Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Side 43

Víkurfréttir - 21.12.2017, Side 43
43MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. „Ég er aðeins byrjuð að kynna þau fyrir sögunni,“ segir Teresa um börn sín og Ljósahátíðina en hátíðarhöld hjá gyðingum fjalla að verulegu leyti um að fræða ungdóminn um söguna. Tákn hátíðarinnar er níu arma kerta- stjaki (menorah), sem svipar til stjaka sem fannst í musterinu til forna, en í hann eru sett sérstök kerti. „Við byrjum að kveikja á miðjukertinu og einu öðru kerti fyrsta dag í Hanuk- kah, um kvöldið. Svo kveikjum við á einu kerti á dag þar til átta dagar eru liðnir,“ en miðjukertið er notað til að tendra upp í hinum. Teresa er með sambærilegan stjaka uppi við á heim- ilinu en stjakinn er gjarnan geymdur úti í glugga. Þetta árið hefst Ljósa- hátíðin 12. desember og stendur yfir til 20. en dagsetningarnar færast til á milli ára þar sem tímatal gyðinga er reiknað út frá tunglinu, ekki sólinni. „Ég vil að krakkarnir mínir upplifi þetta og kynnist hefðinni. Þau geta þá bara valið sjálf í framtíðinni hvað þau vilja gera, eða kynnt sér það.“ Um Ljósahátíðina segir Teresa jafnframt: „Þetta er voðalega ein- falt! Fjölskyldan kemur saman og borðar góðan mat en það er bara venjulegur matur eða eitthvað gott eins og kjúklingur eða nautakjöt. Það eina sem er sérstakt við matinn er „subganiot“ og „latkes“ sem að hennar sögn líkist Berlínarbollum og pönnukökum. „Þessir réttir eru steiktir upp úr olíu til þess að minnast olíunnar sem dugði í átta daga en það eru aðrar hátíðir sem eru stærri eins og páskar (pesach) og nýárshátíðin (rosh hashana). Hanukkah er meira fyrir börnin því þau fá líka eina gjöf á hverjum degi, þegar kveikt er á kert- unum. „Þau fá bara litlar gjafir svona eins og fer í skóinn en það er til dæmis „dreidel,““ segir Teresa en „dreidel“ er þekkt leikfang úr menningu gyðinga og er nokkurs konar þyrilsnælda. Snældan er gerð úr ýmsu efni, sbr. leir, pappa eða tré, hún hefur fjórar hliðar og hver þeirra geymir stafi úr hebreska stafrófinu. Snældunni er snúið á gólfi og leikur- inn líkist póker en í pottinum eru gjarnan súkkulaðipeningar í gull eða silfurumbúðum, hnetur og ýmislegt góðgæti. Stafirnir á hliðunum segja til um gengi hvers og eins í leiknum og ýmist fær viðkomandi ekkert, heilan eða hálfan pott eða þarf jafnvel að bæta í hann. „En við höldum líka jólin hér,“ bætir Teresa því næst við „en það eru íslensku jólin.“ Hún segir að yfirleitt skreyti eiginmaður hennar og börnin töluvert, inni og úti, og að hún hjálpi til við að pakka inn og svoleiðis. „Hann Aron skreytti þetta allt saman,“ segir hún og bendir á jólaljósin og jólaskrautið á heimilinu. „Honum finnst þetta gaman og ég leyfi þeim að gera það.“ Þegar Teresa er spurð að því hvort fjölskyldan sé með einhverja sérstaka hefð segir hún „Já, reyndar. 6. janúar fá krakkarnir líka gjafir,“ en í Úrúgvæ kallast 6. janúar Dagur barnanna. Mikið er af kaþólsku og kristnu fólki í Úrúgvæ og því eru margir þar sem halda jólin hátíðleg á hefðbundinn hátt en gyðingar hafa sína eigin hátíðisdaga. „Á Degi barnanna fá börnin í Úrúgvæ gjafir frá þremur konungum og pabbi minn vildi að við systkinin fengjum líka gjafir þá þar sem sá dagur er ekki jafn tengdur trúnni og 25. desember. Við Viktor höldum þessu með krakkana okkar og þau fá alltaf eitthvað 6. janúar.“ Að lokum ber að nefna að á hebresku eru þrjár aðferðir til þess að óska fólki gleðilegrar ljósahátíðar en þær eru eftirfarandi: „Hanukkah Sameach“ (Gleðilega Ljósahátíð), „Chag Sam- each“ (Gleðilega hátíð) og „Chag Urim Sameach“ (en urim merkir ljós). Ljósið logaði í átta daga Teresa Stein er frá Úrúgvæ í Suður-Ameríku en flutti til Íslands fyrir átján árum. Hún býr í Keflavík ásamt eiginmanni sínum Vikt- ori Björnssyni og þremur börnum þeirra: Aroni Birni, Ívari og Ísabellu Stein. Ter- esa og Viktor halda jólin há- tíðleg að íslenskum sið enda hefur Teresa búið lengi á Íslandi og á börn sem tækju ekki annað í mál. Í Úrúgvæ tíðkast mismunandi trúar- brögð en sjálf er Teresa af gyðingaætt og því eingyðis- trúar. Gyðingar trúa ekki á Jesú Krist og fagna þar af leiðandi ekki fæðingu hans en sú hátíð sem svipar hvað mest til jólanna hjá gyðingum er Ljósahátíðin eða Hannukah. Ljósahátíðin er haldin til að minnast kraftaverks sem varð eftir að gyðingar hröktu Sýr- lendinga frá Jerúsalem fyrir langa löngu. Þeir fóru þá strax í musterið til að fagna sigrinum en fundu ekki nema örlítið af olíunni sem notuð var til að kveikja ljós við helgiathafnir. Olían átti að duga í einn dag en dugði sjö dögum betur, í átta daga, eða þar til tókst að útvega meiri olíu. OPNAÐ KL. 8:00OPIÐ TIL 16:00 LOKAÐ OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Krambúð Hringbraut 23. desember Þorláksmessa Laugardagur 26. desember Annar í jólum Þriðjudagur 24. desember Aðfangadagur Sunnudagur 31. desember Gamlársdagur Sunnudagur 25. desember Jóladagur Mánudagur 1. janúar Nýársdagur Mánudagur Reykjanesbæ OPNUNARTÍMAR YFIR HÁTÍÐARNAR Krambúðin óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári HAGSTÆ TT VERÐ FYRIR H EIMILIÐ m ar kh ön nu n eh f Þetta er voðalega einfalt! Fjölskyldan kemur saman og borðar góðan mat en það er bara venjulegur matur eða eitthvað gott eins og kjúklingur eða nautakjöt.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.