Víkurfréttir - 25.01.2018, Side 30
30 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg.
„Ég hef tækifæri til að
gera það sem ég elska“
- Valur Orri er slakur að spila körfubolta í Bandaríkjunum
Körfuboltinn gengur vel
hjá Vali Orra Valssyni, en
hann er búsettur í Banda-
ríkjunum þar sem hann
stundar nám í viðskiptum
hjá Florida Institude of
Technoligy og spilar
körfubolta samhliða.
„Ég er búinn að kynnast
mörgum hérna úti, enda
eru Kanarnir ekki hræddir við að
vaða í mann og byrja að spjalla eins og
maður hafi þekkt þá í þrjátíu ár. Mér
finnst það bara skemmtilegt, þá líður
manni eins og maður sé velkominn
hér,“ segir Valur en Bandaríkin eru að
hans sögn mjög ólík Íslandi. „Kanar
elska Ameríku og sjá ekkert annað.
Við Íslendingar elskum landið okkar
en viljum alltaf vera annars staðar.
Það er svo margt ólíkt með þessum
stöðum. Hérna eru mjög margir út-
lendingar og maður eignast vini frá
ýmsum stöðum í heiminum.“
Það besta við að búa í Bandaríkj-
unum segir Valur vera veðrið. „En
fyrir utan það þá er það sennilega
rútínan sem maður er í. Ég hef tæki-
færi til að gera það sem ég
elska allan daginn. Svo er
það auðvitað gráðan sem
maður horfir til.“
Strákarnir í liðinu eru
góðir saman og verja þar
af leiðandi miklum tíma
saman. „Á meðan maður
er í körfunni og skólanum
er rosalega takmarkaður
tími til að gera eitthvað annað, en
við reynum að kíkja út annað slagið,
annars erum við bara slakir. Svo er
alltaf hægt að kíkja til Orlando í versl-
unarmiðstöðvarnar og einhverjar
afþreyingar.“
Hefðbundinn dagur hjá Vali hefst
um átta leytið á morgnana, en hann
kemur sér í skólann og borðar al-
mennilegan morgunmat. Hann mætir
í alla tímana sína og æfir körfubolta
oftast á milli klukkan þrjú og sex. Eftir
æfingarnar tekur lærdómurinn við.
„Ég reyni að hugsa lítið um það hvað
hvað ég ætla að gera eftir skólann og
leyfi því frekar að koma bara til mín.
Ég ætla að klára þetta fyrst og svo set
ég mér ný markmið og nýja stefnu.“
HS Veitur hf óska eftir að ráða sérfræðing á
fjármálasvið á starfsstöð sína í Reykjanesbæ
Hjá HS Veitum starfar framsækinn hópur starfsfólks sem kappkostar að ea sig í star með frumkvæði, fagmennsku
og framúrskarandi vinnubrögðum.
Fyrirtækið varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt upp.
HS Veitur annast raforkudreingu á Suðurnesjum, í Hafnarrði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg.
HS Veitur annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á
Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum.
Starfsstöðvarnar eru órar, í Reykjanesbæ, Hafnarrði, Vestmannaeyjum og í Árborg.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 starfsmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi
- Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem
nýtist í starfi
- Góð bókhaldsþekking og skilningur á fjármálum
- Þekking og reynsla af Microsoft Dynamics AX
eða sambærilegu kerfi kostur
- Góð greiningarhæfni og tölvukunnátta
- Frumkvæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Færni í samstarfi og samskiptum
HS VEITUR HF
www.hsveitur.is
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri.
Umsækjendur sækja um störfin á heimasíðu fyrirtækisins www.hsveitur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 12 febrúar 2018.
Starfssvið:
- Færsla bókhalds, afstemmingar og aðstoð
við uppgjör
- Greiðslumóttaka frá bönkum og
innheimtuaðilum
- Móttaka reikninga frá lánardrottnum
- Skýrslugerð og upplýsingamiðlun til aðila
innan og utan fyrirtækis
- Umsjón með rekstrarsamningum
- Önnur almenn störf á fjármálasviði
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Ráðningarþjónusta
HH Ráðgjöf • Fjarðargata 13 - 15 • 220 Hafnarörður • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is og eru
áhugasamir beðnir um að sækja um störfin þar.
Framleiðslustörf
Íslandshús ehf. óska eftir að ráða starfsmenn í framleiðslu forsteyptra
eininga í steypustöð. Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 17:00.
Hæfniskröfur
· Lyftarapróf kostur
· Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
· Áreiðanleiki, stundvísi og reglusemi
Íslandshús ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar og framleiðir forsteyptar
einingar s.s. stólpa og undirstöður fyrir skjólgirðingar, sólpalla, smáhýsi ofl.
Íslandshús framleiðir "DVERGANA" sem eru vinsælustu smástólpar á
íslenskum markaði og seldir í öllum byggingavöruverslunum landsins.
B Í L A V E R K S T Æ Ð I
S t a r f s m e n n ó s k a s t
W A R S Z T A T S A M O C H O D O W Y
Z a t r u d n i p r a c o w n i k ó w
Nýsprautun ehf er bíla- og réttingarverkstæði í Reykjanesbæ.
Vegna aukinna verkefna vantar okkur nú þegar starfsmenn
í eftirtaldar stöður:
• Starfsmann í móttöku/skrifstofustarf
• Málara á sprautverkstæði, helst vanan
• Starfsmann í almennar viðgerðir/þrif/standsetningu
Nýsprautun ehf warsztat mechaniki samochodowej oraz
blacharsko lakierniczy w Reykjanesbæ.
W związku ze zwiększonymi projektami potrzebujemy
pracowników na następujących stanowiskach:
• Pracownik recepcji / pracownik biurowy
• Lakiernik samochodowy z doświadczeniem
• Pracownik w zakresie napraw ogólnych / myjnia / demontaż i montaż.
Nýsprautun ehf. • Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ
Upplýsingar: Sverrir s. 896-1717 • nysprautun@nysprautun.is
LÍNURNAR TEKNAR AÐ SKÝRAST
FYRIR KNATTSPYRNUSUMARIÐ
Undirbúningur fyrir knattspyrnusumarið sem er framundan er hafinn og
eru Suðurnesjaliðin í óðaönn að semja við leikmenn fyrir átökin.
PEPSI-DEILDIN
Grindavík hefur samið við Aron Jó-
hannsson frá Haukum og Jóhann
Helga Hannesson sem kom frá Þór.
Markakóngur Pepsi-deildarinnar
í fyrra, Andri Rúnar Bjarnason, er
farinn til Helsingborg, Aron Freyr
Róbertsson hefur samið við Keflavík
og Gylfi Örn Á Öfjörð er genginn til
liðs við ÍR.
Hákon Ívar Ólafsson, Juanma Ortiz
og Maciej Majewski eru allir samings-
lausir hjá liðinu.
Enginn leikmaður er farinn frá liði
Keflavíkur og er Aron Elís Árnason
samningslaus.
INKASSO-DEILDIN
Njarðvík hefur samið við Helga Þór
Jónsson frá Víði Garði og Sigurbergur
Bjarnason er kominn í grænu treyj-
una en hann kom frá Keflavík. Þá er
Gualter Aurelio Oliveira Bilro farinn
til Portúgal.
Gunnar Þorsteinsson
framlengir við
Grindavík
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði
Grindvíkinga í Pepsi-deild karla
í knattspyrnu framlengdi samn-
ing sinn við knattspyrnudeildina
um tvö ár og er nú samnings-
bundinn félaginu til loka ársins
2020, þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá félaginu.
Jónas Þórhallson formaður ásamt Gunnari
við undirritun samningsins.