Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 3. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR
Íþróttir á Suðurnesjum
Baldursgötu 14, Reykjanesbæ
Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200
STYRKTU MATARSJÓÐ
FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS
2.900 - 4.900kr
Bolir, 6 litir
4.900kr
Stretch
gallabuxur
990kr
Leggings
NÝTT & NOTAÐ
ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM!
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Víkurfréttir 99x140mm 03.pdf 1 19/07/17 13:55
Samúel í draumaleik gegn Man. Utd.
●● Dekkaði●Lukako●í●leik●gegn●Valerenga●í●Osló
„Leikurinn gegn Manchester United
var mjög sérstök stund fyrir mig og
okkur alla í liðinu. Að spila gegn
frægasta knattspyrnuliði í heimi
og heimsklassa leikmönnum er
ekki eitthvað sem gerist á hverjum
degi,“ sagði keflvíski atvinnuknatt-
spyrnumaðurinn Samúel Friðjóns-
son sem fékk það hlutverk að gæta
eins þekktasta knattspyrnumanns í
heimi, Lukako hjá Man. Utd. í leik
liðanna á Ulleval leikvanginum í
Osló í vikunni. Stórliðið vann með
þremur mörkum gegn engu.
Keflvíkingurinn fékk það hlutverk að
gæta Lukako. „Þetta var tær snilld og
tilfinningin mögnuð þegar maður var
að ganga inn í klefa vitandi að maður
var að fara að kljást við mörg af
stærstu nöfnunum í enska boltanum.
En þegar maður fer svo inn á völlinn
verður maður að fókusera eins og í
hverjum öðrum leik, ekki hugsa neitt
öðruvísi. Ef maður er ekki með topp
einbeitingu er manni refsað, ekki
síst gegn svona leikmönnum,“ segir
Samúel um þennan draumaleik sem
hann lék en var hluti af undirbúnings-
leikjaplani Manchester United. Það
var auðvitað fullt á leikvanginum í
Osló og Samúel segir að stemmningin
hafi verið mögnuð.
En þarna varstu kominn meðal stór-
stjarnanna. Það hefur verið gaman?
„Þetta var auðvitað skemmtilegt, að
taka í höndina á Mourinho (þjálfara
Man.Utd.) og leikmönnum liðsins og
spila fyrir framan 30 þúsund manns.
Það hafa verið að meðaltali um 10
til 13 þúsund á leikjunum okkar, svo
þetta var aðeins öðruvísi og magnaðri
upplifun,“ segir Samúel sem fékk það
verkefni að gæta nýja framherja Man.
Utd. Lukako. „Já, ég var að dekka Lu-
kako og það gekk mjög vel en hann er
frábær leikmaður og ég held að hann
eigi eftir að gera góða hluti fyrir félag-
ið. Annars fannst mér Marital standa
sig best hjá Man. Utd. Hann er ótrú-
legur leikmaður.“
Keflvíkingurinn kom til liðsins fyrr í
sumar og er í skýjunum með allt hjá
norska liðinu og að sér líði vel í Osló.
„Okkur hefur gengið vel á tímabilinu
en verið óheppnir á köflum. Núna
eigum við leik til góða og getum
komið okkur upp í 4. sæti. Markmiðið
okkar er að komast í Evrópudeildina
og það er alveg raunhæft. Ég hef leikið
tvo síðustu leiki og það gengur allt
ótrúlega vel eftir langan og erfiðan
tíma í meiðslum.“
Hvernig er þetta hjá norska liðinu
í samanburði við þar sem þú varst
síðast, hjá Reading í Englandi?
„Reading er mun stærra félag og
sviðið í Englandi auðvitað stærra.
Getumunurinn þó ekki svo mikill.
En það er jú draumur flestra að spila
í Englandi.“
Og þinn líka auðvitað?
„Maður sér eftir svona leik að það
er allt hægt. Mitt persónulega mark-
mið er að spila í einhverjum af fimm
stærstu deildunum í heimi. Englandi
eða La liga á Spáni sem ég er mjög
spenntur fyrir. Ég veit að það mun ræt-
ast en til þess þarf ég að halda áfram
á sömu braut og gefa enn meira í,“
segir Keflvíkingurinn ungi sem er ekki
sá fyrsti hjá Valgerenga því Elías Már
Ómarsson lék þar ekki alls fyrir löngu.
Norðurlandamót U17 í fullum gangi á Suðurnesjum
Norðurlandamót U17 drengja í knattspyrnu stendur nú yfir en annar riðill-
inn er leikinn á Suðurnesjum. Riðillinn stendur til 5. ágúst næstkomandi en
átta lið munu taka þátt á mótinu. Á Suðurnesjum er riðill A spilaður þar sem
Ísland, Pólland, Norður-Írland og Noregur leika, en frítt er á alla leiki.
