Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 07.09.2017, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 7. september 2017VÍKURFRÉTTIR Greta Salóme - Krátína Folk Band Laugardaginn 9.sept - 22:00 Fish House - Bar & Grill - Grindavík Aðgangseyrir 2000 Stuð-ðlubræðingur og Palm West hitar upp með sínu gæða kántríi! Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir er hótelstjóri á Geo Hotel í Grinda- vík en hótelið er til húsa í gamla Festi og hefur reksturinn síðastliðin tvö ár gengið mjög vel. Lóa segist hins vegar finna fyrir því að hátt gengi krónunnar sé farið að segja til sín og að ferðamaðurinn spari örlítið meira en hann gerði áður. Vantar betri samgöngur Geo Hotel leggur mikið upp úr því að hafa afslappað og heimilislegt andrúmsloft. Staðsetning hótelsins heillar marga ferðamenn en það eru aðeins tíu mínútur frá hótelinu að Bláa Lóninu og þeir sem gista á hótelinu geta fengið far í Lónið ef þeir óska eftir því. „Við mælum samt sem áður með því að fólk sé á eigin bíl ef það ætlar að skoða sig um, sérstaklega ef það stoppar stutt,“ segir Lóa, en samgöngur á milli Grindavíkur og höfuðborgarinnar og til Reykjanes- bæjar eru af skornum skammti og Lóa segir að bæta þurfi verulega úr þeim. Hún segir einnig að rútuferðir frá Bláa Lóninu og til Reykjavíkur séu vel nýttar af þeim sem gista hjá þeim en að ferðamaðurinn sé samt sem áður bundinn opnunartíma Bláa Lónsins sem styttist á veturnar. Sumum finnst það ekkert mál á meðan öðrum langar að vera lengra fram á kvöld í höfuð- borginni til þess að borða góðan mat og njóta kvöldsins. Þá er eini val- kosturinn leigubíll ef þú ert ekki með bílaleigubíl. Verð á leigubíl frá Reykja- vík til Grindavíkur getur kostað svipað og gisting yfir eina nótt á hótelinu. Geo Hotel er með 36 herbergi og 75 rúm og hafa gestir verið duglegir að gefa því einkunn á Facebook síðu þess, sem og á Trip Advisor. Morgunmaturinn er lofaður, flestir eru sammála því að það sé notalegt að gista á hótelinu og að rúmin séu góð, frábært sé að hafa Nettó búðina við hliðina á hótelinu, sundlaugin sé nánast í bakgarðinum og humarsúpan á Bryggjunni er orðin heimsfræg að sögn Lóu. Það skemmir heldur ekki fyrir að flugvöllurinn sé í tuttugu mín- útna fjarlægð. Erfitt að ráða starfsmenn Það er orðið erfiðara að ráða fólk í vinnu að sögn Lóu en hún finnur fyrir því eins og aðrar starfsstéttir. Fólk sem vinnur á hótelinu þarf helst að vera búsett í Grindavík eða nágrenni þess og það getur reynst erfitt vegna skorts á húsnæði. Lítið sem ekkert leiguhús- næði er í boði og því erfitt að fá fólk til vinnu. Fáir vilja líka nota einka- bílana sína til að keyra á milli vegna kostnaðar og komutími rútunnar til Grindavíkur hentar ekki alltaf vinnu- tíma hótelsins. „Gengið tekur sinn toll finn ég. Fólk fer ekki eins mikið út að borða og það gerði áður. Það fer mikið í Nettó og kaupir sér eitthvað frekar en að fara út að borða.“ Eftir að gengið hækkaði segist Lóa taka vel eftir því eftir að ferðamenn fari minna út að borða því ruslið og matarafgangar hafi aukist töluvert inni á herbergjum. Þjónusta í Grindavík hefur aukist til muna á síðastliðnum tveimur árum, Nettó lengdi opnunartímann sinn og einn veitingastaður hefur bæst við flóruna. „Það er mikill uppvöxtur í ferðamannaiðnaðinum hér í Grinda- vík,“ segir Lóa en litlar sem engar samgöngur til og frá bænum hafa nei- kvæð áhrif. Sækja í kyrrðina Ýmsar náttúruperlur eru í nágrenni Grindavíkur, þar á meðal Hópsnesið. „Ferðamönnum finnst gott að koma í kyrrðina og vera með sjálfum sér. Starfsmenn hótelsins eru duglegir að segja þeim frá ýmsum gönguleiðum á svæðinu, til dæmis Hópsneshringnum þar sem skipsflök og húsarústir eru ásamt kindum og hestum. Þessi kyrrð og útivera gerir flesta dolfallna, margir fara líka þangað til að sjá sólarlagið,“ segir Lóa. Bókað er langt fram í desember hjá Geo Hotel og eru áramótin þéttbókuð enda vinsæll tími fyrir ferðamenn hér á landi. Lóa segir hins vegar að hún sjái minnkun í bókunum vegna skattlagningar á ferðamannaiðnaðinn, ásamt háu gengi krónunnar. Þarf að bæta sam- göngur til Grindavíkur ●● segir●Lóa●Bergljót●Þorsteinsdóttir●hótelstjóri●Geo●Hotel.