Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 13
13fimmtudagur 7. september 2017 VÍKURFRÉTTIR TILLAGA UM SAMEININGU SVEITARFÉLAGSINS GARÐS OG SANDGERÐISBÆJAR Samstarfsnefnd um sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar hefur tekið saman greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Á grundvelli hennar er það álit nefndarinnar að fram eigi að fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna. Álit nefndarinnar og greinargerð hafa verið rædd við tvær umræður í bæjarstjórnum sveitarfélag- anna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram 11. nóvember 2017 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun á kjördegi hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum sveitarfélaganna með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara eins og áskilið er í 4. mgr. 119. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 138/2011. 5. september 2017. F.h. Sveitarfélagsins Garðs, Magnús Stefánsson bæjarstjóri. F.h. Sandgerðisbæjar, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri. Skýrsla KPMG, “Sameining sveitarfélaga, sviðsmyndir um mögulega framtíðarskipan sveitarfélag- anna” er aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna; svgardur.is og sandgerdi.is. S o r p e y ð i n g a r s t ö ð S u ð u r n e s j a s f. B e r g h ó l a b r a u t 7 - 2 3 0 R e y k j a n e s b æ r Botnösku- og spilliefnaskýli 2017 Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. fyrir hönd Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir tilboðum í verkið: “Sorpeyðingarstöð Suðurnesja – Botnösku- og spilliefnaskýli 2017”. Verkið felst í að byggja 125 m² skýli sem ætlað er fyrir spilliefni, ásamt 66 m² skýli sem ætlað er fyrir botnösku. Báðum skýlunum skal skilað fullfrágengnum að utan og innan. Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 22. janúar 2018. Útboðsgögn á rafrænu formi verða afhent á skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja ehf., Víkurbraut 13, Reykjanesbæ, frá og með fimmtudeginum 7. september 2017. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 22. september 2017, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkaupi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum telji hann þau utan ásættanlegs kostnaðarramma. Reykjanesbær opnaði bókhaldið ●● taka●skref●í●átt●til●framtíðar ■ Reykjanesbær steig stórt skref í inn í framtíðina sl. föstudag og opnaði bókhald bæjarins á heima- síðu Reykjanesbæjar. Nú er hægt er að skoða tekju- og gjaldaliði alveg niður í einstaka birgja gegnum vef Reykjanesbæjar. Nú er fyrsti árs- fjórðungur ársins 2017 aðgengilegur í Opna bókhaldinu og allt árið 2016. Ársfjórðungum verður bætt við um leið og árshlutauppgjör hefur verið sent til Kauphallar í samræmi við reglur um útgáfu skuldabréfa. Helga María Finnbjörnsdóttir við- skiptafræðingur í hagdeild Reykjanes- bæjar segir markmiðið með opnun bókhaldsins vera það að gera fjárhags- upplýsingar aðgengilegar bæjarbúum og öðrum áhugasömum. Einnig að skýra frá ráðstöfun opinberra fjár- muna sveitarfélagsins. „Stjórnendur Reykjanesbæjar hafa fundið fyrir auknum áhuga á rekstri bæjarfélags- ins og gagnsæi í meðferð fjármuna. Þetta er skref í því að svara því kalli.“ Við hönnun og uppsetningu Opna bókhaldsins hefur sérstök áhersla verið lögð á skýrt, einfalt og not- endavænt viðmót þannig að ekki sé þörf á mikilli fjármálaþekkingu til að afla sér gagnlegra upplýsinga. Helga segir kostina við opnun bókhaldsins vera skýra. „Kostirnir við gagnsæi af þessum toga eru margvíslegir. Með auknu aðgengi að upplýsingum og aðhaldi íbúa mun umræða verða upp- lýstari, ákvarðanataka betri og lýð- ræðisþátttaka aukast.“ Opna bókhaldinu er skipt í tvo hluta; tekjur og gjöld. Tekjur eru brotnar niður á málaflokka, þjónustuþætti og einstaka tekjuliði og hægt er að skoða heildartekjur valinna tímabila. Niður- brot gjalda er sambærilegt en þar er einnig hægt að skoða niðurbrot niður á einstaka birgja. Frá opnun bókhalds Reykjanesbæjar í ráðhúsinu. VF-mynd/rannveig. Mikið álag á starfsmanni heimaþjónustu í Garði ■ Mikið álag er á starfsmanni Sveitarfélagsins Garðs sem annast heimaþjónustu í fullu starfi og nokkur heimili bíða þess að fá þjónustu. Með auknum íbúafjölda í sveitarfélaginu mun þjónustuþörf aukast, samhliða auknum kröfum um markvissari stuðningsþjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda til að geta búið á eigin heimilum. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Garðs þar sem félagsleg heima- þjónusta var til umræðu og sat Una Kristófersdóttir frá félagsþjónust- unni fundinn undir dagskrárliðnum. Lagt er til að sveitarfélagið ráði starfsmann í 50% viðbótar stöðugildi til að vinna að heimaþjónustu. Það var samþykkt á fundinum. Minni kostnaður af skóla- gögnum en gert var ráð fyrir ■ Kostnaður Sveitarfélagsins Garðs var minni en gert var ráð fyrir þegar ráðist var í að hafa gjaldfrjálsan grunnskóla og útvega nemendum ókeypis skólagögn. Í minnisblaði Magnúsar Stefáns- sonar bæjarstjóra er vísað til sam- þykktar bæjarráðs um að nemendur Gerðaskóla fái til afnota skólagögn án endurgjalds. Sveitarfélagið Garður var aðili að örútboði Ríkiskaupa á skóla- gögnum fyrir grunnskólanemendur. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir niðurstöðu örútboðsins, þar sem hag- stæðasta tilboð felur í sér að kostnaður sveitarfélagsins verði mun minni en gert hafði verið ráð fyrir. Fimmtudagskvöld kl. 20:00

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.