Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 15
15fimmtudagur 7. september 2017 VÍKURFRÉTTIR Hundaskítur og tyggjó Árið 2005 fóru börn Tjarnasels á fund Árna Sigfússonar, þáverandi bæjar- stjóra, vegna þess að þau sáu ekki lengur út á sjóinn vegna sjóvarnar- garðsins og fannst vanta útsýnispall. Útsýnispallurinn varð síðan að veru- leika stuttu síðar. „Leikskólinn vinnur mikið með lýðræði og þegar það kemur eitthvað upp á þá ræðum við það hvernig þau geti fylgt hugmynd- unum sínum eftir.“ Til móts við Ráð- hús Reykjanesbæjar er skilti, hannað af börnum Tjarnarsels, þar sem veg- farendur eru beðnir um að henda hundaskít og tyggjó í ruslið. „Börnin lentu oft í því í vettvangsferðum að stíga í hundaskít og voru hneyksluð á tyggjóinu. Við ræddum það hvað við gætum gert í málunum og þau hönn- uðu þetta skilti, bæjarstjórinn kom á leikskólann þar sem börnin kynntu málið og skiltið varð stuttu síðar að veruleika. Í tilefni af stórafmæli leik- skólans verður málþing haldið í Stapa þann 22. september næstkomandi þar sem aðal yfirskriftin er orðaforði. „Orðaforði skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir mál- og læsisþroska barna og hvernig þeim gengur í námi. Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á það alveg frá því þau byrja hérna tveggja ára gömul.“ Í október verður sýning sett upp í Átthagastofunni á Bókasafni Reykjanesbæjar um sögu leikskólans. Þar verða til sýnis gamlar ljósmyndir af starfi leikskólans, leik- föng og fleira sem nú er í varðveislu Byggðasafnsins. Á Tjarnarseli starfar öflugur faghópur að sögn Árdísar og mun hann halda áfram að byggja upp gott leikskóla- starf næstu árin. ■ „Ég elska Pólland að mörgu leyti. Pólland varð fyrir valinu því hér eru ekki margir Íslendingar og ég hélt ég fengi þá kannski fulla upp- lifun á því hvernig það væri að búa í öðru landi,“ segir Dominika Wróblewska, en hún stundar nám í læknisfræði við læknaháskólann í Bialystok í Póllandi. Dominika hefur búið á Íslandi síðan hún var aðeins fimm ára gömul en hana langaði að komast í aðra menn- ingu, kynnast nýju fólki og prófa að standa á eigin fótum í landinu sem hún fæddist í. „Auðvitað var ein aðal ástæða þess að Pólland varð fyrir val- inu sú að ég get talað pólsku og að fjölskylda mín búi á þessum slóðum. Ég hafði möguleika á að fara í skóla í Ungverjalandi en eftir að hafa farið í heimsókn til Bialystok ákvað ég að prófa að sækja um í Póllandi og komst inn þar. “ Námið í Póllandi er svipað því á Ís- landi að sögn Dominiku, en hún byrjar á sínu þriðja ári í læknisfræð- inni nú í haust. Hún segir Pólland ólíkt Íslandi, það sé ódýrt, fátækt sé meiri þar en á Íslandi og mismun- andi hugsunarhættir og viðhorf fólks. „Maður tekur eftir því þegar maður kemur til Íslands hversu framarlega við stöndum í ýmsu, svo sem mann- réttindum og heilbrigðismálum og þá verður maður þakklátur. Pól- land er hægt og rólega að byggjast upp og breytast og er þekkt fyrir gott menntakerfi þar sem menntastigið þykir hátt. Þar eru margir góðir há- skólar og kennarar og einnig margir fallegir og söguríkir staðir. “ Eftir námið stefnir Dominika á það að koma aftur til Íslands í einhvern tíma. „En svo veit maður aldrei.“ Lærir læknisfræði í sínu fæðingar- landi Að þessu leyti hefur þetta breyst mjög mikið, en við erum kannski líka að gera meiri kröfur til okkar. Það er mikill metnaður í leikskólastarfi í Reykja- nesbæ.“ Vinkonur fagna því að hafa klárað lokapróf. Dominika ásamt bekkjarfélaga sínum. Fish House slær í gegn með fish and chips ●● Leyniuppskriftin●er●vinsæl●hjá●Kára●Guðmundssyni●eiganda●Fish●House ■ „Við erum að fá fólk aftur og aftur hingað,“ segir Kári Guð- mundsson, eigandi veitingastaðar- ins Fish House í Grindavík en staðurinn er orðinn þekktur fyrir fish and chips eftir að Kári tók við rekstrinum fyrir rúmlega ári síðan. „Ég hef heyrt að fólki finnist gaman að keyra Suðurstrandarveginn og koma til Grindavíkur. Hér eru fullt af veitingastöðum með góðum mat,“ segir Kári en í Grindavík, fiski- bænum mikla, er til að mynda hægt að fá fish and chips á fimm stöðum. „Ég er ofboðslega ánægður með um- sagnirnar frá fólki. Þær halda manni gangandi,“ segir Kári. Fish House býður upp á alls konar mat en Kári vill ekki gefa upp upp- skriftina að fish and chips. „Þetta er fersk ýsa. Ég hef verið spurður af kokkum hvernig ég geri fiskinn en meira er ekki gefið upp,“ segir hann léttur í lund. Sósuna útbýr hann svo sjálfur frá grunni. Kári hefur fengið ýmsa tónlistar- menn á staðinn og er stefnan sett á að halda tónleika af og til. Söng- konan Gréta Salóme og hljómsveit hennar Krátína-Folk band spilar á staðnum næstkomandi laugardag en tónleikarnir hefjast kl 22. Veitingastaðurinn hefur einungis verið lokaður í örfáa daga síðan Kári tók við rekstrinum en hann segist vera ofboðslega ánægður. „Þetta er pínu keyrsla en veitingastaðurinn er númer eitt, tvö og þrjú.“ Fish House er staðsett í fiskibænum mikla, Grindavík. Einn af vinsælu réttum Fish house. Kári sér einn um eldhús Fish House og gerir það vel. HÓPFERÐIR HVERT Á LAND SEM ER Erum með 10 til 67 manna bíla Endilega sendið okkur póst á sbk@sbk.is og við gerum ykkur tilboð Kveðja SBK SBK • Grófin 2–4 • 230 Reykjanesbæ • Sími 420 6000 sbk@sbk.is • sbk.is Leikskólinn leggur mikla áherslu á mál og læsi. Börnunum á Tjarnarseli fannst ekki leiðinlegt að vera mynduð af ljósmyndara Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.