Fréttablaðið - 12.03.2018, Page 12
Rashford gerði gæfumuninn
Marcus Rashford skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri á Liverpool í uppgjöri erkifjendanna.
fótbolti Tvö mörk frá Marcus Rash
ford tryggðu Manchester United
sigur á Liverpool í slag erkifjend
anna á Old Trafford á laugardaginn.
Þetta var fyrsti leikur Rashfords í
byrjunarliði United í ensku úrvals
deildinni síðan á öðrum degi jóla
og hans fyrstu deildarmörk síðan
12. desember. Þetta var jafnframt
í fyrsta sinn sem Rashford skorar
tvö mörk í deildarleik síðan í 32
sigri á Arsenal 28. febrúar 2016. Það
var fyrsti leikur hans fyrir United í
ensku úrvalsdeildinni á ferlinum.
United var sterkari aðilinn í fyrri
hálfleik þótt Liverpool hafi verið
meira með boltann. Rashford kom
heimamönnum yfir á 14. mínútu
eftir að hafa leikið skemmtilega
á Trent AlexanderArnold, hægri
bakvörð gestanna. Romelu Lukaku
vann skallaeinvígi við Dejan Lovren
í aðdraganda marksins. Hann gerði
það einnig í öðru marki United sem
kom 10 mínútum eftir það fyrsta.
Boltinn barst þá til Rashfords sem
skoraði með skoti sem hafði við
komu í AlexanderArnold.
Liverpool sótti nær allan seinni
hálfleikinn, án þess þó að ógna
marki United að neinu ráði. Gest
irnir fengu líflínu þegar Eric Bailly
skoraði kostulegt sjálfsmark á 66.
mínútu en nær komust þeir ekki.
David De Gea hafði lítið að gera
í marki United og Ashley Young
hélt hinum skeinuhætta Mohamed
Salah í skefjum.
„Þetta var fullkomin frammistaða
hjá okkur í tveimur ólíkum hálf
leikjum. Mér er alveg sama ef fólk
segir að við höfum ekki átt þetta
skilið,“ sagði José Mourinho, knatt
spyrnustjóri United, eftir leikinn.
Með sigrinum náðu hans menn
fimm stiga forskoti á Liverpool í 2.
sæti deildarinnar þegar átta umferð
um er ólokið.
„Við ætluðum ekki að vera svona
varnarsinnaðir í seinni hálfleik.
Leikmaður helgarinnar
Chris Wood breytti leik West Ham og Burnley eftir að hann
kom inn á sem varamaður á 61. mínútu, í stöðunni 0-0.
Fimm mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Ashley
Barnes, félaga sinn í framlínu Burnley.
Wood skoraði svo sjálfur á 70. mínútu eftir send-
ingu frá Aaron Lennon. Ný-Sjálendingurinn var
ekki hættur og hann skoraði annað mark sitt og
þriðja mark Burnley níu mínútum fyrir leikslok.
Hann var þá fyrstur að átta sig eftir að Joe
Hart varði skot Jóhanns Berg
Guðmundssonar út í teiginn og
skoraði auðveldlega.
Wood hefur verið talsvert
mikið frá vegna meiðsla eftir að
Burnley keypti hann frá Leeds United fyrir met-
verð í sumar. Wood er þó allur að koma til og
skoraði sigurmarkið gegn Everton um þarsíðustu
helgi. Hann hefur alls skorað sjö mörk fyrir
Burnley í ensku úrvalsdeildinni og er marka-
hæstur í liðinu. – iþs
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Manchester United
vann stórleikinn gegn
Liverpool, þökk sé
tveimur mörkum
frá Marcus Rashford. Þetta var
þriðji deildarsigur United í röð.
Eftir leikinn munar fimm stigum á
United og Liverpool. Chelsea er nú
fjórum stigum frá Liverpool sem er
í 4. sætinu.
Hvað kom á óvart?
Að Burnley skyldi
skora þrjú mörk á 15
mínútna kafla gegn
West Ham. Vel skipu-
lagður varnarleikur
er helsta ástæðan fyrir góðu
gengi Burnley í vetur en sóknar-
leikurinn hefur ekki verið neitt
sérstakur. Fyrir leikinn var Burnley
aðeins búið að skora 24 mörk í 29
leikjum.
Mestu vonbrigðin
Laugardagurinn var
afar vondur fyrir West
Ham. Ekki nóg með að
liðið tapaði 0-3 fyrir
Burnley heldur réðust stuðnings-
menn liðsins inn á Lundúnaleik-
vanginn. Einn þeirra tók hornfána
ófrjálsri hendi. Stuðningsmenn
West Ham eru afar ósáttir við
eigendur félagsins.
Kollegi hans hjá Liverpool, Jürgen
Klopp, var ekki sáttur við varnar
leik sinna manna í mörkunum sem
Rash ford skoraði.
„Það er ekki góð hugmynd að
lenda 20 undir gegn United. Lukaku
er einn af bestu framherjum heims
og við þurftum að vinna boltana
sem féllu af honum. Við gerðum það
ekki og Rashord nýtti sér það í tví
gang,“ sagði Klopp og sendi dómar
anum, Craig Pawson, pillu.
