Víkurfréttir - 03.08.2017, Qupperneq 7
7fimmtudagur 3. ágúst 2017 VÍKURFRÉTTIR
Algjör úti-
legukelling
GUNNHILDUR VILBERGSDÓTTIR
Hvert á að fara
um verslunar-
mannahelgina í
ár?
Við verðum fjöl-
skyldan annað-
hvort í sveitinni
hjá mömmu og
pabba eða í úti-
legu í góðra vina
hópi. Ég er alla-
vega ekki týpan til
að vera heima hjá mér um verslunar-
mannahelgina.
Með hverjum á að fara?
Húsbandinu og börnunum og svo ræðst
restin.
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að
fara um verslunarmannahelgina?
Já, veðrið finnst mér skipta mjög miklu
máli í útilegu svo hægt sé að njóta úti-
verunnar. Svo er ég líka með sólarsýki
á háu stigi.
Hvert hefur þú farið um verslunar-
mannahelgi síðustu ár?
Við höfum gjarnan verið í sveitinni
hjá mömmu og pabba eða með góðum
vinum á ferðalagi. Engin sérstök hefð
fyrir því hvað við gerum um verslunar-
mannahelgina en ég er allavega aldrei
heima.
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Í sumar erum við búin að eltast við
fótboltamótin hjá strákunum okkar
og fara í góða útilegu austur á Kirkju-
bæjarklaustri með vinum. Svo fór ég í
hestaferð með foreldrum mínum auk
20 hestamanna þar sem riðið var um
Rangárvelli og inní Landssveit.
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu
í sumarbústað eða í ferðavagna?
Ég er algjör útilegukelling. Finnst lang-
skemmtilegast að vera í ferðavagni með
fjölskyldunni og skemmtilegu fólki þar
sem notið er náttúrunnar og samveru.
En svo finnst mér líka æðislegt að fara
til sólarlanda.
Hefur þú verið heppin með veður á
ferðalögum þínum í sumar?
Já við höfum verið verulega heppin í
öllum okkar ferðalögum í sumar en ef
maður ætlar að ferðast á Íslandi þá þarf
maður líka bara að hafa jákvætt hugar-
far.
Félags-
skapurinn og
stemningin
eru númer
eitt, tvö og
þrjú
BIRTA RÓS ARNÓRSDÓTTIR
Hvert á að fara
um ve rslunar-
mannahelgina í
ár?
Ég verð heima.
Lætur þú veður-
spá ráða því hvert
á að fara um
verslunarmanna-
helgina?
Það er svo langt
síðan ég hef farið í
ferðalag um verslunarmannahelgina, en
auðvitað hef ég reynt að elta góða veðrið.
Hvert hefur þú farið um verslunar-
mannahelgi síðustu ár?
Þar sem ég hef verið í skóla undanfarin
þrjú ár hef ég ekkert sumarfrí fengið, því
fer fjölskyldan án mín. Maðurinn minn
elskar ferðalög og setur það ekki fyrir sig
að vera einn með börnin.
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Ég fór á fótboltamót á Akureyri.
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í
sumarbústað eða í ferðavagna?
Við fjölskyldan eigum fellihýsi og notum
það. Við leigjum okkur aldrei sumar-
bústað.
Hefur þú verið heppin með veður á
ferðalögum þínum í sumar?
Tjah...já. Veðrið var ágætt á Akureyri
fyrir utan einstaka skúr. Svo má ekki
gleyma því að veðrið er ekki aðalatriðið,
þó að það spili stórt hlutverk. Félags-
skapurinn og stemningin eru númer eitt,
tvö og þrjú.
Meira fyrir
kósýheit
heima
KONNÝ HRUND GUNNARSDÓTTIR
Hvert á að fara
um verslunar-
mannahelgina í
ár?
Ég er ein af þeim
s e m f e r mj ö g
sjaldan eitthvert
um þessa helgi.
En ef við f jöl-
skyldan ákveðum
að fara eitthvert
þá yrði það líkleg-
ast dagsferð til vina í bústað eða austur á
Klaustur til Lindu systur.
Með hverjum á að fara?
Karlinum og strákunum okkar fjórum.
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að
fara um verslunarmannahelgina?
Ef um tjaldútilegu er að ráða þá alveg
hiklaust. Það að vakna í blautum svefn-
poka eftir brjálaða rigningarnótt eða
undir berum himni því Kári hefur
ákveðið að hrista sig aðeins of mikið er
ekki minn tebolli.
Hvert hefur þú farið um verslunar-
mannahelgi síðustu ár?
