Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 7. september 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Allt í röð og reglu G 003 28 lítra 49x36x28 cm 990 kr. G 002 52 lítra 58x42x34 cm 1.790 kr. G 201 108 lítra 71x52x44cm 2.990 kr. Geymslubox með hjólum Box í barnaherbergið 11 lítra 630 kr. 23 lítra 1.290 kr. G 804 2,5 lítra 23x16x14 cm 290 kr. G 803 6 lítra 28,5x20x18,5 cm 390 kr. G 802 11 lítra 35,5x24x20,5 cm 590 kr. G 801 18 lítra 43x28x23,5 cm 790 kr. G 805 23 lítra 50x33,5x27 cm 990 kr. Geymslubox Bannað að gista utan skipulagðra tjaldsvæða ●● Byggja●upp●aukna● þjónustu●á●tjaldsvæðinu ■ Bæjarráð Voga samþykkti fyrr í sumar, að tillögu Reykja- nes Geopark, að lögreglusam- þykkt Sveitarfélagsins Voga verði breytt í samræmi við ábendingu stjórnar Reykjanes Geopark, þess efnis að bannað verði að gista í bílum, tjaldvögnum, hús- bílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða. Bæjarráð samþykkir einnig að beina þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að lögreglusamþykktir allra sveitar- félaganna verði samræmdar, með það að markmiði að auka skilvirkni löggæslu á svæðinu. Bæjarstjórn Voga er kominn til baka úr sumarleyfi og á fyrsta fundi sínum eftir sumarfrí var af- greiðsla bæjarráðs samþykkt með sjö atkvæðum bæjarstjórnar. Bæjarstjórn afgreiddi á sama fundi breytingar á deiliskipulagi í sveitarfélaginu, m.a. á tjaldsvæð- inu. Á næsta ári er gert ráð fyrir að byggð verði upp aukin þjónusta á tjaldsvæðinu, m.a. er gert ráð fyrir að setja upp nokkur smáhýsi til gistingar, auk lítillar þjónustu- miðstöðvar. ■ Gert er ráð fyrir því að gatnagerð við Flugvelli klárist í október eða nóvem- ber að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykja- nesbæjar. Miklar framkvæmdir standa nú þar yfir en á svæðinu verður bíla- og flugtengd starfsemi, svo sem bílaleigur, bensínstöð og fleira. Þá verður ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja einnig á svæðinu. „Það er búið að úthluta flestum lóðunum. Nú á eftir að sortera úr haugunum hérna og taka meðalgildi mengunar í jarðveginum,“ segir Guð- laugur, en í maí síðastliðnum stöðvaði Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja fram- kvæmdirnar þegar gamlir rusla- haugar frá bandaríska hernum voru grafnir upp á svæðinu. Einnig fannst tjara í jarðveginum. „Öll mengun er komin upp á yfirborðið en það eru einhver ákveðin efni yfir gildum sem þarf að skoða. Nú er verið að endur- mæla,“ segir Guðlaugur. Íslenskir aðalverktakar eru fram- kvæmdaaðili á svæðinu en kostnað- aráætlun hljóðar upp á 500 milljónir króna. Serrano opnar veitingastað í Reykjanesbæ ■ Serrano mun opna glæsilegan veitingastað í verslunarmiðstöðinni í Krossmóa, Reykjanesbæ snemma árs 2018. Leigusamningur hefur verið undirritaður milli Serrano og fasteignafélagsins Urtusteins ehf. Húsnæðið er 176 fermetrar og verður veitingastaðurinn staðsettur þar sem Dýra- bær hefur verið og mun hafa sér inngang af bílastæðum norðan megin verslunarmiðstöðvarinnar auk aðgengis úr sameign. Serrano fær rýmið afhent í lok september og hefjast þá framkvæmdir við að innrétta staðinn. Staðurinn mun svo opna snemma árs 2018, segir í frétt frá Urtusteini. Serrano er ein vinsælasta skyndi- bitakeðja landsins, sem býður uppá hollan og ferskan skyndibita með mexíkósku ívafi. Serrano er íslensk keðja sem stofnuð var árið 2002. Staðurinn í Krossmóa verður tíundi veitingastaður Serrano og annar staðurinn utan höfuðborgarsvæðis- ins. Gera má ráð fyrir fjórum til fimm stöðugildum við staðinn. „Það er spennandi að geta loks opnað stað í Reykjanesbæ. Við höfum fengið margar áskoranir í gegnum tíðina og því velt þessu lengi fyrir okkur. Við vildum fá aðgengi- legt húsnæði á góðum stað í bænum og teljum við Krossmóa uppfylla þau skilyrði frábærlega. Við erum afskaplega spennt fyrir þessu,“ segir Emil Helgi Lárusson stofnandi og eigandi Serrano. „Við erum mjög ánægðir með þennan samning og teljum að það felist í því viðurkenning fyrir Krossmóa og aukin tækifæri til að þjónusta viðskiptavini okkar. Við vitum að íbúar Suðurnesja þekkja þjónustu og vöruframboð Serrano og það er ánægjulegt að geta aukið framboð og þjónustu hjá okkur hér á svæðinu. Verslunarmiðstöðin var stækkuð árið 2008 og hýsir m.a. verslanir Nettó, ÁTVR, Lindex, Bíla- naust, Lyfju og Dýrabæ, auk þess að vera með þjónustufyrirtæki í hús- inu. Húsið er um 10.000 fermetrar og staðsett í hjarta bæjarins. Við bjóðum nýjan og glæsilegan veit- ingastað velkominn á Suðurnes,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmda- stjóri Urtusteins fasteignafélags. Leggur áherslu á mikilvægi upp- byggingar Helguvíkurhafnar - sem farmflutningahafnar fyrir Suðurnes ■Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs leggur áherslu á mikilvægi upp- byggingar Helguvíkurhafnar sem farmflutningahafnar fyrir Suður- nes og hvetur stjórnvöld til að veita áformum um uppbyggingu hafnarinnar brautargengi í sam- gönguáætlun 2018 til 2021. Greinargerð frá hafnarstjóra Helgu- víkurhafnar var tekin fyrir á fund- inum í tengslum við Samgöngu- áætlun 2018 til 2021, þar sem fjallað er um uppbyggingaráform hafnar- innar og mikilvægi þess að sveitar- félögin á Suðurnesjum styðji við þau. Bæjarráð og bæjarstjórn Voga hefur einnig tekið málið fyrir og er sam- mála um mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar sem farmflutn- ingahafnar landshlutans og hvetur fjárveitingarvaldið til að veita upp- byggingaráformum hafnarinnar brautargengi í Samgönguáætlun 2018 til 2021. Framkvæmdir við Flugvelli í fullum gangi Frá Helguvíkurhöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi Séð yfir vinnusvæðið á Flugvöllum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.