Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 6
Í Havarti pipar er piparkornum bætt í ostinn og kallast piparinn og milda ostabragðið skemmtilega á. Havarti pipar passar vel á hamborgarann eða með grófu brauði og kexi og er jafnframt frábær viðbót við ostabakkann. HAVARTI PIPAR GLETTILEGA GÓÐUR www.odalsostar.is PIPAR Stjórnmál „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og mús- lima að ala upp fjölskyldur í land- inu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknis- fræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands.   „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heims- styrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt  hótar svo að sam- tökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á sam- félagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi.  „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfga- manna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkj- unum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“ Og í ljósi þess að 28 prósent ferða- manna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahags- legu tilliti. Mikill meirihluti banda- rískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frum- varpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doct- ors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslending- ar ætlum að láta undan svona hótun- um. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasátt- málanum?“ mikael@frettabladid.is ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Jonathan A. Greenblatt, forstjóri ADL, var eitt sinn sem aðstoðarmaður Baracks Obama í Hvíta húsinu. FréttABLAðið/EPA Anti-Defamation League, öflugustu mann- réttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, full- yrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á um- fjöllun öfgamanna. Ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur. Silja Dögg Gunnars- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins Stjórnmál Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í gær heilla- óskir til forseta Rússlands, Vlad- ímírs Pútín, sem var kjörinn á ný í embætti um helgina. Í kveðju sinni minnti Guðni á þá skyldu þjóðar- leiðtoga að vinna að öryggi og hagsæld íbúa. Brýnt sé að fulltrúar ríkja geti rætt saman af hreinskilni. Greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að margir af þjóðarleiðtogum hins vestræna heims hafi veigrað sér við því að óska Pútín til hamingju, þar sem vafi leiki á því að mannréttindi hafi verið virt við framkvæmd kosninganna. Þannig hafi til dæmis forsætisráðherra Breta og forseti Frakklands ekki óskað honum til hamingju. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sendi honum hins vegar kveðju. Donald Trump, for- seti Bandaríkjanna, hringdi í hann og óskaði honum til hamingju. Þvert á vilja ráðgjafa sinna. Guðni sagði í kveðju sinni að miklu skipti að þjóðarleiðtogar leiti ætíð friðsamlegra lausna þar sem ófriður ríkir og styðji hvar- vetna öryggi, hagsæld og ein- staklingsfrelsi. Þrátt fyrir miklar sviptingar á alþjóðavettvangi hafi gagnkvæm samskipti Íslands og Rússlands verið báðum ríkjum hag- felld. Heilladrjúg framtíð norður- slóða og íbúa þeirra byggist á sjálf- bærri þróun, umhverfisvernd og góðri samvinnu þjóðanna sem þar búa. – jhh Guðni óskaði Pútín til hamingju með endurkjörið Guðni th. Jóhannesson sendi Pútín heillaóskaskeyti. FréttABLAðið/Ernir rúSSland Ákvörðun Breta um að senda Laurie Bristow, sendiherra sinn í Rússlandi, ekki á fund sem allir sendiherrar þar í landi voru boðaðir á vegna efnavopnaárásarinnar á Ser- gei og Júlíu Skrípal, er fáránleg. Þetta sögðu stjórnvöld í Moskvu í gær. Árásin var gerð í Salisbury í Bret- landi og hafa Bretar og bandamenn þeirra á Vesturlöndum svo gott sem fullyrt að Rússar hafi eitrað fyrir fyrr- verandi gagnnjósnaranum Skrípal. „Ég verð hreinlega að  segja að þetta er enn ein birtingarmynd þess hve þetta mál er fáránlegt. Við erum spurð spurninga en svo vilja Bretar ekki hlusta á svörin,“ sagði Dmítrí Peskov, talsmaður Rússa. – þea Rússar segja Breta hegða sér fáránlega Dmítrí Peskov, talsmaður rúss­ landsstjórnar. nOrDicPHOtOs/AFP nígería Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. Frá þessu greindi fréttastofa Sahara Reporters fyrst. Skæruliðarnir hafi ekið með stúlkurnar inn í bæinn á níu bílum, rétt eins og þegar þeim var rænt. Samkvæmt heimildum Sahara Reporters greip um sig skelfing á meðal bæjarbúa þegar liðsmenn Boko Haram keyrðu inn í Dapchi. Fólk leitaði skjóls og faldi sig. Þá segir sami miðill að fimm stúlkur hafi látið lífið í haldi samtakanna. Ekki sé ljóst hvort nígeríska ríkis- stjórnin hafi greitt einhvers konar lausnargjald til þess að fá stúlkurnar aftur heim. – þea Stúlkurnar frá Dapchi lausar 2 2 . m a r S 2 0 1 8 F I m m t U d a g U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 4 -F 3 6 8 1 F 4 4 -F 2 2 C 1 F 4 4 -F 0 F 0 1 F 4 4 -E F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.