Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 11
11fimmtudagur 7. september 2017 VÍKURFRÉTTIR „Ljósanótt 2017 fór vel fram í alla staði og mikil ánægja var með fjölda skemmtilegra viðburða. Bæjarbúar hafa aldrei verið virkari í viðburða- haldinu sjálfu, þ.e. sem gerendur en ekki bara sem njótendur,“ sagði Valgerður Guðmunds- dóttir, menningarfulltrúi og framkvæmdastjóri Ljósanætur í Reykjanesbæ, en átjánda Ljósanóttin endaði sl. sunnudag eftir hátíðarhöld í fimm daga. Valgerður segir að sú þróun hátíðarinnar sé þannig að hún sé sífellt að færast nær því sem kallast „þátttökuhátíð“. Það sé mjög jákvætt og mikils virði. „Þannig hafa íbúar sjálfir áhrif á há- tíðarhaldið og sú áhersla sem Ljósanæturnefndin sjálf hefur alltaf unnið eftir; sem er að þetta sé ekki útihátíð heldur menningar- og fjölskyldu- hátíð, virðist skila sér að fullu. Þeir viðburðir sem bæjarbúar leggja til fylgja þeirri stefnu, allir með tölu og gera það að verkum að Ljósanótt er ein- stök í litrófi bæjarhátíða landsmanna. Einnig má benda á að stuðningur fyrirtækja var líka meiri í ár en áður og auðséð að forsvarsmenn fyrir- tækjanna sjá hag í þeirri jákvæðu menningu sem Ljósanótt hefur á samfélag okkar. Ljósanefnd vill koma þakklætiskveðjum til allra sem tóku þátt í framkvæmd hátíðarinnar og ekki síður til þeirra sem komu og nutu þess sem í boði var, því án þeirra væri engin hátíð. Nú hefst undirbúningur hátíðar næsta árs og endilega sendið núna inn hugmyndir og tillögur að því sem betur má fara og kannski einhverju nýju og skemmtilegu. Best að gera þetta núna á meðan allt er í fersku minni,“ sagði Valgerður. Meiri þátttökuhátíð Flugeldasýning var í boði Toyota í Reykjanesbæ og björgunarsveitin Suðurnes sá um framkvæmdina og gerði það vel að vanda. Það er magnað hvað svona sýning dregur marga að. Stemmningin alltaf frá- bær enda flott sýning í mögnuðu umhverfi Keflavíkurbjargs. Fjórar mjög flottar listsýningar voru opnaðar á Ljósanótt í Duus-húsum og verða áfram. Sossa og Anton Helgi Jónsson eru með sýningu í Bíósalnum. Sossa sýndi myndir og Anton las ljós sem voru erótísk og myndirnar hennar Sossu eru það líka! Sossa er hér á mynd með nokkrum vinkonum sínum sem mættu á opnunina. Listakonan Elísabet Ásberg opnaði glæsi- lega sýningu í Gryfjunni á Ljósanótt. Lista- konan er alin upp í Keflavík en hún er dóttir SAM hjónanna, Árna Samúelssonar, bíókóngs og konu hans Guðnýjar Ásberg. Heimatónleikar voru nú haldnir í þriðja sitnn og hafa slegið í gegn. Fjölskyldur í gamla bænum í Keflavík og nærumhverfi hans bjóða upp á tónlist þar sem hljómsveitir eða tón- listarfólk kemur fram. Fjögurhundruð miðar, tvöfalt fleiri en í fyrra seldust upp á einum degi og nú eins og í fyrra, tókust þeir mjög vel. Frábær stemmning og viðburður sem við heyrum að eigi bara eftir að stækka á næstu árum. Kvölddagskráin á stóra sviðinu á Bakkalág var flott. Emmsé Gauti, KK og Valdimar komu fram fyrir flugeldasýningu og Jón Jónsson að henni lokinni. Hér eru Valdimar og hljómsveit með þúsundir aðdáenda fyrir framan. Með Blik í auga var núna með „soul“ í auga og stórstjörnur úr íslenska poppheiminum voru með í fjörinu. Hér eru stórdívurnar Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavars með Keflavíkurtvíburunum Sólborgu og Sigríði Guðbrandsdætrum. Sýningin var mjög vel heppnuð og enn ein rós í hnappagat forsvarsmanna tónleikaraðarinnar en þetta var í sjöunda sinn sem tónleikar eru haldnir í Andrews á Ásbrú. Margs konar viðburðir og sýningar voru um allan bæ en flestir þó við Hafnargötu. Hér er listankonan Gunnhildur Þórðardóttir sem sýndi í Fishershúsi. Í Duus-húsum var frábær stemmning á laugardegi, margir tónleikar sem haldnir voru í tveimur sölum. Helstu kórar svæðisins komu fram og gestir nutu flutningsins. Hér er Magnús Kjartans með Sönghópi Suðurnesja. Ungmennin okkar voru í miklu stuði eftir flugeldasýninguna og pönt- uðu myndatöku. Það var sjálfsagt mál. Þetta er framtíðin! Kjötsúpa Skólamatar sló í gegn eins og undanfarinn rúmlega áratug. Axel Jónsson og co. stóðu í brúnni og afgreiddu um þrjú þúsund skammta eða um tvö tonn af súpu. Geri aðrir betur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.