Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 1
SLÁÐU UPP VEISLU F E R M I N G — M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 9 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 2 . M a r s 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Rektor Háskóla Íslands skrifar um bein tengsl fjár- festingar í rannsóknum og hagvaxtar. 16 sport Dramatík í lokaumferð Olís-deildar karla. 20 Menning Crescendo eftir Katrínu Gunnarsdóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. 26 lÍFið Nemendur á öðru ári í fata- hönnun hafa undanfarið unnið að verkefni í samvinnu við fata- söfnun Rauða krossins. Þau velta fyrir sér textílsóun og fleiru. 38 plús 2 sérblöð l Fólk l  norðurland *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Menntun „Ég vil afnema hina svo kölluðu 25 ára ,,reglu‘‘ við innritun nemenda í framhaldsskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Frá árinu 2012 hefur framhalds- skólum verið heimilt að forgangs- raða umsóknum um skólavist eftir tiltekinni flokkun á umsækjendum. Einn liður í reglugerðinni kveður á um að umsækjendum 25 ára og eldri, sem njóta ekki forgangs af öðrum ástæðum, skuli raðað næstsíðast við flokkun umsókna. „Margir túlkuðu þetta sem svo að framhaldsskólar landsins séu lok- aðir fólki eldra en 25 ára,“ segir Lilja. Ráðherra segir að ráðuneytinu hafi ekki borist umkvartanir vegna synjunar um skólavist sökum aldurs og líkur á að það reyni á slíkt séu hverfandi. „Sérstaklega í ljósi þess að framlög til framhaldsskólastigs- ins voru aukin um 1.290 milljónir milli 2017 og 2018 og í ofanálag eru framlög á nemenda hærri í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs, en framhaldsskólarnir halda þeim fjármunum sem sparast vegna stytt- ingarinnar.“ – jhh / sjá síðu 16  Ráðherra vill afnema 25 ára „regluna“ lÍFið Hagavagninn mun ganga í endurnýjun lífdaga og verða opn- aður sem hamborgarastaður á næst- unni. Emmsjé Gauti er einn þeirra sem að staðnum koma og hann er spenntur. „Þetta verður í klassa fyrir ofan sjoppuborgarann. Þetta er ekki ísbúðin-í-hverfinu-þínu ham- borgarinn. Heldur verður þetta svona hamborgarastaður sem nýtir sér aðferð sem heitir smass-börger. Það er fitumeira kjöt og aðeins öðruvísi st e i k i n g a ra ð f e r ð . Þetta er geggjað því mér finnst vanta svona „basic burger“ í hverfið,“ segir E m m s j é Gauti. – sþh / sjá síðu 40 Gauti spenntur fyrir nýrri búllu Lilja Alfreðsdóttir. skipulagsMál Atkvæði bróður- dóttur eiganda Sundhallar Kefla- víkur réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Kefla- víkur í síðustu viku um nýtt deili- skipulag fyrir reitinn sem Sund- höllin stendur á. Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna eru fyrirhugaðar á svæðinu sem fela meðal annars í sér að hús Sundhallarinnar víki fyrir íbúabyggð. Mikil umræða spratt upp fyrr í vikunni um húsið sem er hannað af Guðjóni Samúelssyni og skiptar skoðanir eru um hvort rífa beri húsið eða varðveita það. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María Unnarsdóttir. Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður hennar, Hall- dórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar. Frá því Una María tók sæti í umhverfis- og skipulagsráði árið 2014 hefur hún ávallt vikið sæti í málum sem varða málefni frænda sinna þar til í síðustu viku. „Ég hef setið hjá í öllum málum sem varða Húsanes vegna þessa skyldleika og svo þótti mér það fag- legra,“ segir Una María og segist ekki hafa kynnt sér málið lagalega fyrr en þetta mál kom upp nú og hafi hún þá aflað sér lögfræðiálits um mögu- legt vanhæfi. Hún vísar til 20. gr. sveitar- stjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ segir Una. – aá / sjá bls. 4 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Atkvæði frænku eiganda Sundhallarinnar í Keflavík réð úrslitum í ákvörðun um niðurrif. Umdeild ákvörðun í bænum. Umræddur fulltrúi í umhverfis- og skipulagsnefnd hafði þar til í síðustu viku vikið sæti við málsmeðferðina. Ég hef setið hjá í öllum málum sem varða Húsanes vegna þessa skyldleika. Una María Unnarsdóttir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk sitt fyrsta stig í undankeppni EM þegar það gerði jafntefli, 30-30, við Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Sjá sport 20. FréttAbLAðið/Ernir 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 4 -C 6 F 8 1 F 4 4 -C 5 B C 1 F 4 4 -C 4 8 0 1 F 4 4 -C 3 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.