Eins og ég nefndi að ofan þá förum við
sára sjaldan eitthvert þessa helgi. Við
erum meira fyrir kósýheit heima fyrir
en að húkka í margra kílómetra bílaröð
eftir þjóðveginum.
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Við fórum í æðislega viku í Grímsnesið
í sumarbústað sem starfsmannafélagið
Þorbjörn á. Helmingurinn af fjölskyld-
unni kom þó heim með samtals 100 bit
eftir lúsmý. Náttúran sko.
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu
í sumarbústað eða í ferðavagna?
Sumarbústaður er alltaf nr. 1 en annars
eigum við stórt og flott braggatjald sem
við notum í útilegur.
Hefur þú verið heppin/n með veður á
ferðalögum þínum í sumar?
Við erum bara búin að fara þessa fyrr-
nefndu viku í bústað og ringdi 5 daga
af 7 en fallegt var veðrið þrátt fyrir það.
Iðandi tónlist
allt í kring
MARGRÉT PÁLSDÓTTIR
Hvert á að fara
um verslunar-
mannahelgina í
ár?
Ég ætla að vera
heima og hafa
það huggulegt.
Mig langar á tón-
leika á Bryggjunni
í R e y k j av í k á
f i m m t u d a g s -
kvöldið og á Opið
svið á Bryggjunni í Grindavík á föstu-
dagskvöldið. Innipúkinn gæti heillað
mig á laugardaginn og svo fer ég ör-
ugglega á tónleikana Leikhúsperlur á
Gljúfrasteini á sunnudaginn. Sem sagt,
iðandi tónlist allt í kring.
Með hverjum á að fara?
Ég verð að sjálfsögðu með kærastanum
og svo er aldrei að vita hvort einhverjir
fleiri bætast við.
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að
fara um verslunarmannahelgina?
Nei, mér finnst besta veðrið alltaf vera
þar sem ég er hverju sinni.
Hvert hefur þú farið um verslunar-
mannahelgi síðustu ár?
Ég hef oftast verið heima og notið þess í
botn. Ég fékk ágætan skammt af útihá-
tíðum hér áður fyrr og á frá því góðar
minningar. Það nægir mér í bili. Þó er
aldrei að vita hvað gerist síðar. Það gæti
verið gaman að fara á útihátíð í ellinni.
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Ég fór til Hollands, Frakklands og Þýska-
lands nú í júlí og hef skroppið í nokkrar
dagsferðir um Suðurlandið. Allt finnst
mér þetta jafn skemmtilegt.
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu
í sumarbústað eða í ferðavagna?
Það fer allt eftir því hvað mér býðst
hverju sinni. Mér finnst gott að skjótast
í bústað en er minna fyrir ferðavagnana.
Hefur þú verið heppin með veður á
ferðalögum þínum í sumar?
Já, veðrið hefur leikið við mig í allt
sumar. Mér finnst notalegt að vera úti
þegar sólin skín og þegar rignir ösla ég
um í stígvélum þegar ég nenni. Reyndar
er rigningin prýðilegt lestrarveður og
góð afsökun fyrir því að gera ekki neitt.
Elska
ferðalög
GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Hvert á að fara
um ve rslunar-
mannahelgina í
ár?
Æ t l a a ð v e r a
heima þetta árið
um vers lunar-
m a n n a h e l g i n a
. Búin að vera
á f landri í al lt
s u m a r . K í k i
kannski á rúntinn
með fjölskylduna.
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að
fara um verslunarmannahelgina?
Hef ekki látið veður stoppa mig á ferða-
lögum. Bara græja sig rétt.
Hvert hefur þú farið um verslunar-
mannahelgi síðustu ár?
Fór tuttugu ár í röð í sumarbústað á
Þingvöllum en annars flakkað víða um
landið. Elska ferðalög.
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Í sumar hef ég lítið ferðast innanlands en
er nýkomin úr veiði með veiðifélögum
mínum í Postulunum 12 í Gufusalsá. Svo
höfum við fjölskyldan í mörg ár tekið
Fiskidaginn mikla og ætlum núna líka.
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu
í sumarbústað eða í ferðavagna?
Við erum búun að taka allan pakkann á
ferðamátann. Tjald, tjaldvagn, fellihýsi
og nú síðast hjólhýsi. Alltaf gaman að
leigja bústað líka.
Hefur þú verið heppin með veður á
ferðalögum þínum í sumar?
Maður klæðir sig eftir veðri.
Verslunarmannahelgin
PÓSTFANG
FRÉTTADEILDAR
VF@VF.IS
REYKJANESBÆR 1. ÁGÚST 2017
Hilmar Bragi Bárðarson