Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 60
60 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg.
Elísa Sveinsdóttir er þessa dagana að klára
meistaranám í íþrótta- og heilsufræði en hún
er búsett í Reykjanesbæ. Hún starfar einnig
sem danskennari í Bryn Ballett Akademíunni
og sem umsjónarkennari í 2. bekk í Háaleitis-
skóla auk þess sem hún kennir íþróttir, sund
og dans skólanum. Elísa ætlar að setja gjöf
undir jólatréð í Smáralind og rúnta um bæinn
með föður sínum á aðfangadag.
Hvar ætlar þú að verja aðfanga-
degi? „Með fjölskyldunni heima
hjá mömmu og pabba.“
Ert þú byrjuð að kaupa jóla-
gjafir? „Nei, ég er ennþá á hugs-
unarstiginu, frekar róleg! En
þarf að fara drífa í því.“
Ert þú með einhverjar hefðir
um jólin? „Það er nauðsynlegt
að horfa á Christmas Vacation
til að koma sér í jólagírinn og
á aðfangadag förum við pabbi
alltaf rúnt með jólakortin og
gjafirnar til ættingja og vina.“
Hvað verður í matinn á að-
fangadag? „Svínahamborgar-
hrygg og meðlæti að hætti
mömmu og heimagerður
Toblerone ís í eftirrétt.“
Er eitthvað hér á Suðurnesjum
sem þú mælir með að fólk nýti
sér/geri um jólin? „Kíkja í
búðir bæjarins að skoða jóla-
gjafir, fara á kaffihús að fá
sér heitt kakó og mynda góða
jólastemningu. Svo bíða allir
spenntir eftir Star Wars í bíó.“
Ætlar þú að láta eitthvað gott
af þér leiða um jólin? Ef svo
er, hvernig? „Já, ég ætla setja
gjöf undir jólatréð í Smára-
lindinni.“
Setur gjöf undir jóla-
tréð í Smáralind
BYGG býður þér til starfa
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG)
hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000
glæsilegar íbúðir á almennum markaði.
Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag
eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og
Kópavogi.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 220 manns og er
meðalstarfsaldur hár. Hjá fyrirtækinu er öflugt
starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.
BYGG byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
B Ú U M
BETUR
www.bygg.isSmiðir
Okkur vantar smiði með okkur í lið vegna upp-
byggingu Hlíðarhverfis, Reykjanesbæ.
Upplýsingar veitir Páll S: 693-7316
Bygginga- eða tæknifræðingur
Okkur vantar bygginga- eða tæknifræðing
með okkur í lið.
Upplýsingar veitir Einar S: 693-7306
Listasafn Reykjanesbæjar og Nor-
ræna húsið í Færeyjum verða í sam-
starfi með stóra ljósmyndasýningu
sem haldin verður á Ljósanótt 2018
í nokkrum sýningarsölum Duus
Safnahúsa. Færeyingar leggja til
sýninguna „Föroyar i et år“ sem
samanstendur af rúmlega 600 ljós-
myndum sem íbúar eyjanna tóku
og lýsa daglegu lífi þeirra í eitt ár
á sama tíma og ljósmyndasýningin
„Eitt ár á Suðurnesjum“ verður
opnuð í Listasal Duus Safnahúsa.
Listasafn Reykjanesbæjar býður
öllum Suðurnesjamönnum þátttöku í
Ljósanætursýningu safnsins haustið
2018 „Eitt ár á Suðurnesjum“. Hvað
hefur gerst á árinu? Safnaðu saman
ljósmyndunum þínum sem teknar
voru á tímabilinu 17.júní 2017 og
17.júní 2018.
Hver og ein myndanna segir sína sögu
af lífi þínu á árinu og saman segja
allar innsendar myndir, allra þátt-
takenda eina góða sögu af daglegu lífi
á Suðurnesjum. Öllum Suðurnesja-
mönnum sem hafa áhuga á að segja
sína eigin sögu eða sögu samfélagsins
er boðið að vera með og allar myndir
boðnar velkomnar. Hvað gerðist á
Suðurnesjum þetta ár? Hvað vorum
við að gera? Börnin og gamla fólkið,
fólkið og dýrin, hversdagurinn og há-
tíðarhaldið, pólitíkin og trúarbrögðin,
bæjarlífið og náttúran, fjölskyldan
og vinnan eða hvað annað sem talist
gæti hluti af okkar daglega lífi. Nánari
upplýsingar um skil verða auglýstar
vel eftir áramótin.
Eitt ár á Suðurnesjum
Tjáum líf okkar í myndum – Ljósanætursýningin 2018
„Engin þörf á orðum“. Ljósmyndari: Elinborg Christel Nygaard
FRÉTTASÍMINN ER
421 0002
Grunnskólakennari í 70% starf
Starfsfólk á heimili fatlaðra barna
LAUS STÖRF
Umsóknum í ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes-
bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt
nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni
Reykjanesbær - laus störf.
NJARÐVÍKURSKÓLI
VELFERÐARSVIÐ
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til
stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
VIÐBURÐIR
OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT
Ráðhús
-þjónustuver og bókasafn
Lokað 24.-26. desember
Opnar kl. 10:00 27. desember
Lokað 30. desember-2. janúar
Aðra daga er hefðbundinn
opnunartími.
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Opið 23. desember til kl. 13:00
Lokað 24.-26. desember
Lokað 31. desember og 1. janúar
Aðra daga er hefðbundinn
opnunartími.
Sundmiðstöð/Vatnaveröld
Opið 23. desember til kl. 16:00
Lokað 24.-26. desember
Opið 31. desember til kl. 11:00
Lokað 1. janúar
Aðra daga er hefðbundinn
opnunartími.
Duus Safnahús og Rokksafn
Lokað 24. og 25. desember
Lokað 31. desember og 1. janúar
Aðra daga er hefðbundinn
opnunartími.
Gleðilega hátíð!