Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.08.2017, Síða 19

Víkurfréttir - 03.08.2017, Síða 19
19fimmtudagur 3. ágúst 2017 VÍKURFRÉTTIR Fjölbreytileikinn gefur lífinu lit „Það er allt í lagi að vera með slit,“ segir einkaþjálfarinn Sveindís Guðmundsdóttir „Mér finnst svo mikilvægt að læra að elska sig eins og maður er. Maður þarf að hætta að spá hvað öðrum finnst, því það skiptir engu máli. Það skiptir máli hvað þér sjálfum finnst,“ segir einkaþjálfarinn Sveindís Guðmunds- dóttir, en þegar hún var 11 ára gömul fór hún að taka eftir því að líkaminn hennar fór að breytast hratt, sem hún átti erfitt með að skilja og sætta sig við. Hún segir mikilvægt að opna umræðuna um slit og þá sérstaklega fræða börn og unglinga um það að slit séu eðlileg. Á dögunum skrifaði hún færslu á Fa- cebook þar sem hún deildi mynd af slitunum sínum og talaði um mikil- vægi þess að elska sjálfan sig eins og maður er. Með þeirri færslu vildi hún koma einhverri umræðu af stað og minna fólk á það að slit séu ekkert til að skammast sín fyrir. „Mér fannst mjög erfitt að deila þessu. En þegar ég gerði það sagði ég bara sjálfri mér að ég væri falleg og að ég elskaði mig sjálfa eins og ég er. Það er margt sem ég hef upplifað í mínu lífi sem hefur fengið mig til að þroskast fyrr, en maður sér það með aldrinum að maður lifir bara fyrir sig sjálfan og engan annan.“ Hún hefði viljað meiri fræðslu um líkamsímynd sem barn til þess að koma sér í áttina að heilbrigðum lífs- tíl. „Ég hefði þurft einhvern á þeim tíma til þess að hjálpa mér. Ég var að fitna alltof hratt og enginn foreldri að hugsa um mig þannig séð. Þarna hefði ég viljað að það væri einhver í mínu lífi sem hefði sagt mér hvað væri að gerast, að líkaminn minn væri að breytast vegna þess hvernig ég væri að borða og ekki að hreyfa mig og að ég þyrfti þá að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að þetta myndi versna. En svo er líka bara allt í lagi að vera með slit. Við erum öll gullfalleg eins og við erum, nákvæmlega núna. Fögnum fjölbreytileikanum því það er hann sem gefur lífinu lit,“ segir hún. Í mörg ár reyndi Sveindís að fela slitin, klæddist síðum peysum og fékk sér húðflúr á höndina til að fela þau. „Þetta var mitt litla leyndarmál sem enginn mátti vita af, svo mikla minni- máttarkennd var ég með gagnvart þessu. Þessar rauðu línur stjórnuðu lífinu mínu. Mér fannst ég aldrei nógu falleg. Það var ekki fyrr en á þessu ári, þegar ég er orðin 25 ára gömul, sem ég fór að elska sjálfa mig. Mig langar að tala um þetta því það eru svo ótrúlega margir sem ganga í gegnum þetta.“ Síðastliðið ár hefur Sveindís verið í einkaþjálfaranámi en hún efaðist lengi um sjálfa sig. „Ég trúði því ekki að ég gæti orðið einkaþjálfari. En svo sá ég bara með tímanum að þetta væri akk- úrat það sem ég ætti að gera. Síðasta ár hefur verið mikil sjálfskoðun fyrir mig. Ég er farin að hugleiða, sem mér finnst nauðsynlegt. Ég vakna öðruvísi því ég hugleiði á morgnanna. Þetta er bara orkan okkar og við þurfum að hugsa vel um hana.“ Í dag vill Sveindís vera fyrirmynd fyrir aðra. „Við þurfum bara að tala um þetta. Við þurfum að tala um að það sé allt í lagi að vera eins og maður er. Það er enginn fullkominn. Þegar við sættum okkur við það verður lífið auðveldara.“ solborg@vf.isÍ dag elskar Sveindís slitin sín.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.