Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 7. september 2017VÍKURFRÉTTIR SÚLAN MENNINGARVERÐLAUN REYKJANESBÆJAR 2017 Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverð- launa Reykjanesbæjar. Tilnefna skal einstakling, hóp og/eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bænum. Tilnefningum skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is fyrir 1. október næst- komandi. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar.   Menningarráð Reykjanesbæjar Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykja- nesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðal- steinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðju- dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar „Það er gott að vaska upp og vera með hljóðbók í eyrunum“ Einar Valur Árnason kennari við FS er lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar Hvaða bók ertu að lesa núna? Þessa stundina er ég að lesa Með lífið að veði eftir Yeonmi Park. Þetta er átakanleg samtíma saga norður kóreskrar stúlku sem flúði Norður- Kóreu yfir til Kína í leit að frelsi. Þetta er rosaleg bók. Hver er þín eftirlætis bók? Það er Ender´s Game eftir Orson Scott Card. Sú bók minnir mig mikið á góða dvöl í Danmörku. Þetta er vísindaskáldskapur og sú eina í þeim flokki sem ég hef lesið. Góður vinur minn, Kristinn Björnsson, mælti með henni þar sem hann er mikill aðdáandi vís- indaskáldskapar. Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Þessa dagana er það Simon Sinek. Ég hef nýlega hlustað á tvær bækur eftir hann en það eru Start with why og Leaders eat last, báðar ótrúlega skemmtilegar. Þeir sem hafa áhuga á stjórnun og markaðssetningu ættu ekki að láta þær fram hjá sér fara. Hvernig bækur lestu helst? Það er enginn einn flokkur sem ég les helst. Ég les eiginlega það sem konan mín kemur með heim, ann- ars hef ég verið að færa mig yfir í hljóðbækur þar sem ég er svo lengi að lesa. Það er gott að vaska upp og vera með hljóðbók í eyrunum. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Ég myndi segja The Goal eftir Eliyahu M. Goldratt. Sú bók hélt mér á tánum í náminu mínu. Hvaða bók ættu allir að lesa? Mýrin eftir Arnald Indriðason er auðvitað alltaf klassík og er eigin- lega skyldulesning fyrir alla. Hvar finnst þér best að lesa? Það er alltaf best að leggjast upp í rúm með krakkana, lesa kvöldsögu og taka smá lögn. Annars hlusta ég líka mikið á bækur og þá getur maður verið á flakki. Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Fyrst er það Bjarnastaðabangsarnir. Þær eru stuttar, þægilegar og svo er alltaf svo mikið að gerast hjá þeim. Svo get ég hiklaust mælt með bók- inni sem ég er að lesa núna, Með lífið að veði, alveg mögnuð bók. Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir bara taka með þér eina bók, hvaða bók yrði fyrir valinu? Ef ég væri fastur á eyðieyju þyrfti ég að taka með mér praktíska bók. Eftir góða leit myndi ég velja Outdoor survival skills eftir Larry Dean Ol- sen. Ég hef ekki lesið hana en ég er viss um að hún myndi koma sér vel. Hvað er framundan í vetur? Það sem er framundan í vetur er að vera duglegri við að lesa, kenna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Svo eigum við von á erfingja í nóvember sem við erum spennt að hitta. Körfuboltasýning var opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar á Ljósanótt. Á sýningunni eru ýmsir munir, búningar, myndir og úrklippur og fleira úr körfuboltasögu Njarð- víkinga og Keflvíkinga. Bæði félögin hafa verið mjög sigursæl í áratugi í efstu deild körfuboltans á Íslandi og titlarnir líklega hvergi fleiri á landinu bæði í karla- og kvenna- flokki. „Magn munanna sem bárust til okkar stjórnast sennilega af nokkrum þáttum en mig grunar að öflugt sam- félag og enn öflugri körfuknattleikslið vegi þyngst. Hlutfall Íslandsmeistara í Reykjanesbæ er sennilega með því hæsta á landinu. Meistaradeildir karla og kvenna í Njarðvík og Keflavík hafa átt og eiga enn glæstan feril og hér er hægt að skyggnst aftur í tímann. Hér má líta á búninga frá mörgum tíma- bilum, bikara, medalíur, úrklippu- bækur, fréttir, handbækur, söluvarn- ing og margt fleira. Á skjánum má sjá örfá fréttabrot og myndina „Upphafið að stórveldinu“ í leikstjórn Keflvík- ingsins Garðars Arnarssonar,“ sagði Anna Margrét Ólafsdóttir, verkefna- stýra á bókasafninu við opnun sýn- ingarinnar sem er hin glæsilegasta. Kjartan Már bæjarstjóri Reykjanes­ bæjar mældi hæð sína en á veggnum má sjá hæð margra körfuboltamanna úr Keflavík og Njarðvík. Hæstur var Jónas Jóhannesson en nú er það nýj­ asti leikmaður UMFN, Ragnar Nath­ anaelsson. Séð inn í átthagastofuna á bókasafninu þar sem sýningin er. Körfuboltasýning í bókasafninu Hugleiðsluhádegi á Bókasafni Reykjanesbæjar Bókasafn Reykjanesbæjar mun bjóða upp á hugleiðsluhádegi alla mánudaga í vetur, frá klukkan 12:15 til 12:30. Hugleitt verður á neðri hæð safnsins í Búrinu, sem er vinnuherbergi. Þeir sem vilja taka þátt þurfa ekki að mæta með neitt með sér en pullur og stólar verða á staðnum. Fyrsta hugleiðsluhádegið fer fram mánudaginn 4. september. Tím- arnir verða ýmist leiddir af Rann- veigu Lilju Garðarsdóttur eða Önnu Margréti Ólafsdóttur, sem báðar eru menntaðir jógakennarar. Gott er að taka sér smá stund fyrir sig sjálfan í amstri dagsins til að kyrra hugann og næra hann með góðri orku fyrir daginn. Tímarnir standa öllum til boða, að kostnaðar- lausu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.