Pólland lék gegn Noregi síðasta
sunnudag en leikurinn endaði 0:1
fyrir Noregi. Þá keppti Ísland við
Norður-Írland og sigruðu Íslendingar
örugglega 3:0. Báðir leikirnir fóru
fram á Sandgerðisvelli.
Næstu leikir fóru svo fram á þriðju-
dag á Vogabæjarvelli. Pólland lék
gegn Norður-Írlandi þar sem Pól-
verjar unnu nokkuð sannfærandi,
4:1. Þá mættust Ísland og Noregur en
sá leikur endaði 1:1. Ísland vann svo
vítaspyrnukeppnina í lok leiks, 6:5,
en hafni liðin með jafn mörg stig í
riðlinum verður Ísland ofar vegna sig-
ursins í vítaspyrnukeppninni. Suður-
nesjamaðurinn Davíð Snær Jóhanns-
son leikur með liði Íslands en hann
stóð sig afar vel í leiknum.
Síðustu leikirnir fara svo fram í dag,
fimmtudag.
Njarðvíkingar sigur-
sælir á „Hvítur á leik“
■ Góður árangur náðist hjá
júdódeild Njarðvíkur/Sleipni
um helgina á bardagamótinu
„Hvítur á leik“ en mótið fór fram
í fjórða sinn. Keppt var í brasil-
ísku jiu-jitsu í galla þar sem tæp-
lega 50 keppendur voru skráðir
til leiks frá fimm félögum.
Sex keppendur frá Júdódeild
Njarðvíkur/Sleipni fengu sjö verð-
laun. Í -88 kg flokki varð Hrafn-
kell Þór í þriðja sæti og Einar
Örlygsson varð annar. Ali Raza
varð þriðji í +100 kg flokki sem
og opnum flokki karla en í þeim
flokki sigraði Davíð James Ro-
bertsson. Rihard Jansons sigraði
-94kg flokkinn og gerði ser lítið
fyrir og vann einnig opinn flokk
karla. Því varð uppskeran eitt
silfur, þrjú brons og þrjú gull.
Mótið er hugsað fyrir byrjendur
og fór fram í húsakynnum VBC í
Kópavogi.
Óbreytt á toppnum í Inkasso
eftir fjörugt jafntefli
■ Keflavík og Fylkir mættust í
toppslag Inkassodeildarinnar á Ís-
landsmótinu í knattspyrnu síðasta
fimmtudag. Jafntefli var niður-
staðan í miklum markaleik, 3:3.
Staðan eftir leikinn er því óbreytt á
toppi deildarinnar þar sem Fylkir
leiðir með tveggja stiga forystu.
Heilladísirnar hafa yfirgefið
Grindavík
■ Svo virðist sem heilladísirnar
hafi yfirgefið Grindavík, sem tapaði
þriðja leik sínum í röð á mánudaginn
í Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu
í knattspyrnu. Grindvíkingar tóku
á móti Víkingi Reykjavík. Gestirnir
fóru með 1:2 sigur af hólmi.
Rene Joensen til Grindvíkinga
Færeyski landsliðsmaðurinn Rene
Joensen staðfestir við færeyska fjöl-
miðla að hann hafi skrifað undir
samning við Grindavík. Samningur-
inn er út tímabilið. Fotbolti.net
greinir frá þessu.
Rene, sem er 24 ára, getur spilað á
báðum köntunum, í bakverði og
á miðjunni, en hann var í yngri
liðum Bröndby á sínum tíma og lék
síðan með HB í heimalandinu 2014
og 2015. Undanfarin tvö ár hefur
hann verið hjá Vendsyssel í dönsku
B-deildinni.
Rene hefur leikið með öllum yngri
landsliðum Færeyja en hann tíu
A-landsleiki að baki. Hann kom inn
á sem varamaður þegar Færeyingar
töpuðu gegn Sviss í undankeppni
HM í síðasta mánuði.
Grindvíkingar hafa styrkt leikmanna-
hópinn í júlí en auk Rene hafa þeir
Simon Smidt og Edu Cruz komið til
félagsins.
Víðismenn lögðu Fjarðabyggð
■ Víðismenn lögðu Fjarðabyggð
með 3 mörkum gegn 2 þegar liðin
mættust í 14. umferð Íslandsmóts-
ins í knattspyrnu karla í 2. deild.
Leikurinn fór fram á Eskjuvelli
austur á fjörðum.
