Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 61
61MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg.
Nánari upplýsingar og móttaka umsókna er á www.ltr.is
Gæðastjóri
Við leitum að nákvæmum aðila í starf gæðastjóra með
megináherslu á matvælaöryggi. Í starfinu felst við-
hald gæðakerfis og ferla innan fyrirtækisins í sam-
ræmi við viðurkennda staðla.
Starfssvið
● Yfirumsjón með gæðaeftirliti og ferlum
fyrirtækisins samkvæmt gæðahandbók
● Umsjón með gæðastjórnunarhugbúnaði
● Eftirfylgni með lögum, reglugerðum og stöðlum
● Umsjón með eftirliti og fræðslu til starfsmanna
sem varðar gæðamál
● Umsjón með úttektum á sviði gæðamála
● Ábyrgð á samningum við verktaka á sviði
gæðamála
Vöru- og innkaupastjóri
Við leitum að reyndum aðila í starf vöru- og innkaupa-
stjóra. Í starfinu felast samskipti við birgja og söluein-
ingar fyrirtækisins, ábyrgð á birgðahaldi, vörufram-
boði og áætlunum sem varða vörur og innkaup.
Starfssvið
● Yfirumsjón með innkaupum, birgðahaldi
og samskiptum við birgja
● Ábyrgð á vöruframboði og skráningu
í bókhaldskerfi samkvæmt reglum
● Umsjón með vöruframsetningu hjá sölueiningum
● Aðkoma að markaðssetningu í samstarfi
við rekstrarstjóra og markaðsfulltrúa
● Ábyrgð á framlegð og kostnaðarverði seldra vara
● Áætlunargerð
Lagardére Travel Retail ehf. er íslenskt fyrirtæki í eigu íslenskra og franskra aðila, sem sér um
rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð Leifs Eiríksonar. Þar starfa um 200 starfs-
menn. Fyrirtækið er í samstarfi við Lagardére Travel Retail SAS sem er franskt félag. Starfsemi
fyrirtækisins er fjölþætt og snýr m.a. að veitingarekstri og rekstri ferðamanna- og fríhafnarverslana í
32 löndum og á 232 flugvöllum. Á heimsvísu starfa rúmlega 16.000 starfsmenn hjá félaginu.
Langar þig að vinna með samhentum hópi
fólks á líflegum vinnustað? Teymið okkar
samanstendur af framtakssömum og dug-
legum snillingum sem vinna alla daga að því
að skapa jákvæð tengsl við farþega í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík og veita
þeim fyrirtaks þjónustu.
Lagardère Travel Retail er stoltur styrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ.
Janus Guðlaugsson íþrótta- og
heilsufræðingur hefur undanfarnar
vikur leiðbent eldri borgurum í
Reykjanesbæ í heilsueflingu. Verk-
efnið hefur annars vegar farið fram í
Reykjaneshöll og hins vegar í Massa
í íþróttahúsi Njarðvíkur. Lokadagur
í sameiginlegum æfingum fyrir jól
var í Massa í síðustu viku en þátt-
takendur verða áfram í sjálfstæðri
þjálfun samkvæmt áætlun. Verk-
efnið heldur síðan áfram eftir ára-
mót og hefur fengið veglegan styrk
frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja
fyrir árið 2018.
Þriðjudaginn 12. desember var jóla- og
uppskeruhátíð á Nesvöllum en þar
var m.a. farið yfir afrakstur síðustu
sex mánaða hjá hópnum sem hefur
náð mjög góðum árangri á síðustu
mánuðum.
Janus segir að það hafi gengið ein-
staklega vel að fá eldri borgara til að
hreyfa sig og fara af stað í hreyfingu.
Markmiðið sé að efla heilsu þeirra og
velferð, hann segir einnig að þekking
þeirra á eigin heilsu sé að eflast.
Sólborg Guðbrandsdóttir mætti með
myndavélina á jóla- og uppskeruhátíð-
ina og smellti af myndunum sem eru
hér að ofan.
Góð uppskera hjá
Janusi og eldri
borgurum
í Reykjanesbæ