Víkurfréttir - 25.01.2018, Síða 14
14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg.
Sunnudaginn 14. janúar sl. var frumsýnd heimildarmynd eftir Guðmund Magnússon kvikmynda-
gerðarmann. Sýnt var í samkomusal Gerðaskóla. Myndin fjallar um lífshlaup Guðna Ingimundar-
sonar frá Garðstöðum í Garði. Myndinni var vel tekið.
Guðni á trukknum
– heimildarmynd sýnd á miðvikudagskvöld
Guðni Ingimundarson, Guðni á trukknum.
Listasafn Reykjanesbæjar og Norræna húsið í Færeyjum verða í samstarfi
með stóra ljósmyndasýningu sem haldin verður á Ljósanótt 2018 í nokkrum
sýningarsölum Duus Safnahúsa. Færeyingar leggja til sýninguna „Föroyar
i et år“ sem samanstendur af rúmlega 600 ljósmyndum sem íbúar eyjanna
tóku og lýsa daglegu lífi þeirra í eitt ár á sama tíma og ljósmyndasýningin
„Eitt ár á Suðurnesjum“ verður opnuð í Listasal Duus Safnahúsa.
Listasafn Reykjanesbæjar býður
öllum þátttöku í Ljósanætursýningu
safnsins haustið 2018 „Eitt ár á Suður-
nesjum“. Hvað hefur gerst á árinu?
Safnaðu saman ljósmyndunum þínum
sem teknar voru á Suðurnesjum á
tímabilinu 17. júní 2017 til 17. júní
2018.
Hver og ein myndanna segir sína sögu
af lífi þínu á árinu og saman segja
allar innsendar myndir, allra þátt-
takenda eina góða sögu af daglegu lífi
á Suðurnesjum. Allar myndir boðnar
velkomnar sem teknar eru á Suður-
nesjum á þessu tímabili. Hvað gerðist
á Suðurnesjum þetta ár? Hvað vorum
við að gera? Börnin og gamla fólkið,
fólkið og dýrin, hversdagurinn og há-
tíðarhaldið, pólitíkin og trúarbrögðin,
bæjarlífið og náttúran, fjölskyldan
og vinnan eða hvað annað sem talist
gæti hluti af okkar daglega lífi. Nánari
upplýsingar um skil verða auglýstar
vel eftir áramótin.
Hver og einn má senda inn mest
10 myndir. Þar sem myndirnar eru
hugsaðar á sýningu er nauðsynlegt
að þær séu í mjög góðri upplausn svo
möguleiki sé á að prenta þær út í góðri
stærð. Því er æskilegt að myndirnar
séu ekki minni en 4 MB en þó er
hægt að hlaða inn myndum í öllum
stærðum. Skilafrestur er til 1. júlí
2018. Allar innsendar myndir verða
sýndar á Ljósanætursýningunni, þær
bestu útprentaðar en hinar á skjám.
Á meðfylgjandi slóð má senda myndir
á sýninguna: http://listasafn.reykja-
nesbaer.is/ljosmyndasamkeppni
Athugið að einungis er hægt að hlaða
inn þremur myndum í einu og síðan
er hægt að endurtaka leikinn þar til
10 myndum hefur verið hlaðið inn.
LJÓSMYNDASÝNINGIN „EITT ÁR Á SUÐURNESJUM“
Norðurljós við bæjardyrnar.
Ljósmyndari: Hilmar Bragi Bárðarson
„Engin þörf á orðum“ heitir þessi mynd frá Færeyjum. Ljósmyndari: Elinborg Christel Nygaard
Tjáum líf okkar í myndum - Ljósanætursýningin 2018
Myndin hefur verið í vinnslu undanfarin ár,
byggir á frásögn Guðna, viðtölum við sam-
ferðamenn og fjölbreyttu myndefni, gömlu
og nýju. Hörður Gíslason gerði handrit.
Guðni er fæddur árið 1923, gerði út trukk með
lyftibúnaði og loftpressu og sá um fleygun og
sprengdi jarðveg á Suðurnesjum um hálfrar
aldar skeið. Að því loknu hefur hann gert upp
á annað hundrað véla af mörgum gerðum, gert
þær gangfærar að nýju. Vélarnar eru til sýnis
í Byggðasafninu í Garðinum. Þá kom Guðni
með trukkinn að fjölda verkefna í höfnum á
Suðurnesjum, tengt framkvæmdum við hafnar-
mannvirki eða við lagfæringu og tilfærslu báta.
Þá var hann kvaddur til aðstoðar við lausn á
fjölbreyttum verkefnum tengt viðgerðum og
flutningi á margs konar búnaði. Gjarnan fór
hann um vegi á Suðurnesjum í óveðrum til
aðstoðar áður en björgunarsveitir náðu nú-
verandi styrk. Um árabil glímdi hann við að
ná málmum í fjörum úr skipum sem þar urðu
til og útbjó sig með búnað til þess. Fór með
trukkinn á fjöru allt út í Flasarhaus á Garðskaga
og var ætíð kominn með búnað sinn að landi
áður en flæddi. Hreinsun málma úr fjörum má
flokka með umhverfisvernd.
Guðni var vitavörður á Garðskaga og Hólms-
bergi í 25 ár.
Heimildarmyndin um Guðna verður sýnd öðru
sinni miðvikudaginn 24. janúar í skólanum í
Garðinum kl. 19:30.
Styrktaraðilar myndarinnar eru Sveitarfélagið
Garður, Uppbyggingasjóður Suðurnesja, Isavia,
Axel Jónsson, Sigurður Ingvarsson, Tómas
Knútsson og fjölskylda Guðna.