„Við fengum möguleika á lang
skotum en við vorum ekki nógu
góðir. Við skoruðum einu sinni og
ég held að allir geti verið sammála
um að við áttum að fá víti en það
hjálpar okkur ekki núna.“
Klopp hefur stýrt Liverpool sjö
sinnum gegn United og árangurinn
er ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Liverpool hefur aðeins unnið einn
þessara leikja, í Evrópudeildinni
vorið 2016, gert fjögur jafntefli og
tapað tveimur leikjum. United hefur
haft gott tak á Liverpool á undan
förnum árum. Frá upphafi tíma
bilsins 201415 hafa liðin mæst 10
sinnum. United hefur unnið fimm
þessara leikja, Liverpool einn og
fjórum sinnum hefur orðið jafntefli.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá United. Á morgun mætir
liðið Sevilla á heimavelli í seinni leik
liðanna í 16liða úrslitum Meistara
deildar Evrópu. Fyrri leiknum
lyktaði með markalausu jafntefli. Á
laugardaginn fær United svo Brigh
ton í heimsókn í 8liða úrslitum
ensku bikarkeppninnar. Það er titill
sem Mourinho hefur aðeins unnið
einu sinni (2007) og þyrstir eflaust í.
Liverpool á ekki leik fyrr en á
laugardaginn þegar liðið mætir Wat
ford. Annað sætið er orðið fjarlægt
en Rauði herinn er enn í kjörstöðu
til að tryggja sér Meistaradeildar
sæti. ingvithor@frettabladid.is
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 30. umferðar 2017-18
Man. Utd. - Liverpool 2-1
1-0 Marcus Rashford (14.), 2-0 Rashford
(24.), 2-1 Sjálfsmark (66.).
Everton - Brighton 2-0
1-0 Sjálfsmark (60.), 2-0 Cenk Tosun (76.).
Huddersfield - Swansea 0-0
Newcastle - S’oton 3-0
1-0 Kenedy (2.), 2-0 Kenedy (29.), 3-0 Matt
Ritchie (57.).
West Brom - Leicester 1-4
1-0 Salomón Rondón (8.), 1-1 Jamie Vardy
(21.), 1-2 Riyad Mahrez (62.), 1-3 Kelechi
Iheanacho (76.), 1-4 Vicente Iborra (90+3.).
West Ham - Burnley 0-3
0-1 Ashley Barnes (66.), 0-2 Chris Wood
(70.), 0-3 Wood (81.).
Chelsea - C. Palace 2-1
1-0 Willian (25.), 2-0 Sjálfsmark (32.), 2-1
Patrick van Aanholt (90.).
Arsenal - Watford 3-0
1-0 Shkodran Mustafi (8.), 2-0 Pierre-
Emerick Aubameyang (59.), 3-0 Henrikh
Mkhitaryan (77.).
B’mouth - Tottenham 1-4
1-0 Junior Stanislas (7.), 1-1 Dele Alli (35.),
1-2 Son Heung-Min (62.), 1-3 Son (87.), 1-4
Serge Aurier (90+1.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 29 25 3 1 83-20 78
Man. Utd. 30 20 5 5 58-23 65
Tottenham 30 18 7 5 59-25 61
Liverpool 30 17 9 4 68-34 60
Chelsea 30 17 5 8 52-27 56
Arsenal 30 14 6 10 55-41 48
Burnley 30 11 10 9 27-26 43
Leicester 30 10 10 10 45-43 40
Everton 30 10 7 13 35-49 37
Watford 30 10 6 14 39-50 36
Brighton 30 8 10 12 28-40 34
B’mouth 30 8 9 13 35-48 33
Newcastle 30 8 8 14 30-40 32
Swansea 30 8 7 15 25-42 31
Huddersf. 30 8 7 15 25-40 31
West Ham 30 7 9 14 36-57 30
S’oton 30 5 13 12 29-44 28
C. Palace 30 6 9 15 28-48 27
Stoke 29 6 9 14 28-54 27
West Brom 30 3 11 16 23-47 20
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Lék allan leikinn þegar
Everton vann 2-0 sigur á
Brighton á heimavelli. Everton er í 9.
sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Er enn frá vegna meiðsla
og lék ekki með Cardiff í
3-2 heimasigri á Birmingham.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Skoraði fyrra mark
Reading í 2-2 jafntefli við
Leeds á heimavelli.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Kom inn á sem varamaður
og skoraði fjórða mark
Aston Villa í 1-4 sigri á Wolves.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Lék seinni hálfleikinn
þegar Bristol City gerði
markalaust jafntefli við Burton.
Marcus Rashford fagnar fyrir framan stuðningsmenn Manchester United. Hann var hetja liðsins í stórleiknum gegn Liverpool. NoRDiCPHoToS/GETTy
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Var á sínum stað í byrj-
unarliði Burnley sem vann
West Ham 0-3. Átti stóran
þátt í þriðja marki Burnley.
Liverpool þrýsti okkur aftar á völl
inn en ég man ekki eftir því að De
Gea hafi þurft að taka á honum
stóra sínum. Ég man ekki eftir
neinum færum. Við stjórnuðum
leiknum án þess að vera með bolt
ann. Við áttum sigurinn skilið,“
bætti Mourinho við.
1 2 . m a r s 2 0 1 8 m Á N U D a G U r12 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
1
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
A
-6
9
6
8
1
F
2
A
-6
8
2
C
1
F
2
A
-6
6
F
0
1
F
2
A
-6
5
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K