Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 48
CresCendo er ekki eitthvað sem stigmagnast og verður brjálað í lokin heldur hæg alda sem fær fólk til að fljóta með.Þe t t a ve r k s n e r t i r við  hjarta þeirra  sem kynnast því. Mér líður eins og það sé undur­fagurt og sviðsmyndin hjá Evu Berger undir­ strikar þá tilfinningu; eldrautt teppi og dúnmjúkir búningar,“ segir Heba Eir Kjeld dansari innt eftir and­ anum í Crescendo, dansverki Katr­ ínar Gunnarsdóttur sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30. Heba Eir segir Katrínu hafa sótt innblásturinn í sögu líkam­ legrar vinnu kvenna, samhug, elju og samvinnu. Konurnar þrjár á sviðinu túlki þá sögu með síbreyti­ legum hreyfingum og söngvum. „Þetta er hljóðlát bylting, andstætt þeim sem eru að gerast í heiminum, #metoo og fleiri slíkum. Samt mik­ ill styrkur og þrautseigja. Katrín blandar vinnusöngvum þar inn og lætur okkur humma þegar við erum að prjóna, sauma eða klára eitthvað annað. Við erum saman í öllu sem við erum að gera þar til yfir lýkur.“ Hún segir verkið krefjast mikillar nákvæmni og samstillingar. „Cresc­ endo er ekki eitthvað sem stigmagn­ ast og verður brjálað í lokin heldur hæg alda sem fær fólk til að fljóta með.“ Heba Eir útskrifaðist sem dansari frá Listaháskólanum 2015 og hefur starfað sem dansari síðan en líka í öðrum verkefnum sem markaðs­ fulltrúi. „Þetta hefur verið dálítið í bland hjá mér, á tímabili var mark­ aðsvinnan að taka yfir en það hefur tónast niður í betra jafnvægi núna,“ útskýrir hún. Kveðst hafa heyrt fyrst af verkinu Crescendo einhvern tíma í gæðastund hjá þeim Katrínu þar sem þær voru að fara yfir viðfangs­ efnin fram undan. „Þá spurði hún mig hvort ég væri til í að vera dans­ ari hjá henni í þessu verki. Fram að því var ég markaðspían hennar.“ Hinar tvær sem stíga dansinn í Tjarnarbíói eru Snædís Lilja Inga­ dóttir og Védís Kjartansdóttir „Þetta er virkilega skemmtilegt tríó en við erum gjörólíkar í karakter, útliti og sem dansarar,“ segir Heba og bætir því við að Védís eigi von á barni. „Þetta er í rauninni ekki tríó heldur kvartett eftir allt saman,“ segir hún hlæjandi og bætir við að það sé hrina af fæðingum fram undan. „Katrín og Védís eiga von á sér með fárra daga millibili og kynningar­ fulltrúinn er óléttur líka – en við hinar erum bara rólegar. Ekkert að gerast hjá okkur eins og er!“  Nú langar mig að forvitnast meira um hana sjálfa. Ætlaði hún alltaf að verða dansari? „Nei, ég ætlaði að verða leikkona. Var með þá drauma lengi lengi. En ég var í tónlistarnámi og dans­ námi alla mína barnæsku og fram á unglingsár. Þegar ég var sextán ára þurfti ég að velja milli víólunnar og dansins og ég fór í dansinn á fullu. Þá varð ekki aftur snúið. Ekki það, ég horfi stundum á leikkonur og fæ alveg í magann, væri svo til í að vera í þeirra sporum.  Að sama skapi fæ ég ofboðslega mikið út úr því að dansa og þegar ég byrjaði í Lista­ háskólanum 2012 fann ég alveg að ég var á réttri hillu. Mér leið mjög vel í skólanum, er afar þakklát fyrir það nám og hvað það hefur gefið mér af sjálfsaga og sjálfsöryggi sem listamaður. Ég upplifi mikið frelsi sem því hefur fylgt, dríf mig í verk­ efnin og prófa mig áfram.“ Dansarar þurfa  ekki aðeins að halda sér stöðugt við líkamlega heldur líka andlega að sögn Hebu Eirar.  Hún kveðst taka skorpur í að hugsa vel um sig, sofa vel og borða rétt, þó detti hún í að vera aðeins slakari inn á milli. „En að vera dans­ ari krefst þess að vera meðvitaður um líkamann, hlusta á hann og vera í tengslum við sjálfan sig. Líkaminn þarf að vera í formi til að taka við þeim verkefnum sem hent er í hann og sömuleiðis þarf sálin að vera í jafnvægi og viðbúin öllu.“ Þar sem við sitjum í betri stofu Tjarnarbíós yfir kaffi og súkkulaði lýsir Heba Eir því að þar sé gott að æfa og dvelja. „Það er góður og heimilislegur andi í húsinu,“ segir hún.  „Ég tók upp á því að hekla í ferlinu, enda eru svo mörg vinkonu­ börn að fæðast í kring um mig.“ Ekki tríó heldur kvartett eftir allt saman Þrír dansarar túlka mýkt og natni í störfum kvenna með taktvissum hreyfingum og söng í verkinu Cresc­ endo eftir katrínu gunnarsdóttur sem frumsýnt verður í tjarnarbíói í kvöld. ein þeirra er heba eir kjeld. Snædís Lilja, Heba Eir og Védís dansa af sérstakri nákvæmni og samstillingu og syngja vinnusöngva í verkinu Crescendo. Með því túlka þær sögu kvennastarfa. FréttabLaðið/anton brink Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r28 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð menning 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 4 -D 0 D 8 1 F 4 4 -C F 9 C 1 F 4 4 -C E 6 0 1 F 4 4 -C D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.