Víkurfréttir - 21.12.2017, Side 28
28 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg.
Guðrún Freyja Agnarsdóttir starfar þessa dagana
í farþegaþjónustu IGS í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar en hún er búsett í Innri Njarðvík. Hún
hvetur fólk til að láta gott af sér leiða um jólin.
Hvar ætlarðu að verja aðfanga-
degi? „Hjá mömmu og pabba
með allri fjölskyldunni.“
Ertu byrjuð að kaupa jóla-
gjafir? „Allar gjafirnar klárar,
meira að segja innpakkaðar!“
Ertu með einhverjar hefðir um
jólin? „Já, súpa í forrétt og kal-
kúnn í aðalrétt, alltaf öll jól.“
Hvað verður í matinn á að-
fangadag? „Kalkúnn.“
Er eitthvað hér á Suðurnesjum
sem þú mælir með að fólk
nýti sér/geri um jólin?
„Hmm..skelli sér á jóla-
tónleika.“
Ætlarðu að láta eitthvað gott
af þér leiða um jólin? Ef svo
er, hvernig? „Já, við mæðgur
fórum með pakka undir
jólatréð í Smáralind handa
krökkum sem búa við fátækt
á Íslandi. Hvetjum aðra til að
gera það sama, látum gott af
okkur leiða um jólin og
gleðjum lítil hjörtu á aðfanga-
dagskvöld.“
„Gleðjum lítil hjörtu
á aðfangadagskvöld“ Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hefja framkvæmdir
við leikskólann að Skógarbraut 932
á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ósk um fjár-
veitingu til leikskólans var tekin
fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Þar
mættu þau Þórey I. Guðmundsdóttir,
sviðsstjóri fjármálasviðs og Guð-
laugur Helgi Sigurjónsson, sviðs-
stjóri umhverfissviðs, á fundinn og
gerðu þau grein fyrir málinu.
Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú
íbúðir færðu Reykjanesbæ húsnæðið
að Skógarbraut 932 að gjöf undir
nýjan leikskóla að Ásbrú. Húsnæðið
hentar vel til leikskólastarfs en þar var
áður samkomuhús á gamla varnar-
liðssvæðinu.
Gríðarleg uppbygging hefur verið á
Ásbrú síðustu ár og hefur íbúðum
á svæðinu fjölgað verulega. Íbúa-
fjöldi telur nú um 2.700 manns og
er stór hluti þeirra fjölskyldufólk.
Einn grunnskóli er á svæðinu, Háa-
leitisskóli, en um 250 nemendur eru
skráðir í skólann nú í upphafi vetrar.
Rauði krossinn á Suðurnesjum er
einn af stóru stuðningsaðilum Vel-
ferðarsjóðs Suðurnesja og leggur
sjóðnum til verulegar fjárhæðir á
hverju ári. Á meðfylgjandi mynd má
sjá Hannes Friðriksson, formann
Rauða krossins á Suðurnesjum,
afhenda Þórunni Þórisdóttur hjá
Velferðarsjóði Suðurnesja framlag
í sjóðinn.
Að þessu sinni var upphæðin 350.000
krónur sem verður nýtt í úthlutanir
Velferðarsjóðs nú fyrir jólin og á nýju
ári. Velferðarsjóðurinn er starfræktur
allt árið en er mest áberandi fyrir
jólahátíðina. Fram hefur komið að
um 70 fjölskyldur á Suðurnesjum fá
stuðning Velferðarsjóðs Suðurnesja
um þessi jól.
Hefja framkvæmdir við
nýjan leikskóla á Ásbrú
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Hannes Friðriksson formaður Rauða krossins á
Suðurnesjum og Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði
Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi
Rauði krossinn styður
Velferðarsjóð Suðurnesja
Opnunartími: 9:00 til 20:00 virka daga - 12:00 til 19:00 um helgar. Vaktsími lyfjafræðings er 821-1128 ef afgreiða þarf lyf utan opnunartíma.
Hólagötu 15 260 Reykjanesbæ. s: 421-3393 læknasími 421-3394 og fax: 421-3383
Verið hjartanlega velkominDolorin 500 mg fæst í lausasölu í 20 stk og 30 stk pakkningum.
Dolorin er á hagstæðu verði og ávallt fáanlegt!
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu
og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Dolorin
Nýtt verkjalyf sem inniheldur paracetamól
er verkjastillandi og hitalækkandi,
við höfuðverk, hálsbólgu,
kvef- og flensueinkennum
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR