Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 46
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar 2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r26 B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð I ð Bílar BMW gert að stöðva framleiðslu BMW 7 vegna mengunarreglna BMW er gert að hætta framleiðslu á þessum bílum fyrir Evrópumarkað þar sem aðrar reglur gilda fyrir aðra heimshluta. Herferðin #Shedrives hlaut verð- launin Herferð ársins á Dubai Lynx International Festival of Creativity nú í vikunni. Herferðinni er ætlað að vekja umtal í Sádi-Arabíu á meðal kvenna um að læra að keyra þar sem þann 1. júní næstkomandi taka gildi lög í fyrsta skipti sem heimila konum að aka bifreið. Ghost- lamp, íslenskt sprotafyrirtæki, vann að þessari herferð með TBWA\RAAD í Dubai. „Það er frá- bært að hafa tekið þátt í þessari herferð sem á eflaust eftir að fá fleiri alþjóðleg verðlaun á þessu ári,“ segir Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp, um herferðina. „Þetta er líklega það erfiðasta sem Ghostlamp hefur tekið að sér. Við áttuðum okkur alls ekki á því hvað það er erfitt að fá konur til að tjá sig opin- berlega í þessum heimshluta um svo einfaldan hlut eins og að aka bíl. En sem betur fer er verið að breyta lög- unum þarna en samfélagið hefur ekki fylgt eftir og herferðin von- andi hjálpar til við það.“ Herferðin var unnin fyrir Nissan. #Shedrives verðlaunuð í Sádi-Arabíu  Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp. Síharðnandi mengunarkröfur og lagasetningar þar að lútandi hafa gert mörgum bílaframleiðand- anum skráveifu og nú kveður svo rammt að því að BMW hefur verið gert að hætta framleiðslu á BMW 7 flaggskipi sínu í heilt ár, þ.e. þeim gerðum hans sem ganga fyrir bens- íni. Það þykir eflaust mörgum skjóta skökku við að framleiðsla á bensín- bílum en ekki dísilbílum 7-línunnar sé stöðvuð í ljósi umræðunnar um hættulega mengun dísilbíla og eftir dísilvélasvindl Volkswagen. BMW 7 bílar með bensínvél hafa einfald- lega ekki komist í gegnum strangar kröfur hinna nýju WLTP (World- wide Harmonized Light Vehicle Test Procedure) viðmiðana, en þær tóku gildi í fyrra. Þessar nýju reglur taka mið af raunverulegri mengun bíla við hinar ýmsu aðstæður og eru þeir prófaðir á ýmsan hátt til að standast þessar breyttu kröfur. Fyrri mælingaaðferðir reyndust of einhæfar og gerðar við of frábreyttar aðstæður. Þurfa líka að hætta að framleiða 3-línuna Líklega bitna þessar nýju mælingar á fleiri bílum BMW því fyrirtækið ætlar víst að hætta framleiðslu núverandi kynslóðar 3-línunnar í ágúst á þessu ári og hún verður ekki tekin upp aftur fyrr en með næstu kynslóð sem verður ekki tilbúin fyrr en árið 2020. Taka skal fram að BMW er gert að hætta framleiðslu á þessum bílum fyrir Evrópumarkað en þar sem aðrar reglur gilda fyrir aðra bílamarkaði heimsins, svo sem í Bandaríkjunum, er ekki loku fyrir það skotið að framleiðslu verði haldið áfram fyrir aðra markaði en Evrópu. Ný BMW 7-lína með bensínvélum nær ekki nýjum WLTP- mengunarstaðli Evr- ópusambandsins. Kia fagnaði því í dag að fimm millj- ón eintök af sportjeppanum vin- sæla, Kia Sportage, hafa nú selst á heimsvísu. Bíllinn var fyrst settur á markað árið 1993 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Kia Sportage var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókýó árið 1991 tveimur árum áður en hann kom á markað og vakti þá strax talsverða athygli. Jepplingar voru á þeim tíma að ryðja sér til rúms í auknum mæli og þóttu fram- sæknir á margan hátt. Kia ætlaði sér stóra hluti með Sportage en lík- lega óraði engan þó fyrir því hversu miklum vinsældum sportjeppinn myndi ná og að 25 árum síðar væri bíllinn búinn að seljast í alls fimm milljón eintökum um heim allan. Yfir 2.000 þeirra á Íslandi Sportage hefur einnig verið Íslend- ingum einkar kær og hafa yfir 2.000 Sportage-jepplingar prýtt vegi landsins hingað til og seljast enn grimmt. Kia Sportage hefur einnig verið söluhæsti bíll Kia á undanförnum árum. Nýjasta kyn- slóð sportjeppans hefur selst í alls milljón eintökum á aðeins 29 mánuðum. Og sem dæmi hafa síðustu tvær kynslóðir Sportage selst í tæplega 2.000 eintökum hér á landi. Kia Sportage er fram- leiddur fyrir Evrópumarkað í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Þar hefur sport- jeppinn verið framleiddur síðan 2007. Fimm  milljón eintök af Kia Sportage  hafa selst Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir rafmagnsbílnum e-Golf frá Volkswagen að fyrirtækið á svo til aldrei neinar birgðir af bílnum, fremur er barist um þau eintök sem framleidd eru. Eftirspurnin eftir Volkswagen e-Golf hefur ekki síst verið mikil í öðrum Evrópu- löndum en Þýskalandi og hefur sala hans t.d. verið gríðarmikil í Noregi og á Íslandi. Volkswagen e-Golf náði því til að mynda að vera söluhæsta bíl- gerðin í nóvember á síðasta ári í Noregi. Bíllinn var líka söluhæsti rafmagnsbíll í V-Evrópu í janúar á þessu ári og sló með því við bílum eins og Renault Zoe og Nissan Leaf. Rafmagnsbílar VW þrisvar sinnum eftirsóttari 2017 en 2016 Stjórnarformaður Volkswagen, Her- bert Diess, segir að rafmagnsbílar Volkswagen hafi verið þrisvar sinn- um eftirsóttari árið 2017 en 2016 og það sé greinilegt að bílakaup- endur séu viljugir til að að skipta úr brunabílum yfir í rafmagnsbíla svo fremi sem verðið sé rétt. Þessi þróun ætti að ýta Volkswagen enn hraðar áfram við þróun sinna næstu raf- magnsbíla og á þeim verður enginn hörgull á næstunni, með tilvonandi bílum eins og I.D. Cross og I.D. Buzz. Volkswagen býður líka rafmagns- bílakaupendum sínum upp á ódýrar hleðslustöðvar til heimanota sem kosta aðeins 300 evrur. Rafmagnsbíllinn VW e-Golf yfirleitt uppseldur Kia Sportage var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókýó árið 1991. 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 4 -E 4 9 8 1 F 4 4 -E 3 5 C 1 F 4 4 -E 2 2 0 1 F 4 4 -E 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.