Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 7. september 2017VÍKURFRÉTTIR Hjartans þakkir til allra sem sýnt hafa okkur fjölskyldunni samúð, styrk og aðstoð vegna veikinda og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, sonar og afa, Tuma Hafþórs Helgasonar, sem kvaddi okkur þann 8. ágúst sl. á líknardeild Landspítalans í Fossvogi.  Sigrún Þorsteinsdóttir Elsa Skúladóttir Sara Dís Tumadóttir Helgi Þór Jónsson Helgi Týr Tumason Lára Hafrún Tumadóttir Brynjar Berg Tumason Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður og fósturföður, Þorkels Indriðasonar, (Kela í HF). Njarðarvöllum 6, Njarðvík, áður að Melteigi 4, Keflavík, Unnur Óskarsdóttir Sigurður Þorkelsson Louise Steindal Webb Marteinn Webb FJÖLBREYTTIR MÖGULEIKAR Á SÖNGNÁMI Laus pláss í söngdeild Getum bætt við okkur nokkrum söngnemendum. Mjög spennandi verkefni framundan. Kennarar: Dagný Jónsdóttir, söngur Jóhann Smári Sævarsson, söngur Helga Bryndís Magnúsdóttir, meðleikur Byrjendanámskeið fyrir 15 ára og eldri: Hefur þig alltaf langað til að læra að syngja en haldið að þú getir það ekki? Komdu þá á þriggja vikna námskeið fyrir byrjendur í söng og sjáðu hvort þetta er eitthvað fyrir þig. Eða kannski alveg í hina áttina..finnst þér gaman að syngja og hefur þú sungið allt þitt líf? Komdu þá og lærðu grunntæknina í söng svo þú getir sungið áfram allt þitt líf. Námskeiðið verður haldið 13. september – 4. október og kostar 15.000 kr. Kennt í einkatímum og hóptímum á léttan og skemmtilegan hátt. Kennari: Jóhann Smári Sævarsson. Söngnámskeið fyrir kórfólk: Ert þú í kór og langar að geta sungið betur, lagað öndunina, verða ekki eins þreytt(ur) eftir æfingar? Eða hefur þig alltaf langað til að syngja í kór en hefur ekki þorað? Komdu þá á fimm vikna söngnámskeið fyrir kórfólk og við skulum kippa þessu í liðinn. Námskeiðið fer fram 9. október – 11. nóvember og kostar 25.000 kr. Kennd verður raddbeiting, öndun og grunnatriði í tónfræði og nótnalestri. Kennt í einkatímum og hóptímum. Kennari: Jóhann Smári Sævarsson. Skólastjóri Það var sannkölluð hátíð í bæ í Höfnum á sunnudag á Ljósa- nótt en þá voru tónleikar í Kirkjuvogskirkju þar sem Elíza Geirsdóttir Newman og KK komu fram. ■ Menningarfélagið í Höfnum var með opið hús í gamla skólahúsinu á Ljósanótt en þar kenndi margra grasa eins og áður. Í þetta sinn fengu gestir innsýn inn í líf og list Hafnar- búans, hvernig hann upplifir sig og sitt nánasta umhverfi, hvað brýst fram og rekur á land umheimsins í beljandi rokinu. Valgerður Guðlaugsdóttir sýndi röð vatnslitamynda sem hún nefnir „Ég sé rautt“ og er upplifun hennar á um­ hverfi sínu. Þá var í boði nýr varn­ ingur frá Menningarfélaginu, m.a. sérstakir Hafnabolir, derhúfur og póstkort. Hafnir eiga marga velunn­ ara og aðdáendur. Sjónvarp Víkurfrétta sýndi frá tón­ leikunum og ræddi við Elízu fyrir þá. Hægt er að sjá það á vf.is og á Face­ book­síðu Víkurfrétta. Ljúfir tónar í Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt Kirkjan full af gestum sem fengu flotta tónleika. KK fór á kostum í Kirkjuvogskirkju. VF-myndir/pket. Elíza söng nokkur lög og „hitaði“ upp fyrir KK. Er slökkvitækið á sínum stað? IÐAVELLIR 3 – 230 REYKJANESBÆR – SÍMI 420 2020 – ELDVARNIR.IS YFIR 40 ÁRA REYNSLA AF SÖLU, EFTIRLITI OG ÞJÓNUSTU SLÖKKVITÆKJA SLÖKKVITÆKI, ELDVARNARTEPPI, REYKSKYNJARAR KOLSÝRUHLEÐSLA OG ÞOLPRÓFUN ÞRÝSTIHYLKJA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.