Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 17
17fimmtudagur 7. september 2017 VÍKURFRÉTTIR HS Veitur hf óska eftir öflugum starfskrafti í þjónustuver í Reykjanesbæ Hjá HS Veitum starfar framsækinn hópur starfsfólks sem kappkostar að ea sig í star með frumkvæði, fagmennsku og framúrskarandi vinnubrögðum. HS Veitur varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf. var skipt upp. HS Veitur annast raforkudreingu á Suðurnesjum, í Hafnarrði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvar HS Veitna hf eru órar, í Reykjanesbæ, Hafnarrði, Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum hf starfa 98 starfsmenn. Hæfniskröfur - Reynsla og eða menntun sem nýtist í starfi - Mjög góð tölvuþekking - Góð íslensku- og enskukunnátta - Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum - Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi HS VEITUR HF www.hsveitur.is Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Eva Jónsdóttir deildarstjóri þjónustu í síma 422 5200. Umsækjendur sækja um störfin á heimasíðu fyrirtækisins www.hsveitur.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2017. Helstu þættir starfsins eru: - Símsvörun - Skráning beiðna í upplýsingakerfi - Almenn afgreiðsla og móttaka viðskiptavina - Skráning, úrvinnsla, eftirlit og fl. Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu skeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, úru og styrju. Stolt Sea Farm rekur skeldi í sex löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi. Stolt Sea Farm leitar að áhugasömu almennu starfsfólki í skeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum, duglegum og útsjónarsömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á nýju fyrirtæki. Starfsreynsla í skeldi, skvinnslu og/eða sjómennsku er góður grunnur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á Ólaf Arnarsson netfang: oar@stoltseafarm.com   Umsóknarfrestur til 24. september 2017 Vilja minnka álag kennara og mæta ólíkum námsþörfum nemenda Hilmar Geir Eiðsson er stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Costner og meðstofnandi Kara Connect. Hann á rætur sínar að rekja til Suðurnesjanna og eyddi stórum hluta upp- vaxtaráranna sinna hjá ömmu sinni og afa á Heiðarbrúninni í Keflavík og vann hann fyrir afa sinn og pabba uppi á Velli hjá varnarliðinu í nokkur ár. Þeir eru miklar fyrirmyndir Hilmars og stærsta ástæða þess að hann fór út í eigin rekstur. „Ég vissi að það yrði mikil vinna að stofna eigið fyrirtæki en sem elsta barnabarn Hilmars Rafns Sölvasonar þá er ekki annað hægt en að leysa öll verkefni með jákvæðni og dugnaði. Ég hef það frá honum að vera dug- legur og jákvæður enda er hann enn í fullu fjöri og fer í skíðaferðir nú kom- inn á níræðisaldur. Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að spila knattspyrnu með Keflavík í tvö ár sem var mikil reynsla. Eftir að ég færði mig um set fór bæði áhug- inn að minnka og meiðsli að verða tíðari. Á þessum tímapunkti var ég á fullu í Háskólanum í Reykjavík og búinn að stofna mitt fyrsta fyrirtæki, nýsköpunarfyrirtækið Costner. Þegar ég útskrifast flækist staðan enn frekar og verkefnin voru orðin miklu fleiri þar sem ég dróst inn í annað fyrir- tæki sem heitir Kara Connect. Þar er ég meðstofnandi en það fyrirtæki er afsprengi fjarþjónustu fyrirtækisins Trappa.“ Costner er sprotafyrirtæki sem sér- hæfir sig í hugbúnaðarlausnum innan menntageirans. Í dag býður Costner upp á Kafteininn sem er mælaborð kennarans ásamt því að námstengdu forritunum Mál- farinn, Fróði og Prím sem eru fyrir nemendur. Stafrænn dauði „Hugmyndin með Costner var fyrst og fremst sú að við vildum einfalda aðgengi og utanumhald námsfram- vindu í forritun sem önnur fyrirtæki hafa þróað. Það sem er nýstárlegt við þessa hugmynd er að hingað til hafa fáir námsleikir birt gengi nemenda á rauntíma en hvergi hefur hugmynda- fræðin verið sú að birta framvindu nemenda úr ólíkum forritum. Við erum nú þegar búin að búa til þrjá ólíka en mjög öfluga námsleiki og getum við því sannreynt vöruna sem við erum að gera núna en við stefnum þó að því að útvíkka eitt af forritum okkar. Það heitir Málfarinn og snýr eingöngu að íslensku. Markmiðið okkar er að bæta inn síðar meiri þjálfun í stafsetningu og lestri. Hin námsforritin eru auðvitað einnig á íslensku en það besta sem við getum gert er að styðja við íslenskt hugvit ef ekki á að fara illa og það er okkar markmið hjá Costner.