Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 9
9fimmtudagur 7. september 2017 VÍKURFRÉTTIR A U G LÝ S I N G U M N Ý T T D E I L I S K I P U L A G Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með, í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Austursvæði — Háaleitishlað “. Deiliskipulagssvæðið er um 108 ha og liggur í suðausturjaðri Keflavíkurflugvallar. Það afmarkast til suðurs af umráðasvæði Landhelgisgæslunnar, til vesturs af flugbrautarsvæði, til norðurs af deiliskipulagi NA-svæðis og til suðausturs af götunni Þjóðbraut að skipulagssvæði Reykjanesbæjar. Deiliskipulagið byggir á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030 sem nú er í staðfestingarferli. Deiliskipulagstillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkur- flugvallar frá og með 4. september 2017. www.kefairport.is/Um-felagid/Throun/Deiliskipulag/ Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 18. október 2017. Skila skal skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Keflavíkurflugvelli, 28. ágúst 2017 F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 30. ágúst 2017 að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Iðnaðarsvæði við Vogabraut. Breytingin felst í eftirfarandi: Lóðirnar við Heiðarholt 2, 2a og 4 eru sameinaðar í eina lóð, Heiðar- holt 2. Stærð sameinaðar lóðar er 6.725 m2. Vegna sameiningar lóðanna eru gerðar breytingar á bygginarreitum og verður einn byggingarreitur innan sameinaðar lóðar. Stærð og lega byggingar- reitsins er í samræmi við byggingarreiti aðliggjandi lóða til suðurs, sem og bindandi byggingarlína. Sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis sem gert var ráð fyrir á lóðinni fellur út eftir breytinguna og er því ekki þörf fyrir einstefnu aðkomuleið akandi umferðar inn á lóðina frá Vogabraut og fellur hún út. Jarðvegsmön norðan Vogabrautar mun framlengjast um 50 m. Gert er ráð fyrir húsgerð A innan sameinaðar lóðar og verður nýtingarhlutfall það sama og fyrir húsgerð A eða 0,4. Iðndalur. Breytingin felst í eftirfarandi: Bætt er við aðkomuleið að baklóðum á milli lóða við Iðndal 15 og 23. Heitisbreyting er gerð á lóðum við Iðndal 5 og 5A sem verða Stapavegur 5 og 5A. Breyting er gerð á lóðarmörkum við Stapaveg 5, 5A og 7. Lóð við Stapaveg 7 stækkar til suðurs og minnka lóðir við Stapaveg 5 og 5A vegna þess. Lóð við Stapaveg 7 stækkar úr 7.457 m² í 8.294 m². Lóð við Stapaveg 5 minnkar úr 1.075 m² í 813 m². Lóð við Stapaveg 5A minnkar úr 2.078 m² í 1.524 m². Vegna breyttra lóðarmarka breytast byggingareitir og aðkoma akandi umferðar að lóðum við Stapaveg 5 og 5A. Lóðarmörk og lóðarstærð við Iðndal 1 eru leiðrétt. Nýtingarhlutfall lóða hækkar úr 0,4 í 0,5. Tillögurnar eru settar fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með með þriðjudeginum 5. september 2017 til og með þriðjudagsins 17. október 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. október 2017. Vogum, 5. september 2017 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri AUGLÝSING Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillögur að breytingu á deiliskipulagi ■ Síðastliðinn fimmtudag voru opnaðar fjórar nýjar sýningar í jafn- mörgum sölum í Duus húsum og buðu sýnendur upp á ljóðaupplestur og tónlist. Í listasal er einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar, Horfur. Í Gryfjunni sýnir Elísabet Ásberg verk unnin úr silfri. Verkin eru öll með skírskotun í undir- djúpin og hæfa því rými Gryfjunnar vel. Sýninguna nefnir hún Glyttur. Í Bíósalnum hafa myndlistarkonan Sossa og ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson sameinað krafta sína í hinni erótísku sýningu Blossa. Sossa og Anton hafa áður unnið skemmtilega saman með mynd- og ljóðlist. Anton Helgi las upp ljóð við opnunina. Í nýj- asta rými Duus Safnahúsa, Stofunni, sýnir tónlistarkonan Fríða Dís Guð- mundsdóttir 57 olíumálverk sem hafa að fyrirmynd 57 þungunarpróf. Með sýningunni vill Fríða Dís vekja athygli á því að barnalán sé ekki sjálfgefið og hefur sýningin skírskotun í hennar eigin reynslu. Eftir margar tilraunir birtust loksins II strik á þungunar- prófinu. Systkinin Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn úr Klassart fluttu tónlist við opnunina. Opnun listasýninga í Duus húsum FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Frá sýningu Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar. Anton Helgi flutti ljóð á opnuninni fyrir gesti Duus húsa, Sossa stendur við hlið hans og hlustar á frásögn hans. Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn fluttu tónlist í sýningarsal Fríðu Dísar. Gestir á sýningu Fríðu Dísar. Sýningagestir skoða verk Elísabetar Ásberg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.