Víðismenn eru í 4. sæti 2. deildar
með 22 stig, 8 stigum frá toppsætinu.
Suðurnesjatöp í 3. deildinni
■ Suðurnesjaliðin í 3. deildinni á Ís-
landsmótinu í knattspyrnu töpuðu
bæði í síðustu umferð. Reynismenn
úr Sandgerði fóru norður á Dalvík
þar sem þeir hittu fyrir nafna sína í
Dalvík/Reyni. Viðureignin endaði
með 3:0 sigri norðanmanna.
Á Vogabæjarvelli í Vogum mættust
heimamenn í Þrótti og Kári. Þróttur
tapaði leiknum með 1:2. Þess má
geta að heimamenn höfðu sett leik-
inn upp sem ágóðaleik til styrktar
Héðins Mána, sem er ungur Voga-
maður sem berst við krabbamein í
höfði. Allir sem komu að leiknum
tóku þátt í styrktarsöfnunni og borg-
uðu leikmennirnir sig inn á leikinn.
Hægt er að styrkja Héðin Mána með
frjálsum framlögum á kennitölu:
150558-3019 og reikningsnúmer:
0142-05-006602
Njarðvík á toppnum í 2. deild
■ Njarðvíkingar eru á toppi 2.
deildar Íslandsmótsins í knatt-
spyrnu karla þegar 14 umferðir
hafa verið leiknar. Njarðvíkingar
eru með 30 stig á toppnum eins
og Magni. Baráttan um toppsætið
gæti ekki verið meira spennandi en
eitt mark tryggir Njarðvík toppinn.
Njarðvíkingar unnu Tindastól
í síðasta leik sínum, sem fram fór
á Njarðtaksvellinum í Njarðvík á
föstudaginn síðastliðinn. Úrslit leiks-
ins voru 2:0 sigur Njarðvíkur.
Alexander heim til Njarðvíkur
Alexander Magnússon mun aftur
spila með liði Njarðvíkur, en hann
gekk til liðs Keflavíkur sumarið 2015.
Alexander er uppalinn í Njarðvík og
spilaði þar til 2009, en þá fór hann
til Grindavíkur. Undanfarin ár hefur
hann lítið spilað vegna meiðsla.
Hann spilaði nokkra leiki með Þrótti
Vogum síðasta sumar, en hann hefur
ekkert spilað þetta sumarið. Hann
mun nú klára tímabilið með Njarð-
vík í 2. deild karla.
Knattspyrnusamantekt
Frábært að fara holu í höggi í fyrsta sigrinum
-segir Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja sem vann
Hvaleyrarbikarinn á Eimskipsmótaröðinni.
„Það var ólýsanlegt að
sjá boltann fara í holu og
ég var lengi að melta það
en átti hins vegar mjög
auðvelt með að gleyma
því og halda áfram
hringinn,“ sagði Kar-
en Guðnadóttir, afrek-
skylfingur úr Golfkúbbi
Suðurnesja, en hún vann
sinn fyrsta sigur á Eimskipsmóta-
röðinni í Borgunarmótinu á Hval-
eyrarvelli í Hafnarfirði um síðustu
helgi.
Karen var sex höggum á eftir hinni
ungu og bráðefnilegu
Kingu Korpak þegar einn
hringur af þremur var
eftir. Kinga náði sér ekki
á strik í lokahringnum og
endaði í 3. sæti en Karen
hins vegar var í stuði og
sigraði á mótinu. Karen
náði draumahögginu í
fyrsta sinn á ferlinum
þegar hún fór holu í höggi á 6. braut.
Hún hitti boltann vel með 8-járni og
hann endaði í holunni.
Karen var í Danmörku frá ágúst í
fyrra fram í júní á þessu ári. Hún mun
taka þátt í næta móti á Eimskipsmóta-
röðinni í Grafarholti aðra helgina í
ágúst en fara svo aftur utan.
„Ég er mjög ánægð með að hafa unnið
Hvaleyrarbikarinn sem er flott mót.
Maður fær nafnið sitt á Hvaleyrar-
bikarinn en það er ekki venja á stiga-
mótunum á Eimskipsmótaröðinni.
Ég er þokkalega sátt með sumarið.
Ég hef náð að leika nokkuð stöðugt
golf. Helstu vonbrigðin voru í Eyjum
á Íslandsmótinu í holukeppni þar sem
ég komst ekki upp úr riðlinum. Nú
er bara að fylgja eftir sigri með góðri
frammistöðu í Grafarholtinu,“ sagði
Karen sem varð í 4. sæti á Íslandsmót-
inu í höggleik á Hvaleyrinni, helgina á
undan Borgunarbikarmótinu.