Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 12

Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 12
12 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Verslum í heimabyggð Í KÓDA AÐ HAFNARGÖTU 15 fást fallegar v örur fyrir konur á öllum aldri. Veski, treflar, vettlinga r og ýmis fatnaður fæst í Kóda og segir Kristín Kristj ánsdóttir, eigandi verslunarinnar, að jólaverslunin ha fi gengið vel í ár. Húfur með dúskum hafa verið vins ælar upp á síðkastið og fást þessar fallegu húfur í Kóda á undir 3.000 krónur. Samfestingar hafa se lst vel og þessi vínrauði samfestingur er jólalegur o g flottur. AÐ HAFNARGÖTU 29 ER SNYTIVÖRUVERSLUNIN DARÍA, en þar fæst fjölbreytt úrval af snyrtivörum, allt frá andlitskremum til varalita. Pop Socket símafylgihluturinn hefur rokið út í Daríu að sögn Jóhönnu Óskar Þorsteinsdóttur, eiganda verslunarinnar, en hann fæst á undir 3.000 krónum í öllum regnbogans litum. Förðunarspeglarnir eru án efa vinsælasta varan og þegar blaðamenn Víkurfrétta bar að garði voru nokkur bretti þegar rokin út af speglunum. SKARTSMIÐJAN, HAFNARGÖTU 25, býður upp á fjöl- breytt úrval föndurvara, en ásamt því er hægt að kaupa perlur, bönd og ýmislegt fleira til að hanna eigið skart. Þessi fallegu hálsmen ert framleidd úr há- gæða stáli og fást á undir 3.000 krónur í versluninni. Þvottabjarnarhálskraginn hefur verið vinsæl vara hjá þeim og er hlý og falleg gjöf undir jólatréð. ZOLO, HAFNARGÖTU 23 býður upp á fallega gjafavöru fyrir alla aldurshópa, ilmolíu- lamparnir seljast alltaf vel og ný kerta- lína var að koma frá þeim og fást Zolo kerti á undir 3.000 krónum í versluninni, ilmandi og falleg jólagjöf undir tréð. Stórt Kirsuber, glimmerandlit eða pallíettuborð er skemmtileg gjöf fyrir jólin. BLÓMASTOFAN GLITBRÁ, HAFNARGÖTU 2 5, býður upp á gjafavöru á góðu verði. Glæru blóm avasarnir eru smart gjöf undir jólatréð undir 3.000 krónur og veggkertastjakinn er klassísk gjöf fyrir he imilið en slíkir kertastjakar eru vinsælir um þessar mundir. VIÐ HAFNARGÖTU 34 stendur falleg verslun sem selur alls kyns fínerí fyrir unga jafnt sem aldna. Verslunin er vinsæl meðal ferða- manna en Stefanía María Aradóttir rekur SA ICELAND DESIGN og þar er hægt að kaupa fallega ullarvettlinga fyrir börn á undir 3.000 krónur. Ullarkjólarnir hennar Stefaníu njóta mikilla vin- sælda og eru flottir í jólapakkann fyrir vetrarkuldann á Íslandi. Sendum íbúum Sandgerðis bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár ÓSKUM HEIMAMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI Hamradal 11 – 260 Reykjanesbæ Aðsetur: Rauðagerði 25 – 108 Reykjavík // Sími:517 0900 - 695 3770 www.kaelivirkni.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.