Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 24

Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 24
24 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Björg Sigurðardóttir hefur unnið sem ljósmóðir í þrjátíu og fimm ár eða frá árinu 1982. Hún hefur farið víða um í starfi sínu unnið á nokkrum stöðum á Íslandi, svo sem í Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Björg fór ásamt Jökli, eiginmanni sínum, til Grænlands í fyrra þar sem hún vann sem ljósmóðir í eitt ár. Þar upplifðu þau ýmis ævintýri en þau telja að allir hafi gott af því að breyta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Í dag vinnur Björg sem ljósmóðir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en hún settist niður með blaðamanni Vík- urfrétta og sagði frá Grænlands- ævintýrinu sínu og starfi sínu sem ljósmóðir. FÉKK GRÆNLANDSBAKTERÍUNA Ferð Bjargar til Grænlands í fyrra var fimmta ferð hennar þangað, en hún fór fyrst til að starfa sem ljósmóðir á Grænlandi árið 2010. Í fyrstu ferð- inni var hún tvo mánuði, svo tvisvar sinnum í mánuð og svo einu sinni í viku. „Fyrir sjö árum síðan barst kall um það að það vantaði ljósmæður til Grænlands og þá var kannað hvort það væru einhverjar íslenskar ljós- mæður tilbúnar að fara. Við vorum þrjár sem hoppuðum á það. Ég var búin að vera með þetta í huganum í mörg ár og þarna fékk ég tækifærið og sló til. Ég hef eignast góða vini í ferðum mínum og Grænland er stór- kostlegt land á sinn einstaka hátt. Ég held líka að annað hvort fái maður Grænlandsbakteríu eða ekki,“ segir hún. FERÐUÐUST UM Á SNJÓSLEÐUM Björg og Jökull eiga þrjú uppkomin börn, einn strák sem býr á Íslandi og tvær stelpur sem búa í Danmörku. Yngri stelpan þeirra kom til Græn- lands í fyrra um jólin og fékk að upp- lifa Grænland. „Við fórum með hana á hundasleða og það var ansi kalt daginn sem við fórum út á sleðann, ég held að það hafi verið um 30 gráðu frost en veðrið var samt gott og það var blankalogn. Við erum svo heppin að eiga góðan vin sem á hundasleða og tók okkur með. Það var stórkost- legt að fara með innfæddum manni á sleða.“ Eins og fyrr segir fóru þau hjónin bæði til ársdvalar og gerðu ekki ráð fyrir að koma heim nema eitthvað kæmi upp á. „Við fengum raðhús sem var alveg niður við sjóinn og vorum því með fallegt útsýni yfir hafið, þar sáum við skipa- og bátaumferðina þar sem veiðimenn komu með aflann að landi og skipin með vörur til og frá bænum. Það kemur flutningaskip á viku til tíu daga fresti til bæjarins og þar er höfnin opin allt árið, en norðar eru hafnirnar bara opnar á sumrin og fram á haust. Við vorum því heppin að fá ferskvöru á viku til tíu daga fresti.“ Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is VIÐTAL Björg Sigurðardóttir starfaði sem ljósmóðir á Grænlandi „Grænlenskar konur eru mjög hraustar“ - Mælir með því að fólk breyti um umhverfi og víkki sjóndeildarhringinn Björg og Jökull í vélsleðaferð. Reffilegur sleðahundur.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.