●● Reksturinn●hefur●gengið●vel●en●samdráttur●í●bókunum●fyrir●næsta●ár Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri. Séð inn í eitt af smekklegum herbergjum hótelsins. Gamla félagsheimilið Festi er orðið glæsilegt hótel. Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Eftirtaldar bifreiðir og aðrir lausafjár- munir verða seldar miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 12:15 við skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum, Vatns- nesvegi 33, Keflavík: AH923 AM291 BK748 BN681 DH383 DJ742 DX626 FD002 FDD31 FS976 IXV38 JF060 JJ580 JN337 JS444 KS965 KY886 LK626 LO141 LX785 MX662 NK449 NP164 NV452 NV627 OF576 OG864 ON554 PD679 PN640 RS808 RV300 SL536 SS200 ST054 TD680 TT130 UD490 US485 VB714 YGY40 YR321 YS330 YU399 ZR457 ZS899 ZY987. Krani Terex 1999 30 T, BS -0163. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 5. september 2017, Ásgeir Eiríksson, stað- gengill sýslumanns. UPPBOÐ   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR Bæjarstjóri óskast Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Vogum. Við leitum að kraftmiklum aðila til að leiða áfram- haldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði. • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg. Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er skilyrði. • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknum skal skila fyrir 20. nóvember á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga Iðndal 2 eða á netfangið skrifstofa@vogar.is. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Upplýsingar um starfið veitir Inga Sigrún Atladóttir, inga.sigrun@vogar.is s. 844-8510. Við Stóru-Vogaskóla í Sveitarfélaginu Vogum, vantar kennara í smíði og umsjónarkennara á yngsta stigi. Menntunarkröfur: kennsluréttindi. Nánari upplýsingar veita: Svava Bogadóttir, skólastjóri og Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og umsóknir á: skoli@vogar.is www.storuvogaskoli.is Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar Sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 27. maí. Sveitarfélagið Vogar Tómstunda- og fé gsmálafræðingur óskast Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf tómstunda og fél gsmálafræðings. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfið felur í sér ábyrgð á skipulagningu og umsjón með fram- kvæmd félags- og menningarstarfs fyrir íbúa sveitarfélagsins. Megin markmiðið er að bjóða bæði eldri og yngri íbúum sveitar- félagsins upp á gæða félags- og menningarstarf í góðu samráði við öldunga- og ungmennaráð. Verksvið Helstu verkefni felast í skipulagningu og mótun dagskrár félagsstarfs sem uppfyllir þarfir og kröfur notenda þjónustunnar. Framkvæmd viðburða á dagskrá og þátttaka í skipulagningu og framkvæmd stærr viðburða innan sveitarfélagsins. Skipulagning og utanumhald vinnuskólans. Einnig er tómstunda- og félagsmála- fræðingur næsti yfirmaður starfsfólks í félagsmiðstöð ungmenna og starfsmanns í Álfagerði. Hæfniskröfur Háskólamenntun (B.A. gráða hið minnsta) í tómstunda- og félagsmálafræði er skilyrði. Hugmyndaauðgi, góð verkkunnátta og hæfileiki til að vinna sjálfstætt og eiga frumkvæði að þeim verkefnum sem starfinu tilheyra. Lipurð í mannlegum samskiptum og samstarfsvilji. Góð þekking og/eða reynsla af félagsstarfi. Nánari upplýsingar veitir Stefán Arinbjarnarson í síma 867-8854. Umsóknarfrestur er til 16. september 2017. Umsóknum skal skila á netfangið stefan@vogar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Geo Hotel leggur mikið upp úr því að hafa afslappað og heimilislegt andrúmsloft. Staðsetning hótelsins heillar marga ferðamenn en það eru aðeins tíu mínútur frá hótelinu að Bláa Lóninu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.