Fréttablaðið - 12.03.2018, Síða 14

Fréttablaðið - 12.03.2018, Síða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Eftir nokkrar vikur ætti blómleg ræktun að vera komin í gang í suðurglugganum. Auður dembir plöntunum gjarnan í bað ef hún verður vör við lús. Baðið endurtaki hún í nokkra daga þar til lúsin er horfin. Skemmtilegur tími tekur við þegar jurtirnar fara að teygja sig upp úr moldinni. Mín þumalputtaregla er að byrja þegar bjart er orðið úti til klukkan sjö á kvöldin og þá bjart í sex til átta tíma yfir daginn. Það er því ágætt að byrja í mars og apríl,” segir Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur, spurð hvenær sé tíma- bært að sá fyrir kryddjurtum í eldhúsglugganum. Matgæðingum er því óhætt að draga á sig garðyrkjuhanskana og fjárfesta í fræjum. Vel megi rækta kryddjurtir allt árið um kring á Íslandi þó kalt sé. Stærsta hluta ársins sé nægilegt að nota suðurglugga eða vermi- reit með glæru plastloki. Í „inni- görðum“ með lýsingu megi rækta allt árið. Jurtirnar þurfi hvíldar- tíma frá nóvember og fram í mars við eðlilegar aðstæður. Hvernig er best að byrja? „Fræjum er sáð í sáðmold eða sáð- moldarkubba. Mér finnst sjálfri þægilegt að nota kubbana,“ segir Auður. „Þá er þremur til fimm fræjum, það fer aðeins eftir stærð, sáð í hvern kubb. Það er alltaf hægt að grisja síðar. Fræin eru látin liggja á yfirborðinu og vökvað vel. Bæði sáðmoldin og sáð- Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI 1 msk fersk minta 1 tsk ferskt oregano 1 miðlungs stór jalapenopipar, fræhreinsaður 1 hvítlauksgeiri 2 msk ferskur sítrónusafi ¼ tsk sjávarsalt ¾ bolli góð ólívuolía Hellið olíunni í litla skál og merjið allt hráefnið í mor- teli. Mokið svo úr mortelinu í olíuna og hrærið vel saman. Einnig má demba öllu hráefninu í blandara eða magic bullet og blanda þannig öllu vel saman. Fyrir meira bragð má setja minna af olíu og öfugt ef bragðið á ekki að vera mikið. Kryddolían geymist í lokuðu íláti en skilur sig svo gott er að hrista eða hræra aftur saman fyrir notkun. Gott yfir salat. www.paleoplan.com Kryddolía út á salatið moldarkubbarnir þurfa mikinn og stöðugan raka fyrstu vikurnar og til dæmis er gott að spreyja yfirborðið tvisvar á dag,“ útskýrir Auður. Skemmtilegur tími taki nú við að fylgjast með jurtunum spretta upp úr moldinni. Þegar vöxturinn er kominn vel á veg má flytja pottana út á svalir ef plássið er lítið í glugganum. „Kryddjurtir, aðrar en basilíku, má flytja út í garð eða út á svalir en huga þarf að skjóli því það er vindasamt hjá okkur á Íslandi. Sjálf flyt ég aldrei mínar út fyrr en eftir 17. júní en ég hef lent í næturfrosti í byrjun júní,“ segir Auður. „Fjölærar kryddjurtir eins og minta, steinselja (tvíær), gras- laukur, rósmarín, timían, oreganó og salvía koma upp aftur að ári en þurfa gott skjól yfir vetrartímann. Basilíka, kóreander og dill eru einærar plöntur hér á landi.“ Spurð hverju hún mæli með fyrir byrjendur í kryddjurtarækt segir Auður tiltölulega auðvelt að koma fjölærum jurtum til. „Minta og graslaukur eru auð- veld í ræktun og er fallegt að hafa í pottum úti á palli, á svölunum eða úti í garði. Þá er einfalt að færa pottana til eftir vatni og vindi. Ég mæli líka með því að byrjendur kaupi litlar forræktaðar jurtir. Mér finnst það þægilegt sjálfri og bæði sái fræjum og kaupi forræktað.“ Beðin um ráð við lús, leiðinda- gest sem getur látið sjá sig á krydd- jurtum, segir hún best að demba þeim í bað. „Ég fylgist alltaf vel með jurt- unum, sérstaklega ef þær eru inni, skoða þær daglega og sný við lauf- blöðum. Ef ég verð vör við lús skelli ég plöntunni strax í snöggt bað, til dæmis í djúpan vask eða bala. Ég geri þetta nokkra daga í röð og þá hverfur lúsin.“ Hverju mælirðu með fyrir krakka? „Minta er skemmtileg fyrir krakka að rækta. Til dæmis er gaman að rækta mismunandi bragðtegundir af mintu og klippa út á ísinn, ávextina eða í þeyting og orkudrykki.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . M A R S 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 A -7 D 2 8 1 F 2 A -7 B E C 1 F 2 A -7 A B 0 1 F 2 A -7 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.