Víkurfréttir - 21.12.2017, Page 20
20 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg.
Sendum íbúum Grindavíkur
okkar bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER
Jólin allsstaðar kl. 16:00
Hátíðar barna- og fjölskyldustund þar sem
jólaguðspjallið er sett upp af börnum sem sækja
stundina og jólasálmar sungnir. Prestar eru sr.
Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson
Aftansöngur kl. 18:00
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar. Prestar eru sr. Erla Guðmunds-
dóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir.
Nóttin var sú ágæt ein kl. 23:30
Miðnæturstund í kirkjunni. Söngsveitin
Kóngarnir syngja undir stjórn Arnórs Vilbergs-
sonar. Prestur er Erla Guðmundsdóttir.
JÓLADAGUR 25. DESEMBER
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar. Prestur er sr. Fritz Már Jörgensson.
GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER
Hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar. Prestur er sr. Fritz Már Jörgensson.
NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar. Prestur er sr. Erla Guðmundsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar
og afi
INGÓLFUR HALLDÓRSSON
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 13. desember.
Rut Olsen
Sigurbjörg M. Ingólfsdóttir Böðvar Páll Jónsson
Linda Ingólfsdóttir
Eyjólfur Ingólfsson
Gunnlaug F. Olsen Sturla Ólafsson
Jóna F. Olsen Erik Williams
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur
hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa og sonar
ANDRÉSAR KRISTINS HJALTASONAR
Byggingaverktaka, Reykjanesbæ.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Jóhanna María Einarsdóttir
Erla María Andrésdóttir Haraldur Arnarson
Laufey Ósk Andrésdóttir Þorvarður Ólafsson
Einar Örn Andrésson Ástríður Halla Jóhannsdóttir
Andrés Kristinn Haraldsson Emelía Rún Þorvarðardóttir
Erla María Andrésdóttir Hjalti Guðmundsson
Helgihald í
Njarðvíkurprestakalli
jólin 2017 og ármót 2017-2018
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík)
Aðfangadagur. Aftansöngur kl.18.
Einsöngur Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 17.
Ytri-Njarðvíkurkirkja.
Aðfangadagur. Jólavaka kl.23.30.
Helgileikur í umsjá fermingarbarna.
Steinar Matthías Kristinsson leikur
á trompet. Einsöngur Bylgja Dís
Gunnarsdóttir.
Jóladagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl.14.
Nýársdagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl.14.
Einsöngur Emilía B.Óskarsdóttir.
Kirkjuvogskirkja (Höfnum)
Jóladagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl.12.20.
Prestar sóknanna prédika og þjóna
fyrir altari við allar athafnir.
Kirkjukór Njarðvíkur syngur við
allar athafnir undir stjórn Stefáns
Helga Kristinssonar.
Meðhjálpari við allar athafnir er
Pétur Rúðrik Guðmundsson.
„Ég sagði við Einar, manninn minn,
fyrir stuttu síðan að ég ætlaði að fara
í Costco og kaupa mér hreindýr,“
segir Jasmina Crnac sem skreytti
húsið sitt hátt og lágt fyrir hátíð-
irnar í ár.
„Ég hef aldrei nokkurn tímann
skreytt svona mikið áður, en ég missti
mig gjörsamlega núna. Ég er ekki í
neinum prófum í ár,“ segir Jasmina
í samtali við Víkurfréttir, en hún er
stjórnmálafræðinemi við Háskóla
Íslands.
„Ég ætlaði fyrst bara að fá mér hrein-
dýrið, en svo bætti ég snjókarlinum
og jólatrénu við. Þetta komst akkúrat
fyrir inn í bíl. Svo átti ég nánast ekkert
jólaskraut heldur svo ég fór í Nettó
þegar það var afsláttur og verslaði
nánast allt þar.“
Jasmina segist þó ekki hafa áttað sig
á því að á heimilinu væri lítið pláss til
þess að geyma allt þetta skraut. „Einar
er búinn að íhuga að panta kofa út í
garð. Við eigum ekkert pláss til að
geyma þetta drasl,“ segir hún og hlær.
„Hann er búinn að redda einhverjum
afslætti og svona.“
Skrautið í garði Jasminu og fjölskyldu
hefur vakið athygli nágrannanna en
fyrir stuttu síðan var Jasmina vör
við það að hópur leikskólabarna og
kennara var mætt í skoðunarferð fyrir
utan húsið þar sem börnin dáðust að
skrautinu. „Mér fannst það alveg dá-
samlegt. Við kannski gengum aðeins
of langt með þetta,“ segir hún hlæj-
andi. „Ég fæ svona flugur í hausinn
og framkvæmi þetta bara. En það er
voða jólalegt hjá okkur núna.“
Aðspurð hvort jólaskreytingarnar
verði nú árlegar segir Jasmina það
aldrei að vita. „Ég á örugglega bara
eftir að bæta einhverju við þetta á
næsta ári.“
-Jasmina Crnac missti sig í jólaskreytingum þetta árið
VIÐTAL Sólborg Guðbrandsdóttirsolborg@vf.is
EIGINMAÐURINN ÍHUGAR AÐ PANTA KOFA ÚT Í GARÐ TIL AÐ GEYMA JÓLASKRAUTIÐ
„Við eigum ekkert pláss
til að geyma allt þetta drasl“