Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2018, Page 6

Víkurfréttir - 25.01.2018, Page 6
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg. Íbúar Reykjanesbæjar almennt ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins Reykjanesbær kemur vel út í nýrri þjónustukönnun Gallup og hækkar um 0,2 stig í sjö þjónustuþáttum og 0,3 stig í einum af samtals tólf sem kannaðir voru. Markmið könnunar- innar var að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Þeir þjónustuþættir sem eru kannaðir eru; ánægja með sveitarfélagið sem stað til að búa á, þjónusta grunnskóla sveitarfélagsins, þjónusta við barna- fjölskyldur, eldri borgara og fatlaða, gæði umhverfisins í nágrenninu og ánægja með þjónustu sveitarfélags- ins í heild. Almenn ánægja með skipulagsmál í sveitarfélaginu hækkar um 0,3 stig og er munurinn tölfræðilega mark- tækur þar, ásamt hækkun á þjónustu grunnskóla og þjónustu sveitarfélags- ins í heild. Þjónusta Reykjanesbæjar er yfir meðaltali sveitarfélaga í átta flokkum af tólf, á pari við meðaltal í þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið og undir landsmeðaltali í sorphirðu, gæðum umhverfis og ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Í tveimur af þessum þremur flokkum hefur sveitarfélagið bætt sig frá því í fyrra en alltaf er tækifæri til að gera enn betur. Íbúar eru ánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarfélaginu, sem fær 4,2 stig af fimm mögulegum, en ánægjan er minnst í skipulagsmálum, 3,3 stig. Könnunin var framkvæmd af Gal- lup á tímabilinu 3. nóvember til 17. desember 2017. Um síma- og net- könnun var að ræða og bárust alls 299 svör. Ragnheiður Elín vill bjarga sundlaug Keflvíkingurinn og fyrrum ráðherr- ann Ragnheiður Elín Árnadóttir berst núna fyrir framtíð Sund- hallar Keflavíkur. Ragnheiður hefur stofnað hóp á fésbókinni undir heit- inu „Björgum Sundhöll Keflavíkur“. „Þessi hópur er settur á laggirnar með það að markmiði að koma í veg fyrir niðurrif gömlu Sund- hallarinnar í Keflavík, sem er ein þriggja bygginga í Reykjanesbæ sem teiknuð er af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Tillaga þess efnis bíður afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar. Næsti fundur nefndarinnar er 13. febrúar þannig að mikilvægt er að vinna hratt og vel. Þessi síða er opin öllum og verður vettvangur umræðu, upplýsinga og aðgerða og með því að gerast með- limur í hópnum lýsir þú stuðningi við málstaðinn,“ segir í kynningu á síðunni. Framkvæmdir eru hafnar við íþróttamannvirki í Grindavík. Hluti af gamla íþróttahúsinu hefur verið rifinn og jarðvinnuverktaki á fullu að undirbúa verkið fyrir út- boð en á svæðinu er nú myndarleg hola þar sem nýtt íþróttahús mun rísa. „Framkvæmdin er enn í útboði og gert er ráð fyrir að opna tilboð þann 20. febrúar nk., gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega í kjöl- farið af því,“ segir Ármann Hall- dórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkur. Á fyrstu hæð hússins er gert ráð fyrir forrými sem tengir íþrótta- miðstöð og tengigang við nýjan íþróttasal ásamt búningaaðstöðu, áhaldageymslu, afgreiðslurými o.fl. Á annari hæð verður meðal annars fjölnota salur en mikil uppbygging hefur verið í íþróttalífinu í Grinda- vík á undanförnum árum og fjöl- breytnin er mikil. Íþróttir eins og og júdó, taekwondo og fimleikar blómstra í bæjarfélaginu, ásamt körfu, knattspyrnu og sundi. Hér mun nýtt íþróttahús rísa í Grindavík. VF-mynd: Hilmar Bragi NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS RÍS Í GRINDAVÍK „Fjárhagsáætlun bæjarins stenst ekki“ „Ég benti á það á fundi þar sem fjármálaáætlun Reykjanesbæjar var kynnt bæjarbúum að það væri óábyrgt að gera ráð fyrir tekjum af fyrirtækjum “United Silicon og Thorsil” sem að ekki væru í rekstri og yrðu hugsanlega ekki í rekstri“, þetta segir Þórólfur Júlían Dags- son á Facebook-síðunni Reykja- nesbær - gerum góðan bæ betri. Þórólfur segir að í ljósi nýjustu fregna af gjaldþroti United Silicon og ákvörðum Umhverfisstofnunar að ef verksmiðjan verður keypt þá þurfi þeir fjárfestar að fá öll til- skyld leyfi aftur og þá þurfi einnig nýtt umhverfismat að fara fram. Hann segir einnig að það séu litlar líkur á því að þetta fyrirtæki fari aftur í rekstur næstu tvö árin í það minnsta. „Nú stenst fjárhagsáætlun bæjar- ins engan veginn og ágætt væri að fá endurreiknaða áætlun í hend- urnar þar sem þessi tvö fyrirtæki eru ekki tekin með inn í reikn- inginn í ljósi nýjustu fregna.“ Þórólfur segir einnig að þetta hafi áhrif á 1200 milljóna króna framkvæmd við Helguvíkurhöfn sem er inn í fjárhagsáætluninni. „Ég tel að falla ætti frá þeim fram- kvæmdum því ekki er forsenda fyrir þeim lengur.“ TÖLUVERÐ AUKNING GESTA Í VATNAVERÖLD Gestir Vatnaveraldar árið 2017 voru 147.262 á síðastliðnu ári. Um er að ræða aukningu á gestum en 153.146 sóttu Vatnaveröld árið 2016. Þetta kemur fram í fundar- gerð Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þann 17. janúar sl. Hafsteinn Ingibergsson, forstöðu- maður íþróttamannvirkja í Reykja- nesbæ, sagði frá auknum gestafjölda á fundinum, þá voru starfsmenn Reykjanesbæjar 6.270 en þeir fengu sundkort í jólagjöf. Deiliskipulagstillaga fyrir Hafnargötu 56 Reykjanesbæ Deiliskipulagstillaga fyrir Hafnargötu 56 Reykjanesbæ Reykjanesbæ, 31. janúar 2018. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga: Markmið deiliskipulags er að skilgreina reit á lóðinni fyrir nýbygg- ingu fyrir verslun, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði, hótel og gisti- starfsemi eða íbúðir í samræmi við skilmála Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015 –2030. Hús sem fyrir er á lóðinni er varðveitt, en heimilt að breyta innra fyrirkomulagi. Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 31. janúar 2018 til 9. mars 2018. Tillögur eru einnig aðgengi- legar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athuga- semdum er til 9. mars 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Skipulagsfulltrúi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.