar hann kom fyr- ir jólaskrauti á heimili sínu fyrir hver jól, síðan tóku aðrir fjöl- skyldumeðlimir það niður, það var ekki hans deild. Skarphéðinn Njálsson var lög- reglumaður um langt árabil og þjóðþekktur sem slíkur. Oft um- deildur, en sérstaklega vinnusam- ur, heiðarlegur og réttsýnn. Fyrir honum voru allir jafnir fyrir lög- um og reglum hvar sem þeir stóðu í stigum þjóðfélagsins.  etta viðhorf var honum sjálfum stöku sinnum til vandræða, en virtist aldrei hafa merkjanleg áhrif á hann eða störf hans. Skarphéðinn var í eðli sínu mikill félagshyggjumaður, reyndist þeim jafnan vel sem minna máttu sín. Hann lét til sín taka með eft- irminnilegum hætti í félagsmál- um m.a. sem formaður bifreiða- stjórafélagsins Keilis. Skarphéðinn hafði lokið farsæl- um, stundum stormasömum starfsferli s.l. haust með miklum sóma. Til stóð að fara að njóta lífsins og m.a. leggjast í ferðalög innanlands á húsbíl, sem hann hafði nýlega fest kaup á. Engin veit ævi sína fyrr en öll er. Að lokum kveðjum við kæran vin með þökk fyrir samfylgdina. Haukur Guðmundsson og fjö lskylda Njarðvík Minning Skarphéðinn Njálsson „Portúgalar betri í fótbolta heldur en Eurovision“ ➤ Carla Fonseca ætlar að halda með Íslandi á laugardaginn í Eurovision-keppninni: „Mér finnst mjög gott að búa á Íslandi og það eina sem er betra í Portúgal er veðrið,“ segir Carla Fon- seca verkstjóri hjá Fram foods í Reykjanesbæ. 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 14:17 Page 20

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.