Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 6
www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
LED lausnir frá
Lýsing fyrir götur,
göngustíga og bílastæði.
Ráðgjöf og nánari upplýsingar
má fá hjá sölumönnum.
Smart City
lausnir
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
sala@olafsson.is
01 Smærri
viðgerðir
Hraðþjónusta HEKLU.
Hringdu í 590 50 30 eða renndu við.
Hekla.is
Alltaf öruggt start fyrir kuldann í vetur.
Bandaríkin Ekki stendur til að
slaka á viðskiptaþvingunum gegn
Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir
að neinu leyti í aðdraganda fundar
Donalds Trump, forseta Banda-
ríkjanna, og Kim Jong-un, einræðis-
herra Norður-Kóreu, sem tilkynnt
var um í síðustu viku. Þetta sagði
Mike Pompeo, yfirmaður banda-
rísku leyniþjónustunnar CIA í gær.
Um er að ræða fyrsta fund leið-
toga þessara tveggja ríkja. Ekki
liggur fyrir hvenær eða hvar þeir
Trump og Kim munu hittast en
búist er við því að fundurinn fari
fram í maí. Þá mun Kim einnig
eiga fund með suðurkóreska forset-
anum Moon Jae-in á landamærum
ríkjanna á Kóreuskaga í apríl.
Pompeo sagði enn fremur að
þótt Bandaríkin ætluðu ekki að
gefa eftir myndi einræðisríkið
þurfa að standa við orð sín um að
hætta kjarnorku- og eldflaugatil-
raunum alfarið áður en fundurinn
fer fram.
„Við höfum aldrei áður verið í
þeirri stöðu að hagkerfi Norður-
Kóreu sé svo hætt komið, að yfir-
völd hafi sætt svo miklum þrýst-
ingi, að einræðisstjórnin biðji um
viðræður á þeim forsendum sem
Kim Jong-un hefur samþykkt.
Sjálfur tjáði Trump sig um við-
ræðurnar á fjöldafundi í Pennsylv-
aníu á laugardag. „Ég trúi því að
þau vilji frið. Ég held það sé tími til
kominn,“ sagði forsetinn.
„Hver veit hvað gerist?“ sagði
Trump um væntanlegan fund og
bætti við: „Kannski yfirgef ég fund-
inn í snatri. En kannski setjumst
við niður saman og gerum besta
samning í heiminum.“
Fundur Kim og Trumps myndi
marka tímamót í utanríkisstefnu
Bandaríkjanna, að því er Bloom-
berg greinir frá. Hann væri algjör-
lega fordæmalaus. Bloomberg
vitnar sömuleiðis í sérfræðinga
sem telja að mögulega sé einræðis-
herrann einungis að reyna að
kaupa sér tíma til að halda áfram
kjarnorkuvopnaþróun án þess að
þurfa að hafa áhyggjur af frekari
þvingunum.
Elizabeth Warren, öldungadeild-
arþingmaður Demókrata, sagðist í
gær ekki hrifin. Með því að sam-
þykkja að setjast niður með Kim
væri Trump að viðurkenna ógnar-
stjórn hans opinberlega.
„Ef forsetinn nær árangri í við-
ræðum sem þessum er það alltaf
gott fyrir Bandaríkin. En ég hef
áhyggjur af því að Kim muni not-
færa sér forsetann,“ sagði Warren
og bætti því við að utanríkisráðu-
neytið væri nú þjakað af afsögnum
lykilstarfsmanna. Til að mynda
væri enginn sendiherra nú í Suður-
Kóreu. thorgnyr@frettabladid.is
Þvingunum ekki hætt
fyrir fundinn með Kim
Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á
þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdrag-
anda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim.
Trump og Kim gnæfa yfir suðurkóreskum hermanni í Seúl. NordicphoToS/AFp
kína Xi Jinping gæti orðið forseti
ævilangt eftir að Kínverjar sam-
þykktu í gær að fella ákvæði um að
forseti megi bara sitja í tvö kjörtíma-
bil úr stjórnarskrá ríkisins. Af þeim
2.964 sem greiddu atkvæði á árlegum
fundi Þjóðþingsins lögðust einungis
tveir gegn breytingunni. Þrír sátu
hjá.
Ákvæðið var innleitt á tíunda ára-
tug síðustu aldar og hefur enginn
forseti síðan þá setið lengur en tvö
kjörtímabil. Yfirstandandi kjörtíma-
bili lýkur árið 2023 og samkvæmt
ákvæðinu sem var fellt úr stjórnar-
skránni hefði Xi þurft að láta af
störfum þá.
Ýmislegt benti hins vegar til þess
að Xi ætlaði alls ekki að láta sér tvö
kjörtímabil duga áður en tilkynnt
var um að til stæði að fella ákvæðið
úr stjórnarskránni. Xi hefur, þvert á
hefðir Kommúnistaflokksins, aldrei
valið sér arftaka. Þá var nafn hans
og hugmyndafræði rituð í stjórnar-
skrá flokksins í fyrra og var Xi þann-
ig settur á sama stall og Maó Zedong,
ofar öllum öðrum forsetum Kína.
Samkvæmt fréttaskýranda BBC
er erfitt að sjá fram að nokkur geti
skákað Xi Jinping. Hann sé lang-
valdamesti maður Kína og sé það
mikil breyting frá því Hu Jintao var
forseti 2003 til 2013 og forsætisnefnd
Kommúnistaflokksins fór saman
með stjórn ríkisins.
Ekki eru allir sáttir við breyting-
arnar. „Þetta gæti eyðilagt Kína og
tortímt kínversku þjóðinni. Ég get
ekki þagað um þetta. Ég verð að láta
þá vita að þjóðin sé á móti þessu,“
sagði Li Datong, fyrrverandi ritstjóri,
við The Guardian í gær en hann er
einn þekktasti talsmaður frjálslyndis
og stjórnarandstöðu í Kína. – þea
Xi fær að sitja lengur en tvö kjörtímabil
Xi Jinping, forseti Kína. NordicphoToS/AFp
1 2 . m a r s 2 0 1 8 m Á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
A
-8
7
0
8
1
F
2
A
-8
5
C
C
1
F
2
A
-8
4
9
0
1
F
2
A
-8
3
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K