“ Þið hafið farið í nokkra skóla til þess að prófa forritið, hvernig hefur það gengið? „Mjög vel. Áherslan okkar liggur í að létta á álagi kennara og viðbrögð þeirra hafa verið mjög jákvæð“. Mæta þörfum nemenda Hversu mikilvægt er að allir geti unnið á sínum hraða? „Við höfum heyrt frá kennurum að í dag sé þó nokkur pressa á skóla að bjóða upp á einstaklings- miðað nám og ólíkar nálg- anir eru teknar til að mæta þeim þörfum. Sumir hafa reynt að skipta nemendum upp í hópa eftir getu en rann- sóknir hafa sýnt fram á að sú nálgun sé ekki endi- lega sú besta. Best væri ef ólíkir nemendur gætu unnið í sama umhverfi óaðgreindir og unnið að verkefnum sem henta viðkomandi getu. Því þykir okkur mikilvægt kennarinn geti haft góða yfirsýn yfir framvindu nemenda í bekknum þrátt fyrir að nemendur vinni á ólíkum hraða og jafnvel í ólíkum forritum.“ Finnland fremstir í flokki Hverjir þróuðu og hönnuðu þessi forrit? „Við erum með gríðarlega stórt teymi sem hefur unnið þrekvirki síðustu mánuði. Aðalheiður Hreinsdóttir einn meðstofnenda, tók stöðu mína sem framkvæmdarstjóri eftir að ég stofnaði Köru Connect, hún hefur gert kraftaverk ásamt litlu teymi for- ritara. Þau hafa smíðað bæði allt við- mót fyrir kennara, öll námsforritin þrjú og auk þess hafa þau unnið að hugmyndafræðinni að baki lausn- inni. Virtur og öflugur finnskur menntahraðall hefur boðið Costner upp á samstarf sem felst meðal annars í því að aðstoða við uppbyggingu og þróun fyrirtækisins. Finnland er með eitt öflugasta menntakerfi heims og Costner gæti lært ýmislegt af þeirra hugmyndafræði. Okkur þykir sannur heiður að vera valin enda eru innan við 10% af umsækjendum sam- þykktir.“ Forritin sem Costner býður nú þegar upp á eru fyrir 1.-3. bekk og segir Hilmar að stefnan sé sett á að bjóða upp á enn frekari stuðning fyrir yngri nemendur á næstunni, stærðfræði- leikurinn Prím verið þróaður með yngri nemendur í huga. Byggja á fjarskiptatækni Hvaðan kemur hugmyndin um Kara Connect? „Upphaflega var Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir að keyra tilraunaverkefni á Patreksfirði og leiðir okkar lágu fyrst saman í gegnum sameiginlegan vin okkar sem er prófessor í HR en við höfðum bæði brennandi áhuga á að hjálpa þeim sem ekki fengu þá þjón- ustu sem þeir áttu rétt á. Fyrirtækið Kara Connect hannar hugbúnað sem heitir Kara og er byggður á fjarskipta- tækni sem gerir skjólstæðingum og sérfræðingum kleift að þiggja og veita bestu fáanlegu þjónustu og meðferð sem völ er á, óháð staðsetningu og tíma.“ Er mikilvægt að sem flestir hafi greiðan aðgang að sérfræðiþjón- ustu? „Það er mjög mikilvægt og réttur okkar að hafa aðgengi að slíkri þjón- ustu samkvæmt lögum. Ekki bara það að hafa aðgengið heldur að allir hafi það hvort sem þeir búi á höfuð- borgarsvæðinu eða Grímsey.“ Staðsetningin skiptir ekki máli Horfið þið mikið til landsbyggðar- innar þar sem sérfræðiþjónusta er af skornum skammti? „Við gerðum það í fyrstu en ekki lengur. Þú getur alveg eins verið sér- fræðingur og búið í Grímsey og sinnt einstaklingum sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og öfugt. Í dag erum við með sérfræðinga í Reykja- vík sem sinna einstaklingum þar í gegnum Köru. Það er allur gangur á því hvar staðsetningin er en vissulega er þörfin meiri á landsbyggðinni.“ Hilmar segir þau hafi lagt inn nokkrar tillögur til heilbrigðisráðuneytisins eftir fund með ráðherra um stöðu mála í fjarþjónustu. Ein tillagan var að setja upp „Körurými“ til dæmis á Heilsugæslu Suðurlands með það að markmiði að ná fram heildstæðari þjónustu í geðheilbrigði, auka þar með aðgengi að þjónustu sérfræðinga og kynna nýjar leiðir með tækni fyrir öllum þátttakendum verkefnisins. „Með því að bjóða upp á slíka þjón- ustu væri hægt að draga úr ýmsum kostnaði til dæmis vegna ferðalaga, vinnutaps og óskilvirkni á með- höndlun vandamáls. En tillagan er enn til skoðunar. Það er okkar skoðun að stjórnvöld og stofnanir séu of uppteknar til þess að innleiða tækni og verkferla til þess sem leiða til hagræðingar og aukinnar skilvirkni en við erum þó nokkuð á eftir öðrum Skandinavíuþjóðum.“Hilmar Geir Eiðsson, stofnandi ný- sköpunarfyrirtækisins Costner og meðstofnandi Kara Connect. Nemendur í Háaleitisskóla.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.