Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 40

Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 40
40 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Björg er á leiðinni í háloftin. Hólmfríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi heimilisfræðikennari í Holta- skóla í Keflavík var með heppnina með sér þegar Jólalukku-skafmiði með nafni hennar var dreginn úr kassanum í þriðja úrdrætti Jólalukku Víkurfrétta. Hólmfríður fékk stærsta vinninginn, iPhone X. Það var ekkert jafnrétti í úrdrætti vikunnar því aðeins komu upp nöfn kvenna. Ella Hlöðversdóttir í Sandgerði fékk næst stærsta vinninginn, 120 þús. kr. gjafabréf í Nettó í Njarðvík. Þriðji vinningurinn, Icelandair gjafabré,f kom í hlut Særúnar Ólafsdóttur, Vatnsnesvegi 29 í Keflavík. Fimmtán þús. kr. gjafabréf í Nettó komu á nöfn þeirra Elínar Þorsteinsdóttur, Skipastíg 10 og Albínu Unndórsdóttur, Hreiðar- hrauni 8 í Grindavík. Lokaúrdrátturinn verður á Aðfangadagsmorgun og þar verður dregið um annan iPhone X, 120 þús. kr. gjafabréf, Icelandair ferðavinning, tvo 15 þús. Kr. gjafabréf í Nettó, Grindavík auk tuttugu konfektkassa. Vinningshafar í údráttum 1-3 í Jólalukku VF 2017: iPhone X frá Nettó í Njarðvík: Hólmfríður Guðmundsdóttir, Skólavegi 46, Keflavík 120 þús. Kr. gjafabréf í Nettó í Njarðvík: Ella Hlöðversdóttir, Breiðhóli 27 í Sandgerði Icelandair gjafabréf frá VF Særún Ólafsdóttir, Vatnsnesvegi 29, Keflavík Halldóra Kristinsdóttir, Mávabraut 1a, Keflavík Geirdís B. Oddsdóttir, Kjólalandi 5, Garður 15.000 kr. gjafabréf frá NETTÓ Grindavík : Elín Þorsteinsdóttir, Skipastíg 10, Grindavík Albína Unndórsdóttir, Heiðarhrauni 8, Grindavík Sigríður Jónsdóttir, Laut 26. Grindavík Álfheiður H. Guðmundsdóttir, Arnarhraun 18 Grindavík Ásta Kristín Davíðsdóttir, Goðasalir 27, Kópavogur Margrét Karlsdóttir, Heiðarhrauni 18, Grindavík Eyrún B Eyjólfsdóttir, Norðurvör 2, Grindavík Torfey Hafliðadóttir, Leynisbraut 12, Grindavík 15.000 kr. gjafabréf frá NETTÓ Njarðvík : Ísak Örn Þórðarson, Kirkjuvegi 10, Keflavík Gunnhildur Pétursdóttir, Skógarbraut 922a, Ásbrú Fanney Halldórsdóttir, Holtsgötu 39, Sandgerði Sævar Þór Egilsson, Lindartúni 7, Garði. OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða! Jón Björn Ólafsson er fæddur og uppalinn Njarð- víkingur, en hann starfar hjá íþróttasambandi fatlaðra og heldur fast í gamlar jólahefðir. Hann bakar ekki smákökur fyrir jól og klárar ekki jólagjafirnar fyrr en á Þorláksmessu. Jón Björn er kvæntur Hilmu Hólmfríði Sig- urðardóttur og saman eiga þau þrjár dætur. Ertu mikið jólabarn? Í saman- burði við alvöru jólabörn þá næ ég rétt svo upp í meðalhófið. Annars hef ég mjög gaman af þessum árstíma og skreyti svona líka ágætlega, ekkert of mikið en nóg samt. Heldur þú fast í gamlar jóla- hefðir? Íhaldið er sterkt í mér á jólunum, held fremur fast í það sem ég kann vel við og við fjölskyldan. Nokkru fyrir jól eigum alltaf stóran og flottan dag við að skera út og steikja laufabrauð. Þú heldur ekkert jól án laufabrauðsins. Í seinni tíð eftir að menn lögðu það á sig að kunna ölgerð hér á landi þá hefur jólabjórsmökkun komið inn, sú iðja er í miklu uppáhaldi hjá mér. Gaman að setja á sig dómarahatt og upplifa bragðið af striti annarra. Hvað er ómissandi á jólunum? Umburðarlyndi. Hvað finnst þér skemmti- legast um jólahátíðina? Ég sakna þess að vera ekki á jóla- kortarúntinum með afa mín- um og nafna á aðfangadag en besti og skemmtilegasti hluti hátíðarinnar er auðvitað þessi tími sem maður fær með ást- vinum sínum. Bakar þú smákökur fyrir jólin? Nei, get ekki stært mig af því. Eiginkona mín bakar alltaf lag- tertu fyrir jólin, sú lagterta er í mikilsvirtum auðhringum og stöku bókaklúbb talin ein allra besta hátíðarkræsing sem völ er á í sýslunni. Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Verkinu lýkur eiginlega aldrei fyrr en á Þor- láksmessu, hvort sem það er að yfirlögðu ráði til að kom- ast niður í bæ á röltið eða illu heilli sökum tímastjórnunar- vanda. Hvort sem er þá er alltaf gaman að fara á röltið niður í bæ á Þorláksmessu. Hvenær setur þú upp jólatréð? Við fjölskyldan höfum verið að koma því haganlega fyrir um það bil tveimur til þremur vikum fyrir jól. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Það er æðislegt að fá jólagjafir, get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra. Nintendo-leikjatölva hér í denn skoraði mjög hátt. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Þegar hún Hilma mín dregur fram einhverja lífseig- ustu fjárfestingu okkar hjóna og setur jólageisladiskinn í gang þar sem Kenny Rogers og Dolly Parton fara mikinn. Umburðarlyndi ómissandi á jólunum Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar er nú haldin í Garðinum í fimmta sinn en hátíðin er hafin og mun standa frá laugardeginum 16. desember til sunnudagsins 14. janúar. Þema hátíðarinnar er Draumar. Þessa dagana eru listamennirnir, hvaðanæva úr heiminum, að koma í Garðinn og munu dvelja þar, skapa list og auðga mann- líf bæjarins. Að hátíðinni, eins og fyrri hátíðum, stendur Mi- reya Samper, listrænn stjórnandi og eigandi Ferskra vinda, í samstarfi við Sveitarfélagið Garð og fjölda styrktaraðila. Listamenn hátíðarinnar verða fjöru- tíu talsins og má finna upplýsingar um hvern listamann á heimasíðu Ferskra vinda, http://fresh-winds. com/. Í hópnum eru fimm íslenskir lista- menn en þau eru Brynhildur Þorgeirs- dóttir myndhöggvari, Bjarni Sigur- björnsson málari, Ragnheiður Guð- mundsdóttir þráðlistakona (textíl), Arna Valsdóttir kvikmyndalistakona (video) og Hrafn A. Harðarson ljóð- skáld og íbúi í Garði. Listamennirnir verða um allan bæ að skapa listaverk sín sem verða svo hluti af sýningu hátíðarinnar, en sum þeirra munu væntanlega standa um ókomna tíð í Garði. Fjöldi listaverka frá fyrri hátíðum Ferskra vinda skreyta nú Sveitarfélagið Garð og fjölgar þeim væntanlega enn á þess- ari hátíð, segir á heimasíðu Sveitar- félagsins Garðs. Opnunarhátíð sýninga verður laugar- daginn 6. janúar í sýningarsal á bæjar- skrifstofu Garðs, að Sunnubraut 4, og helgarnar 6. til 7. og 13. til 14. janúar verða í boði rútuferðir á milli lista- verka og sýninga hátíðarinnar, þar sem listamenn taka á móti gestum og segja frá verkum sínum. Listunnendur og allir þeir sem að- hyllast hugmyndaríki, sköpun og opinn huga eru hvattir til að koma og fylgjast með, taka þátt og njóta skemmtilegs viðburðar. Ferskir vindar blása í fimmta sinn í Garði Ebba Jóhannsdóttir og Birna systir hennar voru ánægðar með vinninginn. Sautján heppnir Suðurnesjamenn hafa haft heppnina með sér Heimilisfræðikennarinn fékk iPhone í Jólalukkunni Ungur peyi dró vinningshafa í þriðja úrdrætti í Jólalukkunni með aðstoð Erlu Valgeirsdóttur, aðstoðarverslunar- stjóra. VF-mynd/rannveig.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.