Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 7. september 2017VÍKURFRÉTTIR Leikskólakennari Hegðunarráðgjafi Stuðningsfulltrúi Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Þroskaþjálfi LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. LEIKSKÓLINN GARÐASEL FRÆÐSLUSKRIFSTOFA MYLLUBAKKASKÓLI VELFERÐARSVIÐ MYLLUBAKKASKÓLI Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. VIÐBURÐIR DUUS SAFNAHÚS - FJÓRAR NÝJAR SÝNINGAR Horfur í Listasal, Glyttur í Gryfjunni, Blossi í Bíósal og Próf/Test í Stofunni. Þrjár aðrar sýningar í húsunum. Opið alla daga kl. 12:00 til 17:00. HLJÓMAHÖLL - VIÐBURÐIR FRAMUNDAN Amabadama - 7. september Eftirherman og orginallinn - 14. september Dúndurfréttir - 28. september Sólmundur Friðriksson, útgáfutónleikar - 29. september Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is. FORELDRAFÆRNINÁMSKEIÐ Reykjanesbær býður upp á námskeiðið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ fyrir foreldra tveggja ára barna. Sjá nánar á www.reykja- nesbaer.is. Hægt verður að velja úr fjórum námskeiðum, sem hefjast: a. 11. september kl.17:00-19:00 c. 16. október kl.17:00-19:00 b. 25. september kl.19:30-21:30 d. 30. október kl.17:00-19:00 Guðni Ágústsson og Jóhannes grínari koma fram á Suðurnesjum. Hafa slegið í gegn í sýningunni „Eftirherman og orginalinn“ „Við hófum samstarf í fyrra og komum tuttugu sinnum fram og alltaf fyrir fullu húsi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður en orginalinn í sýn- ingu með eftirhermunni og grínist- anum Jóhannesi Kristjánssyni. Þeir félagar verða með tvær sýningar á Suðurnesjum, í Hljómahöll 14. sept. og í Salthúsinu í Grindavík 16. sept. Jóhannes hefur verið skemmtikraftur í fjóra áratugi og er fræg eftirherma. Byrjaði ferilinn eiginlega í bítla- bænum Keflavík þegar hann var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég var hjá honum Jóni Böðvarssyni sem þá var skólameistari, ógleymanlegur maður og mikill snillingur,“ segir Jói og tekur góða eftirhermu af Jóni fyrir fréttamenn VF. Guðni var „fórnarlamb“ hans í mörg ár og Jói náði sunnlendingnum og sveitamanninum mjög vel en Guðni hefur þó vera með sérstakan „tal- anda“ og þunga rödd. Eitthvað sem lá vel fyrir Jóhannesi að ná. Guðni er sammála því. „Hann hefur nú haldið mér við. Flestir stjórnmálamenn eiga nú að vera gleymdir þegar það er svona langt síðan þeir hættu eins og ég. En það var lengi skorað á okkur í sitthvoru lagi. Komið fram saman strákar, farið um landið og haldið samkomur, var sagt við okkur. Hann hermir eftir og þú segir sögur af þjóð- frægu fólki,“ segir Guðni og bætir við: „Svo bara allt í einu datt þetta af himnum ofan. Við fórum af stað í apríl í fyrra. Héldum átján sýningar fyrir troðfullu húsi. Stendur í tvo tíma með hléi og það er mikið hlegið. Eiginlega ótrúlega mikið.“ Jóhannes segist ekki vera hissa á því að það sé hlegið að Guðna. „En það er kannski skrýtnara að hlæja að mér. En já, maður fer vítt um völlinn og þetta kallast svona sagnakvöld. Ég fer tíu þúsund ár aftur í tímann, þegar það er verið að lýsa því hvernig Guðni varð til. David Attinborough kemur með skýringu á því, sem þið sjáið bara á showinu. Þetta er svona héðan og þaðan og alveg til nútímans og lífinu sjálfu, bara í salnum eða hvað sem er. Ef ég sé einhvern þekktan aðila frá því svæði sem við erum á, læt ég hann vaða á hann. Guðni fer kannski meira beint í eitthvað, ég fer svona um víðan völl líka, svo hermi ég eftir og geri eitthvað skemmtilegt.“ Guðni, þið eruð glettilega líkir og svo getur hann hermt eftir þér. Getur þetta ekki orðið vandræða- legt? „Jú, jú, þetta var bara mjög hættulegt á tímabili. Ég get sagt þér að margir erlendir ráðherrar sem heimsóttu mig í minni ráðherratíð, sögðust öfunda mig að eiga svona nákvæmt eintak af sjálfum mér. Ég hefði getað sent Jóhannes á heilu samkomurnar, hann hefði geta haldið mínar ræður og oft drakk hann viskí á börum, bara út á mig. Svo náttúrlega minnist ég þess þegar móðir hans, hún tók feil á okkur. Ég kom einu sinni á Heilsuhælið í Hvera- gerði. Hún var þar, stökk upp og sagði: „Nei, ertu kominn Jói minn?“ Eins var það með barnabörn mín, þau fóru og hnipptu í jakkann hans Jó- hannesar og spurðu hvort hann vildi ekki taka sig upp.“ Fimmtugasta starfsár Kvennakórs Suðurnesja að hefjast - Opin æfing miðvikudaginn 13. september ■ Kvennakór Suðurnesja var stofn- aður 22. febrúar 1968 og heldur því upp á 50 ára afmæli á næsta ári. Í tilefni af stórafmælinu verða haldnir glæsilegir tónleikar í Stapa á afmælisdaginn, 22. febrúar 2018, þar sem kórinn, ásamt einsöngv- urum og hljómsveit, mun flytja lög og texta eftir Suðurnesjamenn, bæði innfædda og aðflutta. Má þar nefna Rúna Júl, Jóhann Helgason, Magnús Þór, Gunna Þórðar og Ingibjörgu Þorbergs o.fl. auk laga með yngri hljómsveitum eins og Valdimar, Of Monsters and Men og Klassart. Í næstu viku hefjast æfingar fyrir af- mælistónleikana og verður kórinn með opna æfingu í KK-salnum, Vesturbraut 17 – 19, miðvikudaginn 13. september kl. 20 þar sem nýjar konur geta mætt og prófað að syngja með eða bara hlustað og kynnt sér starfið. Í lok æfingar verður Pálínu- boð að hætti kórkvenna. Allar kon- ur sem vilja taka þátt í skemmtilegu söngstarfi í góðum félagsskap eru vel- komnar á æfinguna. Eina skilyrðið er að geta sungið. Það er fleira framundan á starfsárinu en stórafmæli, en í vor er ætlunin að fara í söngferðalag til Færeyja og halda þar tónleika þar sem fluttur verður hluti af Suðurnesjaprógramm- inu af afmælistónleikunum og jafnvel skellt í nokkur færeysk lög. Það er því skemmtilegt og spennandi ár framundan og tilvalið fyrir konur sem hafa áhuga á söng og vilja vera með í þessu frábæra starfi að mæta á opna æfingu næsta miðvikudag. Fórnarlambið og grínarinn í dúett Jóhannes og Guðni í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. VF-mynd/pket. Gunnar leikstýrir næsta verkefni Leik- félags Keflavíkur ■ Gunnar Helgason verður leikstjóri næsta verkefnis Leikfélags Keflavíkur. Gunnar hefur áður leikstýrt hjá leikfélag- inu þegar Ávaxtakarfan var sýnd árið 2014. Það verk naut mikilla vinsælda. Áætlað er að setja upp barnasýningu sem frumsýnd verður í október næstkomandi. Kynningarfundur verður haldinn mánu- daginn 11. september næstkomandi kl. 20 í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17 þar sem allir eru velkomnir, en miðað er við að þátt- takendur hafi náð 18 ára aldri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.