Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 1
SLÁÐU UPP VEISLU
F E R M I N G
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 9 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 2 . M a r s 2 0 1 8
Fréttablaðið í dag
skoðun Rektor Háskóla Íslands
skrifar um bein tengsl fjár-
festingar í rannsóknum og
hagvaxtar. 16
sport Dramatík í lokaumferð
Olís-deildar karla. 20
Menning Crescendo eftir
Katrínu Gunnarsdóttur verður
frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. 26
lÍFið Nemendur á öðru ári í fata-
hönnun hafa undanfarið unnið
að verkefni í samvinnu við fata-
söfnun Rauða krossins. Þau velta
fyrir sér textílsóun og fleiru. 38
plús 2 sérblöð l Fólk
l norðurland
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Menntun „Ég vil afnema hina svo
kölluðu 25 ára ,,reglu‘‘ við innritun
nemenda í framhaldsskóla,“ segir
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, í aðsendri
grein í Fréttablaðinu.
Frá árinu 2012 hefur framhalds-
skólum verið heimilt að forgangs-
raða umsóknum um skólavist eftir
tiltekinni flokkun á umsækjendum.
Einn liður í reglugerðinni kveður
á um að umsækjendum 25 ára
og eldri, sem njóta ekki forgangs
af öðrum ástæðum, skuli raðað
næstsíðast við flokkun umsókna.
„Margir túlkuðu þetta sem svo að
framhaldsskólar landsins séu lok-
aðir fólki eldra en 25 ára,“ segir Lilja.
Ráðherra segir að ráðuneytinu
hafi ekki borist umkvartanir vegna
synjunar um skólavist sökum aldurs
og líkur á að það reyni á slíkt séu
hverfandi. „Sérstaklega í ljósi þess
að framlög til framhaldsskólastigs-
ins voru aukin um 1.290 milljónir
milli 2017 og 2018 og í ofanálag eru
framlög á nemenda hærri í kjölfar
styttingar náms til stúdentsprófs,
en framhaldsskólarnir halda þeim
fjármunum sem sparast vegna stytt-
ingarinnar.“ – jhh / sjá síðu 16
Ráðherra vill afnema 25 ára „regluna“
lÍFið Hagavagninn mun ganga í
endurnýjun lífdaga og verða opn-
aður sem hamborgarastaður á næst-
unni. Emmsjé Gauti er einn þeirra
sem að staðnum koma og hann er
spenntur.
„Þetta verður í klassa fyrir ofan
sjoppuborgarann. Þetta er ekki
ísbúðin-í-hverfinu-þínu ham-
borgarinn. Heldur verður þetta
svona hamborgarastaður sem nýtir
sér aðferð sem heitir smass-börger.
Það er fitumeira kjöt
og aðeins öðruvísi
st e i k i n g a ra ð f e r ð .
Þetta er geggjað því
mér finnst vanta
svona „basic burger“
í hverfið,“ segir
E m m s j é
Gauti. – sþh
/ sjá síðu 40
Gauti spenntur
fyrir nýrri búllu
Lilja
Alfreðsdóttir.
skipulagsMál Atkvæði bróður-
dóttur eiganda Sundhallar Kefla-
víkur réð úrslitum í ákvörðun
umhverfis- og skipulagsráðs Kefla-
víkur í síðustu viku um nýtt deili-
skipulag fyrir reitinn sem Sund-
höllin stendur á. Framkvæmdir fyrir
hundruð milljóna eru fyrirhugaðar
á svæðinu sem fela meðal annars í
sér að hús Sundhallarinnar víki fyrir
íbúabyggð. Mikil umræða spratt
upp fyrr í vikunni um húsið sem er
hannað af Guðjóni Samúelssyni og
skiptar skoðanir eru um hvort rífa
beri húsið eða varðveita það.
Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu
atkvæði gegn deiliskipulaginu. Þrír
voru fylgjandi, þar á meðal Una
María Unnarsdóttir. Sundhöllin
og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11
eru í eigu föðurbróður hennar, Hall-
dórs Ragnarssonar, og sonar hans,
Heiðars Halldórssonar.
Frá því Una María tók sæti í
umhverfis- og skipulagsráði árið
2014 hefur hún ávallt vikið sæti í
málum sem varða málefni frænda
sinna þar til í síðustu viku.
„Ég hef setið hjá í öllum málum
sem varða Húsanes vegna þessa
skyldleika og svo þótti mér það fag-
legra,“ segir Una María og segist ekki
hafa kynnt sér málið lagalega fyrr en
þetta mál kom upp nú og hafi hún
þá aflað sér lögfræðiálits um mögu-
legt vanhæfi.
Hún vísar til 20. gr. sveitar-
stjórnarlaga sem kveður á um að
sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur
sé hann eða hafi verið maki aðila,
skyldur eða mægður aðila í beinan
legg eða að einum lið til hliðar við
ákvörðunartöku. „Það á bara við um
foreldra, börn eða systkin og þar af
leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu
máli,“ segir Una. – aá / sjá bls. 4
Atkvæðið frá frænku
eigandans réð úrslitum
Atkvæði frænku eiganda Sundhallarinnar í Keflavík réð úrslitum í ákvörðun
um niðurrif. Umdeild ákvörðun í bænum. Umræddur fulltrúi í umhverfis- og
skipulagsnefnd hafði þar til í síðustu viku vikið sæti við málsmeðferðina.
Ég hef setið hjá í
öllum málum sem
varða Húsanes vegna þessa
skyldleika.
Una María Unnarsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk sitt fyrsta stig í undankeppni EM þegar það gerði jafntefli, 30-30, við Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Sjá sport 20. FréttAbLAðið/Ernir
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
4
-C
6
F
8
1
F
4
4
-C
5
B
C
1
F
4
4
-C
4
8
0
1
F
4
4
-C
3
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K